Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N GONGUKJOLL. Svona lítur nýtísku göngukjóll úl — me'ð flibba, vösum og belti og til heyrandi litum opnum jakka. UNGFBÚ VOR. Hjer er blómapottahattur með slórri slaufu að framan, saumaður úr stráborða, sem sellófani er ofið inn í. FALLEGUR KJÓLL alveg iaus við ytra skraut, en hins- vegar er efnið i honum svellþykl gárað silki. Mittisbandið og háls- bandið er úr sítrónugulu silkipique. FRUMLEG TASKA, sett saman úr rúskiniii og hjartar- skinni. Töskunni er lokað með stór- um lás, sem er eins og skeifa í laginu. Jim Corbett hnefaleikamaður barð- ist i átján ár en fjekk aldrei glóðar- auga eða blóðnasir. Bruggarinn Otto Nodling í Mainz i Þýskalandi hafði svikið skatt eða afgjald af framleiðslu sinni svo freklega, að hann var dæmdur í 82 miljón marka sekt. Hann gat ekki borgað þessa fúlgu og verður því að sitja sektina af sjer. En með þvi að ekki eru dregin frá sektinni nema 15 mörk fyrir livern innisetudag þá verður liann nokkuð lengi að af- plána alla sektina, nefnilega 14.975 ái', eða nærri því 150 aldir. Nodling byrjaði afplánunina í desember 1927. Menn sem liía, Franz Schubert voru bæði einstök lög og Iieilir lagaflokkar, sem hann sanidi, má af þeim síðarnefndu sjerstaklega nefna „Malarastúlkan fagra“, „Vetr- arferðin", „Stúlkan frá hafinu“ og Al' erlendum tónskáidum mun Schubert vera kunnastur alþýðii- manna bæði hjer á landi og annarsstaðai'. Ber það fyrst og l'remst til, að sönglögin eiga hægari leið að eyra almennings en aðrar tónsmíðar og að söng- lög Schuberts voru svo sjerstak- lega vel fallin lil að festa sig í minni, látlaus og laus við flúr, en svo ljóðræn og þekk, eins og vísa lærist ef maður heyrir hana einu sinni. Og þó bæði ó- perur, kórverk, hljómkviður, sónötur og margt fleira liggi eft- ir Schubert verða það þó söng- lögin hans, sem lengsl liald i minningunni á lofti. Franz Peter Schubert var austurrískur maður og l'æddisi skamt frá AVien 31. janúar 1797 i þorpi sem hjet Lichtenthal. Var faðir hans barnakennari þar í þorpinu og mikill barnakarl, því að þau urðu nítján krakkarnir. Eins og nærri má geta hrukku barnakennaralaunin skamt til þesí að seðja þessa mörgu munna og veita þeirn sæmilegt uppeldi og ólst Schubert því upp við hina mestu fátækt. En hann hafði góða söng- rödd og hafði gaman af söng og bljóðfæraslætti. Ellefu ára fjekk hann að syngja í drengjakór kirkju einnar í Wien og var það fyrsta mentun lians i tónlistinni. En eigi að síður fór hann þegar að fást við tónsmiðar og samdi „fantasi" fyrir píanó þrettán ára gamall. En fyrsta „messan“ sem hann setti saman var sungin opinberleaa þegar hann var seytján ára. Faðir hans hafði véitl honum nokkra tiisögn i að leika á l'íðlu, þvi að það urðu allir skóla- meistarar að kunna i þá daga, og einhvernveginn hafði hann sjeð sjer lært að koma honum til kenslu hjá hljómlistakennaranuni Antonio Sa- lieri, sem þá var i miklum metum i Wien. Ekki gat Schuberl lifað á tón- listinni. Faðir hans kom honum þvi að sem tímakennara við skólann sem hann starfaði í og hjekk hann við það starf i þrjú ár, 1813—lti, við lítinn orðstír. Hann var eng- um kennarahæfileikum búinn og hafði takmarkaða þekkingu á því sem hann átti að kenna