Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 7
F Á L K 1 N N MARK HELLINGER: virði, fyrir það eitt, að maður krækir fram hjá stiga, sem stendur á gangstjettinni.“ Harriet Wagstaff horfði fast á hann. „Margt getur verið fleira til en frægðin, sem þó er nokkurs virði,“ sagði hún. Hubert hristi höfuðið, en hann leit undan. „Jeg er ekki heldur að hugsa um frægðina,“ sagði hann. „En mjer kemur ekki til hugar að ætlast lil þess, að Naomi haldi heit sitt við mig. Jeg ætla að gefa henni frelsið aftur.“ Harriet varð aljbyrst, — eins og hún varð raunar altaf, þegar eitt- hvað var minst á Naomi: „Jeg tel það nú ekkert sjerstakt göfuglyndi, að gefa það, sem hlutaðeigandi ætl- ar sjer hvort sem er að taka sjálf- ur.“ Hubert áræddi ekki að svara þessu, þvi að hann óttaðist, að hann myndi ekki liafa vald á röddinni. Hann hafði verið að reyna að sann- færa sjálfan sig um það, í meira en tvo imánuði, að breyting sú, séin hann þóttisl verða var við, á fram- komu Naomi gagnvart honum, væri aðeins sjúkleg imyndun hans sjálí's. Aian Wagstaff, miljönaerfinginn, var staddur lijá Naomi, þegar hún fjekk brjefið frá Hubert Colman. Hún ias það upphátt og röddin var allklökk. Alan horfði á hana aðdáunaraug- um. „Þú hefir tekið þessu eins og hetja,“ sagði hann. „Jeg hefði fúslega fórnað ham- ingju minni, ef því hefði verið að skifta, hans vegna, — ef hann .liefði krafist þess af mjer,“ sagði hún. „Hamingju þinni?“ spurði Alan forviða. Hún brosti þreytulega. „Skilur þú þetta ekki, Alan? Dag- inn, sem þú komst hingað í fyrsta sinn, — daginn sem slysið vildi til, varð mjer ljóst, að jeg elskaði Hu- bert ekki.“ „Naomi.“ Hann þreif utan um herðarnar á lienni og starði á liaiia. „Þýðir þetta það, að þjer þyki líka vænt um mig. . Drottinn minn dýri! Allan þennan tíma, liefi jeg reynt af fremsta megni að ráða niðurlög- um þeirra tilfinninga, sem vöknuðu hjá mjer, gagnvart þjer, i fyrsta sinn, sem jeg sá þig. Hjer hafa ör- lögin verið að verki og lagt leiðir okkar saman, Naomi. Jeg sver þess dýran eið, að það var ekki ætlan mín, að svíkja Hubert, eða fara á bak við hann. En nú.. Hún dró hann að sjer. „Nú — nú er okkur þetta frjálst, nú megum við unnast,“ hvíslaði hún. Hann l'aldi andlitið við hvítan háls hennar. „Vesalings Hubert," andvarpaði hann. Og liann, — hann, sem hafði alveg óbilandi trú á hamingju sinni“. Naomi leit yfir öxi honum, á ker- ið með hvíta lynginu. Það var þá sannleikur, að því fylgdi hamingja. Daginn, sem Naomi og Alan Wag- staff lögðu af stað í brúðkaupsferð- ina, varð Harriet Wagstaff skyndi- lega veik. Alan flýtli sjer heim, frá París, til þess að vera hjá henni siðustu stundirnar. En hann kom um seinan. En um sama nnind lieimsótti Hu- bert roskinn maður, með skjalatösku undir hendinni og cltiskihnsandlit. Hann var að óska Hubert til ham- ingju og tilkynna honum, að hann væri einkaerfingi að Wagstaffs mil- jónunum.--------— Hver getur nú sagt það með sanni að það sjeu gæfuspor, að ganga und- ir stiga, — eða hvorl það sje til ó- Hann var alls ekki eins og fólk er flest. Hann kom kyrlátur á skrif- stofuna á morgnana, tók ofan hatt- inn og vafði hann inn i brjef áður en hann setti hann á hilluna. Hann l'ór úr frakkanum og hengdi hann — á herðatrje —- inn í skápinn. Svo burstaði hann ímyndaða smáhnoðra af iastingsjakkanum sínum, fór í hann og síðan heint inn í skrif- stofu forstjórans. Það var stór stofa með dýrindis húsgögnum. Á veggn- um til hægri hjekk risavaxið mál- verk af forstjóranum sjálfum í fullri stærð. Hann var hvítur fyrir liærum eins og litli skrifarinn en það var annar svipur á honum — höfðingja- svipur. Litli maðurinn gekk fast að myndinni, horfði á hana — gægð- ist svo til hægri og vinstri og rak tunguna út úr sjer framan i and- litið á myndinni, sem brosti með yfirlætissvip. Eftir þessa athöfn leið honum