Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N VORIÐ OG GARÐARNIR Um að vökva garða. Loks kom þá nú um helgina hin langþráða rigning hjer í Reykjavík, og bleytti i görðunum, svo að ekki þarf að vökva i bráð. Jörðin var víða orðin svo þur, að til stór- skemda horfði, ef ekki var vökvað, og víða hef jeg sjeð svo þurt í görð- um, að rabarbari og ýmsar marg- ærar skraútjurtir hefðu ekki getað vaxið vegna þurks, þó hiti hefði verið til þess. Það er annars töluverður vand' að vökva garðana rjett. Það er nauð- synlegt að vökva nóg; hinsvegar er til stórrar bölvunar að vökva of oft. Eitt er það, ef um ungar eða smá- vaxnar jurtir er að ræða, að ef oft er vökvað, leita ræturnár ekki nóg niður á við, svo þeim er hættara. þegar þurka-kaflar koma, og þurfa oftar að fá vökvun. Sje aftur vökv- að mikið en sjaldan, leita ræturnar niður á við, og jurtunum er engin hætta búin, þó þær sjeu ekki vökv- aðar og þurkar gangi einhvern tíma, því þarna lengra niðri í mold- inni fá jurtirnar nægan raka, er þær soga til sin gegnum ræturnar. Annað, sem veldur að vökva á mikið í einu, en sjaldnar, er að vökvunin kælir altaf jurtirnar og jarðveginn. Nokkuð bætir úr, ef búið er að láta vatnið standa i íláti nokkurn tíma svo það hlýni, áður en það er notað til að vökva með því. En jafnvel þó jjað sje gert, kælir það garðinn, því hita þarf til þess að það gufi upp af blöðum jurtanna og af yfirborði moldar- innar. Hjer i Reykjavík, og víða í þorpum og kauptúnum, eru garðar vökvaðir með vatni, sem tekið er beint úr vatnsleiðslu, og er æði kalh Þar sem menn vökva garða á þenn- an hátt, ættu menn að gæta þess, að gera það rækilega, þegar þeir gera það, en gera það þess sjaldnar, og helst að kvöldi dags eða snemnu morguns. Hafi menn ekki tíma til þess að vökva allan garðinn ræki- Jega, er betra að skifta honunl, og vökva nokkurn hluta hans vel, en láta hitt bíða næsta dags, heldur en að gusa einhverju á hann allan. Vökvun garðs á miðjum sólskins- degi á helst aldrei að eiga sjer stað, því það minkar hitann og skemmir ef tii vill alveg daginn fyrir jurt- unum í garðinum. En sólskinsdag- arnir í landi voru eru ekki svo inargir, að við höfum ráð á því að taka þá á þennan hátt frá jurtunum. Margir hafa liinar fáránlegustu hugsanir um það, að jurtirnar þoli illa sóiarhita. En það er einmitt á heitustu dögunum, þegar okkur finst óbæriiega heitt, að jurtunum liður best. En þá hafa margir þann Ijóta ósið að þjóta í garðslönguna, og gusa vatni yfir garðinn. Ekki þó svo miklu að það komi að nokkru haldi fyrir rætur jurtanna, en nóg til þess, að kæla garðinn og taka frá jurtunum hálfan, eða ef til vill aiian þennan góða dag. Ég þekki mann, sem altaf vökvaði garðinn sinn um miðjan daginn þegar sól- skin var og hiti. Konan í nágranna- húsinu hafði þá til siðs að koma út fyrir húsið og hlæja, og spurði maðurinn með gusuganginn þá venjulega, að hverju hún væri að hlæja, en hún svaraði jafnan, að hann ætti að geta sjeð það. Þetta gekk í tvö sumur og var bæði sumr- in áberandi betur sprottið hjá kon- unni, en manninum i vatnsbera- nrerkinu, og þóttist hann fullviss um að jarðvegurinn væri mikið betri í hennar garði. En þriðja sum- arið mátti hann aldrei vera að því að vökva um miðjan daginn, og þá brá svo einkennilega við, að það spratt engu síður vel hjá honum en hjá konunni. Það er nokkuð algengt að heyra fólk tala um hvað jurtunum muni vera „eðlilegt", og sjálfsagt er að ganga ekki framhjá þvi. En þess ber þó að gæta, að jurtir vaxa yfirleitt nrikið