Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 KONUNGSHJÓNIN EGYPTSKU: KVIKMYNDAPRINSESSA. MYLLA SEM SAFN. RADIUM-FLUTNINGAR. Farouk koiuingur og Faride drotn- ing sjást hjer á ínyndinni, sem tekin er í veislu, sem haldin var í Abdin- höllinni i Kairo til |>ess að minnast 18 ára afmælis konungsins. Þessi unga stúlka, sem er mjög svipuð tiginni Hindúakonu, heitir Marguerite Churchill og leikur að- alhlutverk i niynd, sem verið er að taka i Hollyvvood. I Dúlken i Rínarlöndum er þessi gamla vindmylla, sem nú á að verða safn fyrir ýmislegt, sem að kjöt- kveðjuhátíðum lýtur, með þvi að luin kemur þar mikið við sögu. í London hefir verið gerður sjer- stakur hill til þess að flytja radium milli sjúkrahúsanna. Þetta geislandi efni er geymt í blýhylki aftast í bifreiðinni, svo að bilstjóranum sje (ihætt fyrir útgeisluninni frá því. HEIMSÓKN HITLERS TIL ÍTALÍU. Hitler fór i opinbera heimsókn lii ítaliu í maíinánuði. Meðal ann- ars urðu hermannahljómsveitirnar að læra að spila ýmsa þýska striðs- söngva, Hitler til heiðurs. Hjer sjesl ein æfingin. VETRARÍÞRÓTTIR Á HAVAJI. Um sama leyti sem norðurlanda- búar iðka hjer skíðagöngur og skauta lilaup í tuttugu stiga ' frosti iðkar fóik lennis á Havaji og þarf ekki að vera kappklætt. Hjer sjest kvikmyndadisin Doana Lewis frá Hollywood með tennisspaðann og klædd að Havaji-tisku. 7í> ÁRA SKÍÐAKAPPI. Þessi gamli maður tók nýlega þátt I 23 km. skíðakappgöngu í Noregi. Þegar hann kom að marki sagði hann, að leiðin hefði sín vegna mátt vera einum eða tveim kílómetr- um lengri. Myndin sýnir hann nálg- ast markið. HUNDUR FLYTUR HERGÖGN. Vetrar-heræfingár hafa uýlega far- ið fram í Revardfjöllum í Frakk- landi og voru hunda- notaðir þar við skotfæraflutninga. Myndin sýnir franskan hermann og fylgir honum lumdur með þverbakstösku með skotfærum. MINNING GUTENBERG. í smábænum Eltville við Rín stendur EltviIIe-kastali, en þar lifði Gutenberg höfundur prentlistarinn- ar síðustu ár æfi sinnar. 1 tilefni af því að 470 ár eru liðin frá dauða Gutenbergs verður kastalinn gerður að Gutcnbergs-safni. EDEN FLYTUR BÚFERLUM. í vaxmyndasafni Tussauds i Lon- don hefir Eden utanríkisráðheri m nú verið fluttur úr ráðherrahópnum. Myndin sýnir hvar verið er að bera hann burt, en í baksýn sjást ein- valdsherrarnir Mussolini, Ivemal Ata- tyrk og Hitler.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.