auðsjáanlega betur, liann varp öndinni, sneri sjer á hæli og gekk til vinnu sinnar. Litli maðurinn hét Adelbert Jonne. Yður finst máske, að þessi formáli að dagsverkinu sje ekki beinlínis smekklegur, en ástæður liggja til alls.... Fyrir jjrjátíu árum unnu Jonne og forstjórinn saman sem skrifarar á þessari sömu skrifstofu. Þá lijet foistjórinn bara Jimmy Brown. Þeir voru báðir liprir skrifstofumenn, ekki beinlínis afreksgarpar en skylduræknir. Og þeir voru vinir. Því miður virtusl þeir hafa mjög líkan smekk að því er kvenfólk snerti. Skömmu el'tir að Jonne hafði kynst Mildred Jacksön, setti Jimmy henni stefnumót. Og siðan börðust þeir grimmilega um stúlkuna. Jonne var bálskotinn í Mildred, en liann var þvi miður ekki nema hægur og lítill maður í þá daga heldur, og . það sem verra var: hann var eignn- laus! En liinsvegar átti Jimmy peninga. Og hann var djarfur, frakkur og að- sópsmikill. Hann kunni tökin á kven- fólkinu. Og þegar faðir Jimmys keypti hlulabrjef í fyrirtækinu og Jimmy var gerður að undirforstjóra þar, vissi Jonne að nú þýddi honum ekki að hugsa um Mildred framar. Mildred giftist undirforstjóranum og bráðiega varð hann aðalforstjóri. Og þegar hann kom aftur úr brúð- iraupsferðinni var hann ekki Jimmy Brown lengur heldur var hann for- sljórinn. Einn daginn var Jonne kvaddur inn á hið allra lielgasta, þar sem Jimmy var orðinn konungur núna. „Jonne“, sagði hann þyrkinglega, „jeg ætla að gera ofurlitlar breyt- ingar lijer á skrifslofunni. Hjeðan i frá eigið þjer að vera ritara mín- um til aðstoðar. Þjer eigið að sjá um, að öll áríðandi plögg og skjöl liggi altaf í rjettri stafrófsröð —já það var ekki annað sem jeg vildi yður — þjer getið farið“. Svona vann liann í nærri því heilla? Hvorugur þeirra, Aian Wag- slaff og Hubert Colman, vilja svara þeirri spurningu ákveðið. — Aftur á móti er Naomi ekki i neinum vafa um það, að óhamingja fylgrr hvítu lyngi. Theodór Árnason þýddi. tuttugu ár. Það var aldrei minst á gömlu vináttuna. Forstjórinn var harðjaxl. Hvað lítið sem út af bar þá ætlaði hann að ganga af göfl- unum, og dyntirnir i honum virtusl sjerstaklega bitna á Jonne. Þeir fóru að eldast báðir. Og einn daginn bar það við, að forstjórinn koin með risavaxið málverk af sjálf- um sjer á skrifstofuna og setti það á vegginn í því allraheigasta. Upp frá þeim degi var það eina huggun Jonnes að fara inn á skrifstofuna á hverjum morgni. og reka út úr sjer tunguna framan i forstjórann. Forstjórinn virtist enn hafa gam- an af því, að láta Jonne vinna ó- merkilegustu verkin á skrifstofunni. Aldrei ljet hann hann hækka í tign- inni og aldrei veitti hann honum kauphækkun. Einn daginn kom l'orstjórinn ekki á skrifstofuna. Og skömmu síðar frjettist að hann væri dauður. Jonne Ijek á als oddi — hann gat ekki að þvi gert. Og svo kom nýi forstjórinn — liann lijet Bill og var sonur Jimmys og Mildred. Hann var ungur og hár og alvarlegur og mjög fátalaður. En hann var viðfeldinn. Öllum á skrif- stofunni þótti vænt um liann, jafn- vel Jonne gat ekki annað en felt sig við hann. Jonne vann fjögur ár hjá nýja forstjóranum, vann með ár- vekni og skyldurækni — og rjetti tunguna út úr sjer framan í gamla forstjórann á hverjum morgni. En þegar fjórða árið var liðið viku áður en ársveislan var haldin starfsfólkinu — tilkynti Jonne gamli húsbónda sínum, að hann ætlaði að hætta störfum. Hann hafði reitl saman ofurlitið fje, ekki mikið að vísu, en nóg til þess að hann þurfti ekki að svelta, það sem eftir væri æfiiinar. Nú væri hann orðinn þreyttur og liefði ákveðið að hætta. Forstjórinn reyndi að fá hann ofan af þessu með því að lofa honum kauphækkun, en Jonne var ákveð- inn. Hann var orðinn gamall og vildi verja því, sem eftir var æf- innar, eins og honum sýndist. í veislunni tilkynti liúsbóndinn starfsfólkinu hátíðlega, hverja á- kvörðun