Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1938, Qupperneq 6

Fálkinn - 18.06.1938, Qupperneq 6
(i F'ÁLKIN N DEZSÖ KOSTTOLÁNÝI: UNDRALÆKNING UMSJÓNARMANNSINS Það bar svo við einu sinni, þegar F. F. yfir-eftirlitsmaður við ríkisstofuun eina var á gangi út á götu, að hann fann alt i einu merkilegan, óþægilegan og sterkan þef. Hann leit ólundar- lega kringum sig og varð aliur á verði, eins og hann væri að gegna embættisstörfum sínum. Hann hleypti brúnum, glenti upp nasirnar og lmusaði í all- ar áttir og daufu útsloknuðu augun leiftruðu alt i einu, eins og þegar of sterkur straumur kemur í rafmagnslampa. En hann gat ekki sjeð neitt grun- samlegt. Þessveg'na hristi liann bara höfuðið og hjelt áfram. Þegar hann liafði gengið nokkra metra fann hann þef- inn aftur og nam staðar á ný. Hann sneri snögglega við á hæl, eins og honum væri veitt eftir- för. Þetta var ósegjanlega ó- geðslegur þefur sætvellu- blandinn og kæfandi eins og nokkurskonar ýldulykt, ósegj- anlega viðbjóðslegur — eins og þefur af fiskúrgangi eða grút, sem balcast í sólinni. Hann bandaði frá sjer eins og hann væri að verja sig. Nú gekk hann enn nokkur skref, svo hljóp hann ofurlítinn spöl og staðnæmdist, sennilega í þeirri von, að nú hefði hann hlaupið þefinn af sjer. Nei, hann var þarna enn alveg jafn sterkur og kæfandi. Hann hnus- aði enn í allar áttir eins og spor- hundur, en hvernig sem hann reyndi, tókst honum ekki að ákveða, úr hvaða ált þefurinn kæmi. Fólk gekk brosandi fram hjá honum með upphneptar kápurnar án þess að taka eftir nokkru. Síðustu geislar sólarinnar lögðust yfir ósandi horgina. Ot úr öllum húsum og portum lagði ýmiskonar tegundir af þefum, sem börðust innbyrðis um yfirráðin, sumir þægilegir en sumir væmnir ■— og blönduðust svo í einn hræri- graut, hið sjerkennilega en ó- ákvarðanlega andrúmsloft höf- uðborgarinnar. Þessa kvöld- stund gekk F. F. yfir-eftirlits- maður heimleiðis, en smám saman er hann fór að gefa þess- ari allslierjar þef-symfóníu borgarinnar gætur, þá kafnaði litla þefljóðið, sem liafði fjdgt honum áður. Að minsta kosti gat hann nú ekki fundið þenn- an leiðinlega ódaun Iengur, er hann gekk inn i borgina hnar- reistur og hvatlegur í spori. Og bráðum gleymdi hann þessu, sem áður hafði verið honum til svo mikils ama. Hann var með skjalatöskuna sína undir handleggnum eins og hann var vanur og í henni var það, sem hann liafði keypt sjer í kvöldmatinn. Því að yfir- eftirlitsmaðurinn var pipar- sveinn og lifði við skrínukost. Og með því að hann var afar skyldurækinn maður líka sett- ist hann eftir kvöldmatinn við skrifborðið sitt við ýmsa vinnu, sem hann hafði heim með sjer af skrifstofunni, og hafði ekki lokið við þar. En þegar hann var á leiðinni að heiman frá sjer á skrifstof- una morguninn eftir, þá rjeðst þessi leiði þefur á hann aftur. Hann síaðnæmdist í öngum sín- um og vissi ekki hvað hann ætti til bragðs að taka. Bærinn var svo að segja nývaknaður, hann sá varla nokkurn rnann, gluggarnir voru alstaðar aftur og loftið var hreint og bjart. Honum var algerlega óskiljan- legt hvaðan þessi bjeaður ó- daunn gat komið. Hann var altaf vanur að fara gangandi á skrifstofuna, en nú fór hann upp i sporvagn. Þegar hann kom upp í vagninn fann hann ekki ólyktina fyrst i stað og honum ljetti við það. En innan skamms var hún komin aftur. Hann varð fokreiður þessum ósýnilega óvini sínum, en var nauðugur einn kostur að sitja rólegur og stilla sig. Síðar meir þegar hann var sestur við borðið sitt á skrifstofunni — var hún horfin, og hann gleymdi henni, að kalla. En það var svo- lítill urgur í honum enn út af fýlunni og bilnaði hann á undir- mönnum hans. Svo kom mið- degisverðarhljeið. Hann fór heim á leið og' nú rjeðst fýlan á hann aftur. Alveg sama fýlan, bara enn sterkari og