betur við þau skilyrði, sem mennirnir búa þeim heldur en nátt- úran. Það lifa til dæmis ekki nema örfá trje, sem plantað er, ef grasi er ekki haldið lrá þeim, þar til þau eru orðin nógu stór lil þess, að geta sjálf haldið grasinu frá sjer, með því að drepa það með skugga sínum. Ef rabarbari er látinn ó- hirtur vex gras i kringum hann á nokkrum árum og drepur hann. Það er algengt að heyra þá skoðun, að jurtir og trje þurfi að fá vatn á lauf og stofn, til þess að vaxa, af því að það sje „eðlilegt" fyrir þau að fá vætu á þann hátt með rign- ingunni. En þetta er misskilning- ur. Jurtirnar þurfa ekki vatn á þennan hátt, nema þá til þess að þvo af þeim mold eða sót, sem kann að hafa rokið á þær. Það sýnir sig, að jurtarækt og trjárækt gengur ágætlega í þeim löndum, þar sem aldrei rignir, eða ekki rignir stund- um árum saman, ef með vatnsveit- um er liægt að veita nægu vatni að rótum jurtanna. í þessu sambandi er gaman að veita athygli, að hin geysimiklu áveitufyrirtæki, sem stundum má lesa um að verið er að koma á í ýmsum heitum löndum, eru næstum ált til ræktunar jurtum, sem ekki eru vatnajurtir eða gefn- ar fyrir vætu, og er vatnið þá ekki látið flæða yfir, heldur aðeins látið standa það hátt i jarðveginum, að rætur jurtanna nái til þess. Undan- tekning frá þessu er þó hrísgrjóna- jurtin, sem er ræktuð í vatni, eins og störin á flæðiengjunum hjá okk- ur. — Að lokum má geta þess, að koma vill skorpa ofan á moldina, eftir mikla vökvun, svo að fara þarf með garðhrífu yfir hana, þegar vel er sigið úr henni, (til dæmis daginn eftir að vökvað var). Það er hætl við að sprungur komi í moldina, þegar hún þornar, og þarf þá fyr að vökva aftur en ella, og svo er það líka ljótara. En það eykur ánægjuna við garðræktina að láta beðin að ölln leyti vera sem fegurst á að líta. Um steinreiti. Erlendís líðkast það mjög, , að hafa steinreiti í görðum, sem vana- Iega eru þá eins og lítil hæð, og rækta smávaxin en fögur fjallablóm á milli steinanna. Hjer í Reykjavík hafa margir tek- ið upp þessa ræktun í skrautgörð- um við hús sín, og eru margir þeirra fallegir. Vert er þó að at- huga, að slíkir steinreitir njóta sin ekki i mjög þröngum görðum, og allra síst þar, sem steingirðing er utan um. í slikum görðum verður of mikið grjót, og of lítill gróður, þvi það er fyrst og .fremst gróð- urinn, sem okkur vantar, en grjót- ið ber.fyrir augu okkar alstaðar. Víða má sjá hjer í Reykjavík, að notað er rautt gígagjall, eða ein kennilegt og fallegt hraungrjót, i steinreiti, en grjót þetta er venju- lega altof smátt. í Jjessum gróður- steinreitum eru jurtirnar, (eða eiga að vera það) aðalatriðið, og grjótið á að hafa þannig, að það sje sem eðlilegast, eða líkist minst Jjví að vera mannaverk. En þegar grjótið er smátt, verður að raða steinunum svo vandlega að auðsjeð er að það er verk manna, og ber þá ein- att meira á steinunum en jurtunum. Þegar steinarnir eru svona litlir raskast þeir altaf á vetrin, þegar inoldin frýs og þiðnar á víxl, því þeir verða að hvíla í moldinni. En í rjett tilbúnum steinreit, hvílir steinn á steini, og hólfin milli þeirra, sem jurtirnar vaxa i rask- ast ekki ár frá ári. Steinreitir eiga því að vera gerðir úr stórum stein- ttjn, og er hægt að fá nóg af slíku grjóti. Það mega eðlilega ekki vera klofnir eða höggnir steinar, og ekki heldur fallegt að hafa lábarið grjót, en nóg er alstaðar hjer í ná- grenninu, af veðruðu grjóti, sem engar skarpar brúnir eru á. Englendingar kalla steinreiti þessa „alpine gardens", þ. e. fjalla-garða, af