Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 1

Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 1
Reykjavík, laugardaginn 4. júní 1938. XI. PJAXI VIÐ GULLFOSS Hvítárgljúfrin suður af Gullfossi eru með fallegustu árgljúfrum á landi hjer, bæði vegna þess hve djúp þau eru og vegna þess hve regluleg þau eru. Borgar sig vel að ganga niður með ánni spottakorn til að skoða þau. Verður þá fyrir, eftir tíu minútna gang frá Gullfossi, Pjaxi, sem er hvammur einn djúpur og skógi vaxinn vestan við ána. Má sjá að áin hej'ir breytt um farveg á þessum slóðum og runnið í fossi fram af stalli austan við núverandi farveg, en leitað síðan vestur og fundið þar mýkra berg, er hún gróf undan sjer. Myndin er tekin niðri i hvamminum af Edvard Sigurgeirssyni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.