væmnari. Það lá við að hann hefði ekki neina matarlyst liann sat í alvarlegum hugleiðingum og smánartaði i matinn og dreypti á rauðvíninu. Hann einsetti sjer að hefja nákvæma rannsókn á þessu dularfulla fyrirbrigði. Það var eina úrræðið, sem gat borið nokkurn árangur. Hann fór að þvo sjer um hendurnar oft á dag; sömuleiðis skolaði hann á sjer munninn. Eftir eina vikn hafði hann slegið því föstu, að fýlan var ekki stöðug. Hún var mjög dutlungafull i liáttum sínum, kom fyrirvara- laust og hvarf fyrirvaralaust. Best fann hann liana þegar hann var úti að ganga, en það kom út á eitt hvort þetta var að morgni, kvöldi eða um miðj- an dag. Hann reyndi að hrekja fýluna á burt með því að nota ilmvötn og keypti mikið af þeim um skeið og bar þau á sig, en fýlan ljet ekki slíka búðarlykt reka sig á flótta og áður en lauk fanst honum orðin ólykt af ilmvötnunum líka. Hann varð þunglyndur og skapdulur. hætti alveg að fara í samkvæmi, en sat einn heima tímunum saman og hugleiddi þessi sorg- legu örlög sín: liann mintist þess, að samkvæmt starfstíma- lengd sinni átti hann eiginlega hráðum að verða skrifstofu- stjóri, en nú yrði hann að sleppa því og horfast í augu við sann- leikann. Hann var veikur mað- ur — ef til vill ólæknandi já, dauðveikur var hann. En hann ætlaði þó að minsta kosti að reyna að vitja læknis áður en hann dæi. Læknirinn fyrirskipaði hon- um strangar mataræðisreglur, te, mjólk, egg og liveitibrauð. Og svo bað baða sig úr kaliumpermanganati. Þrisvar á dag baðaði hann sig í þessari fjólubláu laug, en það var árangurslaust. Svo fór liann til ungs prófessors og dr. ined. frægs manns seni tók á móti honuni og hlustaði á rauna- tölur hans með ógnar yfirlætis- svip og brosti. Svo ljet hann hann klæða sig úr hverri spjör, pikkaði með fingrinum á lifr- ina í honuni og millað, og lýsti því yfir að lokum, að jiað gengi alls ekkert að manninum. Þetta væri alt ímyndun, en þetta var sjerstaklega eftirtektarvert til- felli. Hann nefndi nafnið á því á latínu. I ófanverðum nösun- um eru svonefndar þefnámur, það er að segja endarnir á þef- taugunum. Þær verða fyrir á- hrifum frá ýmsum loftkendum efnum, sem eru i andrúmsloft- inu, áhrifin- komast til heilans, sem skrásetur jiau í „þefdeild- inni“. En í afar sjaldgæfum til- fellum verður það, að þessi skrásetning er vitlaus. Það er á sama liátl, eins og jiegar aug- að og eyrað verkar ekki rjett og maður hefir ofsjón eða of- heyrn. Það var þessarar teg- undar viðkvæmni, sem um var að ræða hjá aðal-eftirlitsmann- inum herra F. F. og prófess- orinn lýsti þessu sjaldgæfa til- felli nákvæmiega í læknatíma- riti vísindafjelagsins í Wien, af því að jiað var svo al'ar merki- legt. „Þetta er“, skrifaði pró- fessorinn, sem var mjög and- ríkur maður, „Macbet þefskynj- linarinnar, sem finnur drauga þefríkisins". Yfir-eftirlilsmað- urinn róaðist dálítið við þessa skýringu. En þegar liann fór frá prófessornum fann hann ó- lyktina undir eins og hann kom niður í stigann. Hann fór að hlaupa en i þelta skifti tóksl honum ekki heldur að hlaupa frá lyktinni; hún hljóp eins hratt og hann. Nei, nei, jietta hlaut að vera skynvilía og hon- um var Jiýðingarlaust að reyna að lilaupa frá skynfærum sín- um. Hann tók um nefið á sjer og það skrítna var, að þá livarf ólyktin. Hann slepli fingrinum af nefinu — og þá kom lyktin áftur. Þetta virtist nú henda á, að ólyktin væri raunveruleg, en prófessorinn hlaut að vila betur. Kanske var jiað ímyndun líka, að hann fyndi enga lykt þegar hann hjelt um nefið á sjer. Hann reyndi aftur - jú, það var ekki um að villast að ólyktin hvarf! Nú-jæja, — ekki g'at hann gengið heim með fing- urna um nefið. hann slepti þeim aftur — undir eins megnasta fýla! Hann óskaði jiess að alt

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.