Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1938, Síða 2

Fálkinn - 18.06.1938, Síða 2
2 F Á L K 1 N N MLA BÍÓ ---------------- Framhald „Granna mannsins'*. Afar skemtileg og spenn- andi amerísk leynilög- reglugamanmynd meö WILLIAM POWELL, MYRNA LOY og hundunum ASTA og MRS. ASTA. Sýnd þessa dagana! G A Gamla Bíó sýnir þessa dagana Metro-Goldwyn mjtndina: „Fram- hald granna mannsins.“ Það er spennandi leynilögreglumynd með William Powell og Myrna Loy i aðalhlutverkunum. Efnið er á þessa leið: Nicli og Nora Charles koma til heimilis síns i San-Francisko, eftir að Nich hefir greitt úr leyndarmálinu „Granni maðurinn“. Þau ætla nú að njóta hvíldar um nýjárið, en ])að fer nú út um þúfur. Þeim er boðið í mið- dag hjá föðursystur Noru, Iíathar- ine Forrest. Þau ætla ekki að fara, en fyrir ])rábeiðni Selmu Landis, frænku hennar, sem býr hjá föður- systur sinni, fara þau í miðdegis- verðinn. Þar segir Selma þeim, að Robert, en svo L jet eiginmaðiu- hennar, hafi ekki sjesl í þrjá daga, og fyrir milligöngu Noru tekst Nich á hendur, sem er slingur leýnilög- reglumaður að hafa upp á honum. Nich og Nora halda nú til kín- versks næturklúbbs, þar sem þau finna Robert. Situr hann einn við borð og er í harla bágu ástandi. Hann hefir orðið svo ástfanginn af söngkonunni Polly Byrnes, að hún hefir hann fullkomlega á valdi sinu. Nora biður „dansarann", einn af eigendum klúbbsins, að neyða Ro- bert til þess að fara heim, og hann lofar henni að gera það. Það er vingott milli ,,dansarans“ og Polly og er tilgangur þeirra að hafa fje út úr Robert. Robert ætlar að skilja við konu sina og eiga Polly, en skilyrði frá hennar hálfu er að hann fái henni mikið fje i hendur. Robert símar lil David Graham, sem hafði ávalt verið mjög ástfanginn af Selmu og segir að hann sje fús til að skilja við hana ef David greiði honum 25 þúsund dollara. David gengur inn á þetta. Robert fer nú heim og segir Selmu frá ákvörðun sinni. Hún ætt- ar alveg að sleppa sjer og reynir að snúa honum aftur, en hann hrindir henni frá sjer. ... - Og nú rekur einn atburðurinn annan á hraðri rás. Robert er drepinn, en af hverjum? Leynilögreglumaðurinn Xich Charles sýnir frábæra snilli i því að hafa upp á sökudólgnum. Þegar hann hefir leyst það starf af hendi fær hann fyrst næði til þess að hvíla sig ásamt Noru konu sinni. Hann hafði unnið maklega lil þess. Sýslumannshjónin á Efra-Hvoli. Síðastliðinn miðvikudag áttu Björgvin Vigfússon fyrv. sýslu- maður á Efra-Hvoli og kona hans Ragnheiður Einarsdóttir fjörutíu ára lijúskaparafmæl'. Hafa þau nú á þessu vori dval- ið þrjátíu ár í Rangárþingi. Sýslumaður á ennfremur nú í þessum mánuði fimmtíu ára stúdentsafmæli. Heimili hjónanna á Efra- hvoli er þjóðkunnugt fyrir rausn og myndarbrag. Hefir mörgum þótt þar gott að dvelja. Björgvin sýsiumaður hefir verið mikill framfaramaður um margt, ekki síst um búnað og auknar samgöngur og hefir ver- ið þar forvígismaður. Slcólamál Rangæinga hefir liann mjög horið fyrir hrjósti og mun á- hugi hans fyrir þeim málum jafnan hera honum gott vitni urn Jive þjóðheill maður hann er. Margar hlýjar kveðjur og þakkir berast þeim í tilefni af afmælinu. Rússnesk ðrlðg. Efnisrík, spennandi og áhrifamikil ensk kvik- mynd er gerist i Ifúss- landi fyrir og eftir byltinguna. Aðalhlut- verkin leika af mikilli snild MARLENE DIETRICH og ROBERT DONAT. Bókarfregn. Guð laug li en e ci'i ktsdóttir: „Einstæðingar“. — Cget- andi: ísafoldarprentsmiðjn. Rvík 1938. Þessi bók ber alt annan svip en við eigum að venjast hjá skáldsagna- höfundum okkar. Og á þessum tim- um hinnar róttækustu raunhyggju finst manni það blátt áfram við- burður þegar slík bók berst manni í hendur. Á þessum tímum, þegar jafnvel töluverður hluti bókmenta- manna okkar, bókstaflega gerir þá kröfu til rilhöfundanna, að verk þeirra fjalli nær eingöngu um dæg- urþrasið, —- matarstritið og liina pólitísku togstreytu, ef þau eigi að fá viðurkenningu þeirra sem skáld- rit. — Og það er þó sannarlega ömurlegt umhugsunar, þegar hinar ýmsu pólitísku „linur" eiga að fara að verða eini mælikvarðinn á bók- mentalegt gildi skáldrita. Þetta eru 15 smásögur, sem allar, að einhverju leyti fjalla um það, sem við köllum eilifðarmálin. •— l.