Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1938, Síða 2

Fálkinn - 25.06.1938, Síða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA RlO ---------- Fyrirmyndar stúlka. Skemtileg og viðburðarík Metro- Goldwyn-Mayer kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: JOAN CRAWFORD, RQBERT TAYLOR, MELVYN DOUGLAS, FRANCHOT TONE, LIONEL BARRYMORE. Sýnd bráðlega. Gamla Bíó sýnir á næstunni Metro- Goldwyn myndina: „Fyrirmyndar- stúlka“. Þrjú höfuðhlutverkin eru leikin af heimsfrægum leikurum: Joan Crawford, Robert Taylor og Melwyn Douglas. — Aðalpersóna myndarinnar er ung stúlka Peggy O’Neal, dóttir eig- anda Franklínkrárinnar í Washing- ton. En á þá krá tíðkuðu stjórnmála- menn Bandaríkjanna mjög komur sínar um það' leyti sem myndin ger- ist, fyrir og eftir 1830. — Peggy kynnist þar mörgum stjórnmála- mönnum, m. a. J. Randolph, sem hún er mjög ástfanginn af og játar ást sína, en í augum hans er hún aðeins óþroskað barn. Vonsvikin af þessu giftist hún ungum sjóliðsforingja, sem er drepinn skömmu síðar. Hún kynnist ágælum hjónum þing- manninum Jackson og konu hans og hefst ágætur vinskapur milli þeirra. Forsetakosningar fara fram. Og verða þeir Jackson og Randolph i kjöri. Kosningin er afarhörð og slúðrið í algleymingi, og beinist það einkum að konu Jacksons, sem kikn- ar undir því og deyr. Jackson nær kosningu og Peggy verður hans önn- ur hönd í þeim örðugleikum, er mæta honum, en fyrir vinfengi liennar og hjálpsemi við Jackson, byrja illmálg- ar tungur herferð gegn henni. — Randolph biður hennar, en hún hafnar honum vegna Jacksons. Vin- átta hennar við hann sigrar yfir ást hennar til Randolph. Skömmu síðar er Randolph drep- inn af pólitisku varmenni, en hún giftisl ungura hermálaráðherra, John Eaton að nafni, og er hann er gerður að sendiherra á Spáni fylgir hún honum þangað. — Fyrirmyndarstúlk- an er leikin af Joan CrawTord. Þorleifur Teitsson, Kirkjuv. ilb, Hafnarf., verður 60 ára 27. þ. m. Suiidkonungur tslands Jónas Halldórsson. Snndmeist- aramót tslands hefur staðið yfir undanfarna daga með góðri þátttöku og fjölda áhorf- enda. Varð árangur mótsins mjóg góður og átta ný met sett. Fimm af þeim setti Sundkonungur íslands Jón- as Halldórsson úr „Ægir“. Tvö voru sett af Inga Sveinssyni (,,Ægir“) og eitt af A-liði „Ægis“ í 4 x 50 metra boðsundi. Sundíþróttinni hefur fleygt hjer fram á siðustu árum meðan margar aðrar iþróttir hafa verið í ^kyrstöðu eða jafnvel hnignun. Að svo er, stendur í sambandi við bætt skilyrði til þess að iðka sund. Hefur Sund- höllin haft hjer mesta þýðingu, en auk hennar sundlaugar þær, er risið hafa upp við hjeraðsskólana og ann- arsstaðar út um land. — Innan skamms verður haldið sundmót fyrir Evrópu i London og er ákveðið að senda þangað fjóra sundkappa, þar á meðal þá Jónas og Inga, er „Fálk- inn„ birtir hjer myndir af. — Ingi Sveinsson. Bjarni Guðnason byggingameistari að Hallveigarstíg nr. 9 og Sigurður Guðnason Hringbraut 188 áttu fimtugsafmæli 21. þ. m. Eru þeir tvíburar og hafa báðir dvalið hjer í bænum um langt skeið. Það stendur til að konungshjónin í Englandi fari í heimsókn til Par- ísar í sumar. Meðan þau dvelja þar á Elísabet drotning að sofa í rúmi Maríu Antoinette, hinnar óhamingju- sömu drotningar, er var tekin af lífi í stjórnarbyltingunni miklu. — En Georg konungi er ætlað að sofa í rúmi sem Napóleon mikli notaði oft. ----- NÝJA BlÓ. ---------- Hneyksli í f jðlskyldunni Bráðfyndin og skemlileg sænsk kvikmynd frá Svensk Filmin- dustri, gerð undir stjórn kvik- myndasnillingsins Gustaf Mol- ander. — Aðalhlutverkin leika vinsælustu leikarar Svía: OLOF WINNERSTRAND, KARIN SWANSTRÖM, BIRGIT TENGROTH, KOTTI CHAVE og litli drengurinn GÖRAN BERNHARD. Sænskar kvikmyndir hafa löngum vakið ánægju, er þær hafa verið sýndar hjer. Bæði þær og aðrar Norðurlandakvikmyndir standa oss íslendingum nær en kvikmyndir stórþjóðanna. Væri æskilegt að sænskar myndir væru sýndar hjer oftar en nú á sjer stað. — Nýja Bió sýnir nú alveg innan skamms bráð- skemtilega sænska gamanmynd: „Hneyksli í fjölskyldunni" og er hún tekin undir stjórn Gustaf Molander, sem nýtur nú mikils álits fyrir kvik- myndasnilli sína. Eins og sjá má á auglýsingu lijer að ofan fara margir góðir leikendur með hlutverk i mynd- inni. Þar á meðal mjög kunnar leik- lconur eins og Karin Swanström og Birgit Tengroth. — „Kommandör" Ekman og Lili kona hans eiga son einn er Árni lieitir. Hann leggur stund á flug- tækni. Þau eru í vinfengi við vell- auðuga frú (Winkler), og á hún fallega dóttur, Marianne að nafni. Ekmanshjónin leggja mikið kapp á að koma þeim Árna og Marianne saman. Og þegar „kommandörinn“ talar um ráðahaginn við son sinn segir hann honum, að hann ætli sjer ekki að giftast Marianne, því að hann sje trúlofaðúr annari Stúlku og liafi átt barn með henni. Nú ætlar alt af göflunum að ganga i fjölskyldúnni. Hvílíkt hneyksli! Öskilgetið barn! — Eftir langa íhugun sigrar skyn- semin hroka og æltarstolt Ek- manshjónanna. Þau verða að beygja sig. En tengdadóttir þeirra verður ekki Marianne, eins og þau höfðu vænst, heldur fátæka stúlkan, sem Árni hafði átt barnið með. „Hneykslið í fjölskyldunni“ er leik- andi ljett mynd, sem án efa mun koma áhorfendunum i gott skap. Gísli Kristjánsson, trjesmiður, Vesturg. 57, verður 70 ára 25. þ. m.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.