því að i fyrstu voru eingöngu ræktuð í Jjeim fjallablóm. En nú eru ræktuð í þeim öll þau blóm, sem Jjykja fegurri á að líta innan um grjót, en i moldarbeði. í fyrstu var blandað smásteinum í mold- ina, milli stóru steinanna, lil Jjess að jarðvegurinn yrði sem eðlileg- astur fyrir fjallajurtirnar. En reynsl- an hefir sýnt, að Jjað er ójiarfi, og að það er best nð hafa bara góða gróðrarmold (góða garðamold) á milli þeirra. Mesti fjöldi al' íslenskum jurtum er mjög vel hæfur til þess að vera i steinreitum, og margar þeirra verða á slíkum stöðum miklu stærri og fallegri, en maður á að venjast þeim, Jjar sem Jjær vaxa úti á ber- svæði. Meðal Jjeirra islenskra jurta, sem sjá má i svona steinreitum i ná- grannalöndunum má telja vallhumal, lójurt, skriðnablóm, sortulyng, sanda, gullintoppu, bláklukkulyng, blákukku, skollaber, aronsvönd, jakobsfifil, augnfró, maríuvönd, blá- gresi, fjalldalafífil, blálilju, muna- blóm, brönugras, gullmuru, burni- rót, Jjyrnirós, blóðberg, garðabrúðu, týsfjólu, mýrafjólu, fjalladeplu og margt fleira. Um frækaup. Blóma- og matjurtafræ fæst nú á allmörgum stöðum hjer í Reykjavík, og mun flest af Jjví vera frá vönd uðum verslunarhúsum erlendis, og því í sjálfu sjer gott fræ, til þess sem Jjað er ætlað. En af hverri mat ■ jurt éru til mismunandi afbrigði, og Jjó ef til vill muni litlu á þessum tegundum erlendis, Jjá skiftir það miklu hjer hjá okkur, þar sem sumarið er styttra og svalara, hvort ein tegundin getur komist af með svolítið minni hita en önnur, eða hvort hún hefir svolítið styttri vaxtartíma. Allir garðeigendur eiga Jjví að gæta þess vandlega, að á fræi því, er Jjeir kaupa, standi hvað af- brigðið heiti. Það er með öðrum orðum ekki nóg, að það standi á brjefinu gulrófur, grænkál, blóm- kál o. s. frv., heldur verður líka að standa nafnið á liessu sjerslaka afbrigði, þvi afbrigðin eru mörg og mismunandi. Garðeigendur eiga líka að setja vel á sig, hvað hin mismun- andi afbrigði heita, eða rjettara sagt rita Jjað hjá sjer, Jjví Jjar sem hjer er um útlend orð að ræða, vill mað- ur ruglast í þeim, og ekki síst fyrir Jjað, að afbrigði af blómkáli og gul- rótum heita ef til vill sama afbrigð- isnafninu. Sjálfsagt er, að menn reyni meira en eitt afbrigði sömu tegundar, ef menn eiga þess kost, til þess að sjá hvaða afbrigði reynist best, en Jjá er líka nauðsynlegt að skrifa vand- lega hjá sjer, hvar hverju afbrigði er sáð, því reynslan er búin að sýna, að þýðingarlaust er að setja slikt á minnið. Margfaldar tilraunir, sem gerðar hafa verið, sýna, að yfirleitt 'koma stærstu einstaklingarnir úr stærstu fræunum. Þær eru í öndverðu slærstar (það er þegar þær eru ný- komnar upp), og þær halda áfram að vera það allan sinn aldur. Það er því siður erlendis, að sá miklu meira fræi en á að láta lifa. Rófufræi or til dæmis sáð í raðir og svo ljynt út í röðunum, með því að höggva í sundur minstu jurtirnar, og þvi haldið áfram þangað til hæfilegl bil er orðið á milli, eða eins og á að vera liegar rófurnar eru fullvaxnar. Með þessu móti vaxa rófur aðeins upp úr Jjrótlmestu fræunum, og uppskeran verður mun stærri en þegar sáð er gisið og alt er látið lifa. Ftóvent Flóventsson. Frú Irtgveldur Kjcirtansdóttir Ásvallagötu 77, uarfí 75 ára 31. maí. Einar Frifíriksson, ígrverandi bóndi afí Hafranesi í Reyðar- firði, varð 60 ára 31. maí — Hann er nú búsettur hjer í bænum. Þorst. Jónsson Oliver, Brunn- stíg 3 Hafnarfirði verður 70 ára 5. júní.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.