Jonne hefði tekið. Jonne hafði ekki óskað að þetta væri til- kynt svona og hann varð argur, þegar farið var að heimta það af honum í tilbót, að hann stæði upp og hjeldi ræðu: „Æ, nei“, sagði liann", jeg get það ekki, jeg er ekki vanur að halda ræður Hann vissi, að ef hann ætti að segja meiningu sína þá yrði hann að segja frá, hvílíkur erkiþorpari og skítmenni gamli forstjórinn hefði verið. Hann yrði að minnast á hverng hann var rændur konunni sem hann elskaði — hann yrði að minnast á, hvernig forstjórinn ljet hann hjakka i sama farinu og gerði sjer leik að þvi að láta hann vinna ómerkilegustu störfin. Á alt þetta yrði hann að minnast og svo ótal margt annað. Hann yrði að minnast þeirra einu ánægjustunda er hann hafði átt í öll þessi ár — að fara inn á skrifstofuna á morgnana og reka út úr sjer tunguna framan í manninn sem hann hataði .... En alt þetta vissi ungi forstjórinn ekkert um. Hann fór til Jonne og skálaði við hann, þakkaði lionum langa og dygga þjónustu og fyrir það að hann hafði verið dyggur vinur föður síns. Og nú varð Jonne gamli að standa upp og halda ræðu. Hann meinti ekki eitt einasta orð af því sém hann sagði, en eitthvað varð hann að segja vegna unga forstjórans sem stóð þarna og var svo undur líkur henni móður sinni. „Dömur mínar og herrar - jeg er afleitur ræðumaðnr, og það er eig- inlega fásinna að trufla ykkur með því að tala hjer í kvöld. Jeg ætla ekki að þreyta ykkur með því að romsa upp alt það, sem á daga mína hefir drifið hjer á skrifstofunni. Jeg kom hingað kornungur ásamt Jimmy Brown. Hann var vinur minn. Milli okkar voru bönd, sem enginn vissi um. Við fundum þetta báðir en mintumst aldrei á það. Örlögin höfðu ákveðið honum æðri sess en mjer, en það breytti engu um það einkasamband, sem milli okkar var. Þetta samband varð því nánara og sterkara sem við urðum eldri. Við unnum lilið við hlið að velgengni þessarar stofnunar, sem við elskuðum báðir. Þegar Jimmy dó misti jeg það, sem jeg get aidrei fengið bætt. Þessi síðustu fjögur ár hafa ekki verið mjer ljett. Og nú get jeg ekki meira — jeg er þreyttur og útslitinn — það verður máske ekki langt þangað til við Jim sjáumst aftur .... já, svo var það ekki ann- að -— það var bara þetta, seni jeg ætlaði að segja . . . .“ Ungi forstjórinn, sem hafði staðið við hliðina á honum meðan hann var að taia, tók hendinni á öxlina á honum — með tárvot augu: „Mr. Jonne“, sagði hann hrærður, „jeg viðurkenni að jeg hafði ekki hugmynd um það fyr en núna, hve náin tengsli vorn milli ykkar föður niíns. Jeg hafði hugsáð mjer að gefa yður fjárupphæð að skilnaði, i vi^urkenningarskyni fyrir yðar ágæta starf, en meðan þjer voruð að tala fann jeg, að það var aðeins ein gjöf, sem jeg get gefið yður, og sein jeg lield — sem jeg veit, að þjer liafið meiri mætur á en nokkru öðru. Jeg gef yður það dýrmætasta sem jeg á .... myndina af honum föður mínum, sem hangir inni i forstjóraskrifstofunni . .. .“ Tveir menn voru i vetur að biða eftir lest á járnbrautarstöðinni i Maisons-Alfort i Frakklandi. Þeir urðu ósáttir út af einhverjum smá- munum og rifust fyrst og flugust svo á, eins og gengur. í áflogunum ultu þeir niður á brautarteinana og í sama bili koni lestin og drap þá báða. Suður í Grikklandi var verið að jarða gamlan hershöfðingja, sem Larnacutis lijet, núna i vetur. A leiðinni til kirkjunnar hrökk lokið af kistunni, hershöfðinginn greip sverð sitt, sem lagt hafði verið hjá honum í kistuna og kom vaðandi móti líkfylgdinni. Kvenfólkið æpti það leið yfir það hrönnum saman og flestir hjeldu, að hjer væri að gerast kraftaverk og að Larnácutis væri risinn upp frá dauðum. En hann hafði aldrei dauður verið lield- ur aðeins legið í dásvefni, og ekki vaknað fyr en líkvagninn fór að hristast undir honum á leið til kirkj- unnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.