Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 12
12 F A L K I. N N JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR ,UGLAN‘? LEYNILÖGREGLUSAGA. Maharadjainn hafði auðsjáanlega orðið sneyptur. Iiann vildi gjarnan láta telja sig enskan heiðursihann og var tæplega um að láta það vitnast, að hann hefði fengið það uppeldi, að ástir kvenna væri eins og liver önnur markaðsvara. Hann var fok- reiður Gwen. Ef þetta hefði viljað til í hans eigin landi mundi hann hafa fyrir- skipað þjónum sínum að fara með hana út í hallargarðinn og hýða hana. Þetta var maður! sagði Gwen og saup hveljur og dró morgunkjólinn saman að framan. Þetta er ungfrú Harrier, sagði mahar- adjainn rólegur við Noru. — Herbergið hennar er víst við hliðina á íbúðinni minni. En jeg vissi ekki að það var innangengt á milli. Honum liugkvæmdist víst i augnablikinu ekkert skárra til þess að koma sjer úr bobbanum. Og Gwen skildi hvað á spýt- unni hjekk. Afsakið þjer, sagði hún. — En það var maður og jeg varð að flýja. Jeg gat ekki vitað livað hann ætlaðist fyrir. Maður? tók maharadjainn eftir. Hvað eigið þjer við? Hver var hann? Hvað- an kom hann? Jeg lá fyrir og þegar jeg opnaði aug- un sá jeg mann sem grúfði sig yfir mig. Það var óttalegt. Vitið þjer ekki hver það var? Nei. Jeg varð svo hrædd. Jeg æddi til næstu dyra. Jeg hafði ekki hugmynd um, að þær vissu hingað inn. Var hann með grímu? spurði Nora. Nei. Jeg gat sjeð andlitið á honum. Hann starði á mig með æðisgengnu augna- ráði. Munduð þjer geta þekt hann aftur? Það held jeg áreiðanlega, sagði hún og kuldahrollur fór um hana. Það var ekki gott að vita hve mikið af þessari sögu var satt. Hefði hún sagt að maðurinn hefði verið með grímu, gat Nora haft ástæðu til að trúa lienni. Hafði Gwen logið þessu upp til þess að hafa það til afsökunar sjer fyrir að hún ruddist að ó- vörum inn til maharadjains? Hann virtist ekki meira en svo festa trúnað á þetta. — Hvað gerði maðurinn? spurði hann. Jeg veit ekki . Jeg hugsaði eingöngu um að komast út. Hann hefir máske farið herbergja vilt? Maharadjainn fór að dyrunum sem Gwen liafði komið inn um. Þær lágu inn í svefn- herbergi hans, en á veggnum á móti voru aðrar dyr, sem lika stóðu opnar upp á gátt. Konurnar fóru báðar á eftir honum. Noru fanst hún nú vera örugg og blaða- menskuforvitni hennar var vöknuð á nýj- an leik. Það gat orðið gott greinarefni úr þessu að lokum. í lierbergi maharadjains var alt í stök- ustu reglu, en öðru máli var að gegna um herbergi Gwen. Þar Já sæng á miðju gólfi, allir stólar fullir af fatnaði, blöðum og tímaritum, hrjefarusl um alt gólf og snyrti- borðið útatað í ösku og sígarettustúfum. Nora setti alt þetta vel á sig en einkum lók hún vel eftir öllu sem lá á snyrtiborð- inu. Þar voru verðmætir skarlgripir innan um einskisnýtt rusl. Maharadjainn opnaði glug'ga hurðina og fór út á svalirnar. — Enginn hjer, sagði hann. — Og ekki vegsummerki eftir neinn heldur. — En þetta er satt, hrópaði Gwen. Jeg sver að það er satt! Auðvitað. Jeg efast ekki um það, sagði liann. — Þetta hlýtur að hafa verið misskilningur. En nú skal jeg hiðja um að láta loka gluggahurðinni hjerna og hurð- inni milli herbergjanna. Þá getið þjer verið óhræddar um. að enginn ónáðar yður frá minni í búð. — Þaklca yður fyrir, sagði Gwen og ljet sem hún skildi ekki að hann liafði verið að sneiða hana. — Það verður miklu betra. .Teg veit ekki hvað þjer lialdið um mig, en sannleikurinn var sá, að þegar jeg upp- götvaði að jeg var komin inn í mannlaust herhergi, hljóp jeg áfram því að jeg var hrædd um að hann elti mig. Jeg bið yður mikið að afsaka að jeg ónáðaði vður og dömuna yðar. — Það er ekkert að afsaka af minni hálfu, sagði Nora. — Jeg. var einmitt að fara. Þessar dyr eru víst fram í ganginn? Jeg get eins vel farið þessa leiðina. Góða nótt, vðar konunglega tign! XXII. Afleitt! Nora fór niður í anddyrið og þar var alt með kyrrum kjörum. Ýmsir af gestunum sátu þar og voru að spila á spil. Það var auðsjeð að enginn hafði heyrt hljóðin í Gwen. Illjómleikarnir úr matsalnum höfðu