íkléga hefir hugsunin um þau mál sjaldan Iegið fjær samtíðinni og því fágætari viðburður verður bók sem þessi. Og hvar sem við erum og hverju sem við trúum getum við þó ekki verið svo blind að við sjáum ekki hve tilgangslaust væri öll okk- ar daglega barátta og áhyggjur, öll þessi skammvinna, skynjanlega tilvera, ef hún væri alfa og ómega alls. Við verðum því að fagna í hvert skifti sem einhver þroskaleitandi sát reynir að skygnast eitthvað út yfir hin rökkvuðu dulardjúp, setn umlykja okkur og hinn sýnilega heim. Og hvað sem allir vantrúaðir Tómasar segja, verður því ekki leng- ur með rökum neitað, að sumurc mönnum er gefið það, sem við oft köllum yfirnáttúrlega hæfileika á þessu sviði. Fólk, sem á einhvern undursamlegan hátt er í andlegum tengslum við einhver dularöfl eða máttarvöld sem öðrum dauðlegum er óskiljanleg. Ein þeirra er Guðlaug Benedikts- dóttir og hefir hún í fyrri bók sinni: „Sjerðu það sem jeg sje“, sem kom út 1936, skýrt nokkuð frá sálrænni reynslu sinni. Þessi s’einni bók henn- ar fjallar aftur á móti ekki um raunveruleg fyrirbrigði i hennar lífi, hetdur setur hún þar fram skoðanir sínar á þessu mikla máli málanna, lífið eftir dauðann, i stuttum smásögum. Smásögum með dulrænum æfintýrablæ og stílhreinu áferðarfallegu formi. En þrátt fyrir það, þó að þessi skáldsagna-búningur sje notaður, grunar tesandann að hjer Jiggi til grundvallar raunveruleg fyrirbrigði. sem höfundurinn hefir þekt, — að minsta kosti í sumum sögunum. Þorbjörn Finnsson fyrv. bóndi í Ártúni, veröur 75 úra 20. þ.m. Svo máttugar og sannfærandi eru þær í öllu sinu látleysi og einfald- leik. Rauði þráðurinn, sem gengur i gegnum flestar þessar sögur er trú höfundarins á það að framliðnir einstaklingar og einstæðingar sjeu, að minsta kosti fyrst eftir dauðann, fjötraðir okkur og því jarðlífi, sem þeir yfirgáfu, fastari böndum en menn hafa viljað gera sjer ljóst. Og með því að ná sambandi við þá getum við á margvíslegan hátt ljett þeim sporin hinumegin. Fyrst og fremst með því að bera ástvinum þeirra boð; en þau bönd telur hún binda þá mest (sbr. sögurnar: „Viltu segja mömmu“ „Við ljósa- staurinn“, „Kenslukonan", „Á Þor- láksmessu" o. fl.) Einnig með hlýj- um hugsunum og fyrirbænum („Kon an með sjalið“ og ,,HalIa“). Trú liöf. á mátt bænarinnar er sýnilega sterk og einlæg, og hvergi kemur hún ef til vill Ijósara fram en i smá- sögunni „Auglitis lil aúglitis", þeg- ar unga hjúkrunarkonan biður al- kraftinn að Ijetta af þjáningum gömlu dauðsjúku konunnar, þó þær yrðu þá á einhvern hátt lagðar á herðar hennar sjálfrar í staðinn. Þetta er svo fögur hugsun að hún má teljast meira en mannlegs eðlis. Jeg ætla annars ekki að skil- greina og meta hjer hverja einstaka sögu eða taka eina fram yfir aðra. En jeg gel þó ekki stilt mig um að benda þeim, sem líta á alt frá viður- teknum listrænum sjónarmiðum á sögurnar „Halla* og „Svipurinn um borð“. Báðar þessar sögur eru fullar af dularfullri og ógnandi stemn- ingu, sem minnir á sumar bestu þjóðsögur okkar. En fyrst og fremst lít jeg svo á, að á þessa bók verði að leggja ann- an mælikvarða en á venjuleg skáld- rit. Hún er skrifuð til að flytja okk- Framhatíl á bis. 15.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.