og var auk þess mjög viðutan í starfinu og það „Svanasöngur". En auk siinglaganna 600 Ijet hann eftir sig átta hljóm- kviður og yfir 30 önnur orkesturs- verk, sex messur, og 17 óperur auk fjölda margs annars. Hel'ir ekkert tónskáld verið frjósamara en liann á jafn stuttri æfi. Það er blátt áfram undravert hvað eftir hann liggur. En þó var lif hans mesta basl. Hann var enginn ráðdeildarmaður og bar enga áhyggju fyrir morgun- deginum. Hann var að jafnaði aura- laus og i sífeldum vandræðum, cn setti það ekkert fyrir sig. Vini átli liann nokkra sem reyndu að hjálpa honuni, en samt gat hann aldrei lifað áhyggjulausu lífi. Ef sá heim- ur hefði verið til sem ekki þekti peninga, liefði Schuberl átt þar heitna. Honum varð ekkerl úr tón- smiðum sinum og hafði sjálfur ekki hugmynd uni hvers virði ]iær voru. Og honum var allsendis ósýnt um að „koma sjer áfram“ sem kallað er og misli að jafnaði tækifæranna er honum buðust þau. Helstu tekjur hans voru af pianokenslu, sem hann stundaði jafnan nokkuð. Hann dvaldi lengstum í Wien og þar dó hann úr taugaveiki i mestu vesöld árið 1828 aðeins 31 árs að aldri. En eftir þennan unga og misvirla mann hafa allar menningarþjóðir veraldarinnar fengið notadrýgsta tónlistararfinn þá gjöf sem nær lil fjöldans. I kunnu lærisveinar hans að nota sjer. Hugur hans var aliur við tónlistina og þrátf fyrir kenglustarfið sámdi Schubert fjölda tónsmíða á þessum árum. Hann var altaf að semja. Það var eins og lögin væru sungin fyrir eyruni hans og hann þyrfti ekki annað en skrifa niður. Frá þessum árum liggja eftir hann yfir 100 sönglög, sem urðu lil svo að segja í einu vetfangi, og stórar tónsmíð- ar fyrir orkestur og kirkjusöng- llokka, er hann sámdi með undra- verðum hraða. Hann var jafnfljótur að semja og Simon ÍDalaskáld var að yrkja, en gæðamunurinn var all- mikill. Ekkert Ijóð hefir verið kveð- ;ð svo lagurt, að lag eft.ir Schubert sómdi sjer ekki við það og gæfi þvi aukið gildi og voru það þó Ijóð úr- valsskáldanna, sem Sclu.ibert öðru fremur setti lög við. Af rámum 600 sönglögum sem hann saixidi eru 1. <1. yfir 100 við ljóð eftir Goethe, þar á meðal „Álfakonungurinn“, sem var fyrsta lagsmíð hans, „Greta við rokkinn“, „Næturljóð vegfar- andans“ og „Heiðærrósin". Fræga lagboða l'jekk hann <einnig frá Schill- er, Heine, Riickert og fleirum. Það Það er talið að Vilhjálmur Þýska- landskeisari hafi á ný farið þess á leit að fá að lifa síðustu æfiár sín í Þýskalandi og setjast að í höll sem hann á ekki langt frá Hamborg. Þegar Hitler hafði tekið völdin 1933 sendi keisarinn beiðni um að fá að koma heim og þá beiðni endurtók hann 1935, er Scliact ríkisbanka- stjórinn skar svo við nögl sjer gjald- eyrisleyfi liaiida honum. Keisaranum er ekki Ijúft, að láta eignir sinar „frjósa inni“ í Þýskalandi. Ilann er rikasti maður i Evrópu og á nálægt 950 miljón krónur, auk mikilla fast- eigna. En það eru sáralítil líkindi lii, að honum verði veitt leyfi lil að koma heim, sísl nú. er það liefir vitnast að flokkur manna i Þýska- landi hefir beitt sjer fyrir því, að sonarsonur hans yrði gerður að keisara. í Bosáant-ættinni i Gijon á Spáni fæddust engar stúlkur í meira en hundrað ár. •—■—x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.