Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 1

Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 1
26. XI. r Reykjavík, laugardaginn 2. júlí 1938. Fyrir nokkrum árum sá pólsk hefðarkona, er var á ferð í Danmörku myndir af listaverkum Einars frá Galtafelli. Hún var kona mjög listhneigð, hafði ferðast víða og sjeð verk margra frægra listamanna. Myndir Einars vöklu svo mikla hrifningu hjá henni, að hún þóttist aldrei hafa sjeð neinar slíkar. Þegar hún kom heim til Póllands talaði hún um myndirnar við mann sinn og taldi það hafa vprið merkilegan viðburð fyrir sig að sjá þær. Skömmu síðar dó konan. En eiginmaður hennar Eiserl konsúll í borginni Lodz i Póllandi skrifaði þá til Einars myndhöggvara og bað hann að gera minnismerki yfir gröf konu sinnar, samlwæmt ósk hennar. Minnismerki þetta, sem er frá árinu 1935, er gert úr bronsi og stendur nú i gömlum ættar- grafreit austur í Lodz — Myndin til hægri sýnir listaverkið eiit út af fyrir sig, en hin myndin sýnir það, þar sem það stendur í grafreitnum með svartan granitstöpul að baki sjer. — Þaö er ekki í fyrsta sinn með þessu tistaverki, að Einar eykur hróð- ur fslands út á við. — MINNISMERKI

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.