Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N I Karlmannsvesti. HAYDN. Frh. af bls. 5. hljómlistarstjóri og eftir dauða lians rjeð bróðir hans hann til sín. í þrjátíu ár samfleytt starfaði Haydn hjá Esterhazy-greifanum og lifði þar við sæmileg atvinnuskilyrði. Hertogarnir liöfðu bæði orkestur og söngflokk, s.em Haydn var settur til að stjórna, og má jjakka þessu or- kestri meðfram hvílikur afburða- maður Haydn varð, sem tónskáld orkestursverka. Hann gal jafnan gert raunhæfar tilraunir með það, sem honum datt í hug. Það eitl amaði að Haydn, að hann var mjög háður dutlugum furstanna og varð að gegna kröfum þeirra, sem stund- um fóru herfilega í bága við lista- smekk tónskáldsins sjálfs. Þegar Nikolas Esterhazy dó varð Haydn á lausum kjala. Það var 1790. Var hann jtá eggjaður á, að fara til Englands og halda ltar liljómleika og það gerði hann. Var honum tek- ið með miklum fögnuði þar og er Haydn eitt þeirra fáu tónskálda, sem Englendingar hafa orðið til að viðurkenna á undan öðrum Jtjóð- um. Frægðarljómi Haydns barst frá Englandi út yfir álfuna. Það var því ekki nema eðlilegt, að Haydn færi í hljómieikaferð þangað á nýj- an leik, árið 1794. í þessum ferðum samdi hann ýmsar bestu tónsmíðar sínar. Honum leið vel í Englandi og dáði rnjög Englendinga. Haydn eru eignaðar um 1400 tón- smíðar. Margt af þeim er nú úr gildi gengið og Jtekkist ekki af öðrum en grúskurum, en annað er sígilt. Þar á meðal má nefna hin miklu „ora- loria“: Sköpunina og Árstíðirnar. sem enn i dag heyrast á kirkjtt- hljómleikum stórþjóðanna. Margar af hljómkviðum hans, en þær voru með vissu ekki færri en 118 (sumir eigna honum 150) eru í fullu, gildi enn i dag. Haydn gerði hljómlist- ina eðlilegri og fjölbreyttari en hun var fyrir hans daga, og lagði grund- völlinn að miklu fjölbreyttari notk- uii orkestursins en áðúr var. I öðr- uni greinum er hann talinn fyrir- rennari Beethovens, sem var læri- sveinn hans um nokkurt skeið. Austurríski keisarasöngurinn „Gott erhalte Franz den Keiser" er eftir Haydn. Ilann dó i Wien 31. maí 1809, sent frægur maður, heiðursdoktor Ox- fordháskóla og heiðursborgari í Wien. „Sunday Express“, eitt af stór- blöðum Beaverbrooks lávarðar, birt- ir biblíuna sem neðanmálssögu urn þessar mundir. Það lítur ekki út fyrir að biblian sje útbreidd' í stofn- landi Biblíufjelagsins. ----x----- Tjekkoslovakinn Tomas Bata, sent fórst við flugslys 12 júní 1932 var besti skósmiður sem uppi hefir verið í veröldinni. Forfeður hans í sjö undanfarna ættliði höfðu allir verið skósmiðir og sjálfur var hanu fátækur er hann setti upp skógerð sína í þorpinu Zlin i Máhren. Þar eru nú um 50.000 ntanns og hafa flestir atvinnu við skósmiðjur Bata. Þær framleiða 250.000 pör af skóm á dag, eða um fjórðung á við það, sein 1350 stærstu skógerðirnar í Bandaríkjunum framleiða samtals. Bata var aðeins 50 ára þegar hann fórst. Efni: 250 gr. ljóst t’jórþætt ullargarn, brúnt, grænt eða grátt. 2 prjónar nr. 3 og 5 fínir sokkaprjónar. Prjón: 5 1. r. 1 . sn. næsti prjónn 5 1. sn. 1 I. r. Myndirnar sýna: Nr. 1 Boðang 2 Bak 3 lykkjuupptöku í handveg 4 gerð prjónsins. Boðangur: Fitjið upp á heklunál nr. 3, 46 ent. lengju. Teljið lykkjurnar og fitjið upp á prjóninn jafn margar lykkjur. Prjónið 10 cm. breiðann kant 2 1. r. 1 1. sn. Síðan er breytt um í 5 1. r. 1 1. sn. o. s. frv. Aukið er í 10 I. (5 hvoru ntegin) upp að handveg nteð jöfnu millibili, l>á eru feldar af í einu 8 1. hvoru megin, jtá prjónaðir 3 prjónar og 1 1. feld af livoru megin, endurtekið 5 sinnum. Síðan prjónað beinl að hálsntáli, Jtá feldar af í einu 12 1. á miðjum prjóni •— axlarstykkin síðan prjón- uð með úrfellingu eftir sneiðingu liálsmálsins (eftir því hvað liver vill hafa vestið lágt) öxlin feld af í 3nu lagi. Bakið: Prjónað á sama hátt og boðangur, aðeins er sneiðing á hálsmáli hærri. Boðangur og bak saumað saman og kantur í hálsmál og errnar prjónað- ur á sokkaprjónana: 2 1. r. 1 I. sn. 4 cra. á breidd. Vestið er strokið með mátulega heitu járni, vætt skal þunt ljerefts- stykki og lagt ofan á ltað og strokið Ijett yfir. Marseille er að Jtví leyti öðrum borgum fremri, að þar eru fleiri glæpamenn en i nokkurri annari borg. Þrjá fjórðu allra verstu glæpa i Frakklandi er hægt að rekja til manna, sem ýmist eru fæddir eða uppaldir í Marseille eða hafa dvalið l>ar. Stúlka ein var að gifta sig nýiega í Lindholnt-kirkju í Norður-Jóllandi. Meðan á því stóð leið þrisvar sinn- um yfir stúlkuna, svo að það var með mestu herkjubrögðum, að prest- urinn gat fengið hana til að svara jáinu, sent nauðsynlegt var. Undir eins og stúlkan kont úr kirkjunni aftur var hún jafngóð. Hún þoldi bara ekki loftið í kirkjunni. ----o---- „Big Apple“ heitir dansinn sem mest er dansaður í Bandaríkjunum núna og hefir útrýmt „Swing Step“. Þessi dans er víst talsvert fjörugur því að á dansleik í Philadelphia nýlega brotnaði gólfið, þegar farið var að stíga hann. ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.