Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1938, Síða 9

Fálkinn - 28.05.1938, Síða 9
Þessir sveinar hjer á myndinni að ofan eru dags daglega vikadrengir á ýmsum gistihúsum í London, en við hátíðleg tækifæri við hirðina eru þeir fengnir til aðstoðar þar, og þgkir heldur en ekki upphefð í. M. a. aðstoðuðu þeir við krýninguna í fyrra og síðan hafa þeir oft verið kvaddir í konungshöllina til að- stoðar. Það er ekki fátítt, að dansmeyjar sýni iistir sínar, með lifandi nöðru hringaða um háls og herðar og þyk- ir þetta furðulegt. Siður sá að temja nöðrur er kominn frá Indlandi og hvergi hefir fólk komist eins langt í þeirri list og þar. I New York hef- ir sýnt sig i fjölleikahúsi hópur sá. sem sjest hjer á myndinni og vakti hann feikna athygli, því að aldrei hafði sjest þar jafnstór hópur nöðrudansara. Dansararnir eru lnd- íánar en kyrkislöngur nöðrurnar, sem þeir dansa við. Myndin hjer að neðan er af Bilbao, höfuðstaðnum á Norður-Spáni, sem fjell i hendur uppreisnarmanna í haust sem leið. Bilbao er ein mesta verslunarborg Norður-Spánar og hefir haft mikla fiskverslun, meðal annars við ísland. Ukraine er eitt frjósamasta korn- yrkjuland Rússaveldis og þaðan kemur m. a. liið fræga hveiti. Land- búnaðurinn var áður rekinn á ófull- kominn hátt, en nú hafa nýtísku landbúnaðarvjelar rutt sjer tit rúms í Úkraine, eins og sjá má af mynd- inni t. v.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.