Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1938, Page 12

Fálkinn - 25.06.1938, Page 12
12 F Á L K 1 N N CARL ZUCKMAYER: LIÐSFORINGINN „Hefurðu á þjer nóga peninga?“ sagði hann við Jost. „Það er dýrt megið þjer vita“. Jost gekk eitt spor í áttina til hans, nam því næst staðar, svipur lians var fullur fyrirlitningar, svo opnaði hann dyrnar fvr- ir Lili og fór sjálfur á eftir henni. Það var bjart vetrarkvöld, glaða tungl- skin og stjörnubjart. Snjónum liafði verið sópað að mestu af götunum. Ennþá Ioguðu ljós i mörgum gluggum. En nú voru fyrstu stundir nýja ársins liðnar hjá, og þögnin liafði aftur farið um borgina. Öðru hvoru mættu þau þó fólki, sem var að liverfa heim til sín frá veislufögnuði og stundum lieyrðu þau óljóst fótatak varðmanna í nokkrum fjarska. Hvar Lili Schallweis ætti lieima var auð- vitað hreinn leyndardómur fyrir Freders- dorff. Þau leiddust, en hún rjeði ferðinni. Þó að hvorugt þeirra hefði lianska, fundu þau ekkert til kulda. Eftir iitla stund þrýsti hún hönd hans, lófar þeirra fjellu þjett saman, svo að þau fundu hinn öra blóðslátt livors annars. Með liönd í hönd, þögul, hjeldu þau á- fram eftir götunni og vissu ekkerl hvað tímanum leið. Þau voru komin í útjaðar borgarinnar, þar sem garðar gengu inn á milli liúsanna. Þar laulc sjálfri götunni, en þröngur stígur tók við. Þau voru komin út úr borginni. Snjórinn marraði undir fæti og í fjarska heyrðu þau kirkjuklukkuna slá. Lili nam alt í einu staðar og hlustaði. „Er langt heim til yðar?“ spurði Jost alt i einu. „Nei“, svaraði liún hlæjandi. „Jeg bý ekki hjer nálægt heldur erum við komin langt fram hjá þar sem jeg bý“. „Mig var farið að gruna þetta“, sagði hann. „En það er yndislegt hjer, já, það er vndislegt. Eruð þjör ekki þreytt?" „Eigum við ekki að ganga út að skóg- inum“, sagði hún. „Þáð er nú ekki svo langt“. Þau reikuðu áfram og lijeldust i hendur. Smátt og smátt nálguðust þau hann. Him- ininn minkaði, þvi að hin risávöxnu trje skygðu á liluta lians. Til hægri handar við þau reis upp merki, sem leit út eins og kross. Þau hjeldu þang- að. „Jeg hjelt það væri kross“, sagði Lili. Jost, sem var þaulkunnugur á þessum slóðum brosti og hristi liöfuðið. „Það eru engir krossar hjer“, sagði hann. „í mínum átthögum eru þeir um alt“, sagði Lili. „Jæja, það eru nú samt engir hjerna“, sagði hann og horfði fast á hana. Enn- þá horfði hún á merkið. Hann tók utan um hana og dró hana að sjer. Hún leit framan í hann og hallaði höfðinu aftur á bak. Hann kysti liana. And- lit hennar var kalt og varir hennar voru kaldar. Hann þrýsti varir hennar uns þær fóru að þiðna. Þau horfðust síðan lengi í augu. Þau fundu hitann strevma frá likama hvors annars og hjartaslögin ljetu til sín heyra. „Komdu“, sagði hún loksins. „Við skulum fara heim“. Hann tók arm hennar og þau hjeldu heim en Orion hlikaði yfir húsum borgarinnar. Þegar þau konm inn í borgina gengu þau hljóðlega framhjá liúsi greifans þar logaði ennþá Ijós. Þau hjeldu lengra uns Lili nam staðar við húsdyr og leitaði að lyklinum. „Hjerna er það“, sagði hún. Jost hjálpaði henni til að opna dyrnar og fylgdi henni upp stigann. Á neðstu hæð hússins var nýlenduvöru- liúð og þægilega lykt lagði frá henni. Lili Ieigði tvö herbergi á annari hæð. Að öðru leyti var húsið notað til vörugeymslu. STIGARNIR voru dimmir. Lili varð að leiða hann. Þegar þau voru komin upp opnaði hún aðrar dyr og þau gengu inn. Hún kveikti á litlum olíulampa. Jost skim- aði í kring um sig, og sá inn í eldhús gegn um opnar dyr til vinstri. Þetta var íbúðin hennar. Hún bað liann að ganga inn þó hann væri í káp- unni og með húfuna á höfðinu. Það var hálfrokkið í herberginu. Hann greindi þó ofn i einu horninu og fann leggja nokkurn yl frá honum. Hún tók við húfunni hans og færði hann úr kápunni. Hún gekk i burtu og hann heyrði að hún hengdi upp lcápur þeirra beggja. "LJANN liugsaði með sjer að herbergið -*■ hlyti að vera svona dimt vegna glugga- tjaldanna, því að liann gat ekki sjeð neitt. Lili gekk út, en kom að vörmu spori