yfirgnæft þau. Það var heitt um kvöldið og henni datt í hug að svala sjer dálítið með því að ganga út í garðinn. Tom Martin sat þar úti ásamt móður sinni. Hann kom til hennar og vildi ganga með henni en hún hað sig afsakaða. Hún hefði flókið mál að liugsa um og vildi lielst vera ein. Annai’s var ekki auðvelt að vera einn þarna. Enn voru margir á ferli i garðinum. Hún dró sig því í lilje inn á stjettina sem lá alt i kringum gistihúsið, en framhlið þess lá að götunni en frá þaklilið- inni var úlsýn yfir hafið. Bakhliðarmegin voru flest hestu herbergin og Nora gat bráðlega séð livar í röðinni herbergin voru, sem hún hafði verið í áðan. Það var enn ljós í glugganum hjá Gwen. Hafði maður- inn sem kom henni að óvörum og gerði hana svo hrædda komið inn um dyrnar eða af svölunum? Til þess að komast á svalirnar fyrir utan glugga maharadjains hafði grímumaðurinn orðið að fara framhjá gluggunum á her- bergi Gwen. Það var aðeins einn meter inilli svalanna. En Gwen hafði sagt að mað- urinn sem kom inn til hennar, hefði verið grímulaus. Og ópin í henni höfðu heyrst talsvert mörgum mínútum eftir að hún sá manninn hverfa af svölum maharadjains. Höfðu tveir menn verið þarna eða hafði Gwen sagt ósatt? Kanske ætti hún að aðvara maharadja- inn. Ef hann hefði hagað sjer öðruvísi mundi hún eflaust liafa gert það. Halló! Eruð þjer að ígrunda hvernig þjer eigið að klifra upp húsvegginn? Hún hafði verið svo niðursokkin í lmgs- anir sínar að hún hafði ekki heyrt fótatak Val Dei’rings bak við sig. Og nú stóð hann þarna og hafð'i svo að segja lesið það sem hún var að hugsa um. Ekki beinlinis, svaraði hún. — En jeg var að horfa á þessar svalir og var að brjóta heilann um hvort þær væri ekki of freistandi fyi'ir innbrotsþjófa. — Það getur vel verið. Og sá sem leiðir i freistni er samsekur þeim er freistast. — Það er ekki smáræðis ábyrgð, sem húsa- meistararnir hafa tekið á sig. En. . . . jeg sá ýður ekki við miðdegisverðinn? Jeg var þar en jeg gat ekki sjeð yður. Jeg gerði þessvegna ráð fyrir, að þjer liefð- uð borðað með maharadjainum eftir stór- sigur yðar á honum. — Jeg var með honum um stund, en svo hafði jeg dálítið að gera og kom þessvegna með seinna móti í miðdegisverðinn. Það er einstaklega viðfeldinn maður, þessi mahar- adja — finst yður það ekki? Hann sagði þetta alveg blátt áfram, og hún tók ekki eftir rannsóknaraugnaráðinu sem hann sendi henni um leið. Og henni fanst hún ekki liafa neina ástæðu til að segja honum livaða reynslu hún hefði feng- ið af hinum indverska fursta. Jeg hefi aðeins gert mjer meiningu um Iiann frá blaðamannsins sjónarmiði, sagði hún. Þau gengu stjettina áleiðis að dyrum gistihússins. Alt í einu sneri hann sjer að henni og glotti. — Þjer voruð að tala um innbrot, Nora. Haldið þjer að þjer munduð nokkurntima liafa getað ráðist í slíkt, ef þjer hefðuð ver- ið karlmaður? Það finst mjer alveg óhugsandi. Hversvegna ekki? Af því að yður finst það rangt, eða af hræðslu við afleiðing- arnar? Hún svaraði ekki strax. Hún hafði það á tilfinningunni að mikið væri komið undir )iví hverju hún svaraði. Meðan við erum hörn er okkur kent um greinarmun góðs og ills, og okkur er kent að þegar við gerum það sem rangt er bökum við okkur refsingu, sagði hún uin síðir. . Það er erfitt að rannsaka hvatirnar til þess illa sem við gerum. En það mundi vissulega vera almennara að menn gerðu það sem rangt er, ef þeir þyrftu ekki að óttast afleiðingarnar. — Með öðrum orðum: tilgangur lögmáls- ins um gott og ilt er sá að vernda þá sem eitthvað eiga gegn þeim sem ekkert eiga. Hún hristi höfuðið. — Þjófnaðurinn er ekki illvirki fyrir þá sök eina, að hegnt er fyrir hann. Þjófnaður sem aldrei kemst upp er líka glæpur. En þjer álítið að þeir sem eiga eitl- hvað eigi að fá að halda því sem þeir hafa? Væri það þá glæpur að stela af þjóf? Tvent svart gelur aldrei orðið hvítt. Ef þjer rænduð mig mundi jeg gera mitt ílrasta til þess að fá eign mína aftur. En ef þjer rænduð einhvern annan þá hefði jeg

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.