með kerti. Hún setti það á lítið borð fram- an við rúmið, því næst gekk hún til Jost og fór að láta vel að lionum. Hann reyndi að kyssa hana, en hún varnaði honum þess, og gekk brátt aftur út úr herberginu. Hann leit í kringum sig. Undir veggn- um á móti honum var rúm og á gólfinu þykk, rauð ábreiða. Ofninn var eiginlega settur milli tveggja herbergja og þó að íhúðarherbergið fengi mest af hitanum frá honum lagði þó dálítinn yl inn i svefnher- bergið. Hluti af svefnherberginu var hólfaður út úr af þungum tjöldum, sem voru milli rúmsins og gluggans. Væru þau dregin vel fyrir gat engin glæta utanfrá náð þangað inn. t einu horninu var spilaborð. JOST dró andann djúpt, og varð var við þægilegan ilm, sem liann teigaði að sjer. Hann virtist bæði koma frá rúminu og opnum klæðaskápnum. Hann varð þess var að Lili var í eldliús- inu. Hann heyrði að hún hafðist þar eitt- hvað að. Hann spenti af sjer sverðið og setti það út í horn. Því næst settist hann á stól og beið. Nokkrum mínútum síðar kom hún inn með flösku af Tokayvíni og tvö glös. Hún setti þau á litla borðið fyrir framan hann, helti í þau víninu, og settist beint á móti lionum. Hvorugt hafði sagt svo mikið sem eitt orð síðan þau komu inn. Jost lyfti glasinu og var í þann veginn að skála við hana. Hún hrosti, en setti fingur á vör sjer eins og til merkis um að þau skyldu ekki hafa hátt. Glös þeirra sneriust, þau dreyptu á víninu og horfðu því næst lengi livort á annað. Það var svo kvrt í herberginu að þau heyrðu sinn eigin andardrátt .... EGAR Jost opnaði augun byrjaði klukk- an í herberginu við hliðina á þeim að slá og klukkur setuliðskirkjunnar að liringja. Aldrei hafði honum fundist hann svo hress og lifsglaður sem á þessu augnabliki. Það var ennþá dimt í herberginu. Kertið var brunnið út fyrir löngu og aðeins örlítil glæta síaðist inn um raufirnar á glugga- tjöldunum. Alt í einu reis Lili upp á oln- hogann „Ertu vakandi?“ sagði liún, og hann fann að hún starði á hann gegn um rökkrið. „Hvað er að?“ hvíslaði hún. Hann sagði að liann yrði að fara til lier- mannaskálanna og ganga fyrir herdeild sinni til nýjárs guðsþjónustunnar. „Og livað svo?“ spurði hún. „Jeg verð að fara í nýjársheimsókn til yfirhershpfðingjans og síðan í veislu ásamt starfsbræðrum mínum“. „Og svo?“ hjelt hún áfram. „Kemurðu þá ekki aftur til mín?“ spurði hún. Hann kysti hana, og þaut fram úr rúm- inu. Meðan hann var að klæða sig í skyndi, stóð hún upp og kveikti á kerti. Ilún fekk honum kertið og lvklana að íhúð sinni og götudyrunum. Því næst lagði hún höndurnar hhðiega á axlirnar á honum. „Þú kemur aftur?“ „Auðvitað“, sagði hann. „Hvenær ?“ „Jafnskjótt og við erum leystir frá slörf- um. Klukkan fjögur“. „Æ, hvað það er langt“, sagði hún, „en mjer líður vel“. Meðan hann spenti á sig sverðið, sótti hún yfirhöfnina hans og lagði yfir axlir lians. Þvínæst hnepti hún henni að framan. Hún h.allaði liöfðinu aftur á bak og hann kysti varir hennar. Um leið og hann gekk út úr dyrunum heyrði hann að hún lagðist aftur í rúmið. Prittwitz greifi mætti ekki í liðsforingja- veislunni og afsakaði sig með því að hann væ,ri lasinn. Og þar eð hann var nú ekki sá eini sem vantaði, tóku liðsforingjarnir þetta ekki alvarlega. Jost tólc naumast eftir nokkru sem fram fór i kringum hann, hann át að vísu, drakk, talaði, lítið þó, og svar- aði spurningum þeim, er til hans var beint. Hann rækti nauðsynlegustu skyldur sínar, án þess hugur hans dveldi hjá þeim. Hann var annarsstaðar, lijá Lili Schallweis. Að komast til hennar svo fljótt sem unt var skifti nú öllu fyrir hann. Þegar hann kom heim til sín, datt hon- um í hug að liann yrði að færa henni ein- hverja nýjársgjöf. Og hann fór að skima um í lierberginu hvað hann gæti tekið með handa lienni. Hann fann vínflösku og dá- litið af ávöxtum, annað ekki. Þegar liann gekk upp stigann til hennar mundi liann eftir því að hann átti einn mjög dýrmætan hlut, sem hann bar um hálsinn, það var gullkross og gullfesli með

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.