Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Fjarlægðir himingeimsins. Flugvjel sem fer 250 km. á klukku- tíma, væri 70 ár til sólarinnar. -- Jörðin fer 70 sinnum hraðar en hraðlest. — Lítil hætta á árekstrum. OTJÖRNUFRÆÐIN er elst ^ allra vísinda. En eftir alda- mótin síðustu kemst þessi vis- indagrein inn á nýja braut. Það er að þakka litrófsfræðinni, ljósmyndavjelinni og hinum und ursamlega fullkomnu stjörnu- kíkirum nútímans, að stjörnu- fræðin hefir á síðustu áralug- um lagt undir sig ný fiæmi í himingeimnum og sannað inönn um, að hann er miklu stærri en menn lnigsuðu sjer hann áð- ur þ. e. a. s. það af honum, sem maður sjer. Nú á síðustu áratugum hefir fyrst að marki hafist rannsókn á fastastjörn- unum og stjörnuþokunum og menn hafa getað horið fram rökstuddar kenningar um eðli þeirra, þróun og fjarlægð. Þegar sólin skín á strent gler hrotna geislarnir í alla regn- bogans liti. Ljósið greinist sund- ur i frumgeisla sína og hið mis- lita ljóshand er kallað litróf. Ef geislinn er hrotinn sundur með hinu fullkomnasta tæki til þessara hluta, lilrófssjánni eða „spektroskopinu“, sjest að um þvert litabandið gengur fjöldi af smáum svörtum lín- um. Og fyrir 75 árum tókst að þýða rún þessa litrófs og sýna af hverju svörlu línurnaf væru og hvað hver litur láknaði. Lit- irnir sýndu sem sje hvaða efni væru í sólinni. Hvert frumefni hefir sitt „vörumerki“, venjulega fleiri línur en eina, sem liggja hjer og hvar i litrófinu. Ein af þess- um línum í hinum gula hluta litrófsins sýnir, að natrium er í sólinni. Yfir 2000 línur í lit- rófinu sýna, að járn er þar lika. Lofttegund eina, frum- efni, sem mjög lítið er til af á jörðinni, fundu menn í sólinni áður en hún fanst á jörðinni. Hún fjekk þessvegna nafnið helium, en gríska orðið helios þýðir sól. Með litrófsrannsóknum hafa menn fundið að kalla má öll þau efni, sem menn þekkja á jörðinni, í sólinni, en með því að hilastig sólarinnar, jafnvel á j’firhorðinu, þar sem það er kaldast, er um 6000 stig, eru öll efni þar í loftkendu ástandi. Litrófsfræðin liefir einnig kent oss þá merkilegu staðreynd, að jafnvel í fjarlægustu stjörnum, sem tekist hefir að rannsaka, eru ekki önnur efni, en þau sem við þekkjum hjeðan af jörðinni. þ AÐ SEM fólki þykir furðu- legast i sambandi við stjörnufræðina, er hvernig vís- indamönnunum hefir tekist að mæla hinar óendanlegu fjar- lægðir í himingeimnum. Þegar landmælingamaður á að finna fjarlægð einhvers depils sem hann sjer, P skulum við kalla hann, notar hann til þess a grunnlínu, AR, sem liann þekk- ir lengdina á, og með því að mæla hornin, sem línurnar AP og' RP mynda við grunnlínuna, er honum auðvelt að finna fjar- lægðina til P. Sömu aðferð hafa menn notað, er þeir mældu t. d. fjarlægðina til tunglsins. Við þekkjum fjarlægðina frá Reykja- vík til Góðrarvonarhöfða. Með þvi að miða á tunglið úr háðum þeim stöðum samtímis er hægt að finna fjarlægðina með sömu aðferð og mælingamaðurinn nptar. En þegar mæla skal fjar- lægðina til stjarnanna er ekki hægt að nota þessa aðferð. Fjar- lægðirnar eru svo geysimiklar, að það mundi enginn sjáanleg- ur munur verða á miðunarlín- unum frá Góðrarvonarliöfða og Reykjavík - Þær mundu sýnast jafnhliða. En náttúran sjálf lileypur hjer undir hagga. A ársferð sinni kringum sólina er jörðin tvisvar sinnum — með liálfsárs millihili í deplum Þessi mynd af Andromedaþokunni er af Ijósi, sem fór þaðan fyrir miljón árum, og sem hefir verið á leiðinni til okkar síðan. Enyinn veit hverniy þokan lítur út i dag — og enginn fœr að vita það fyr en eftir miljón ár. sem liggja andspænis hvor öðr- um, sitt hvoru megin sólarinn- ar og fjarlægðin milli þessara depla er um 300 miljón kíló- metrar. Með því að nota þessa fjarlægð sem grunnlínu og taka mið á stjörnuna með hálfs árs millibili finnur maður hve stórt hornið milli þessara tveggja miðunarlina verður. — Þó að grunnlínan sje löng verður að nota hárnákvæm miðunartæki, því að stefnumunurinn til fjar- lægra stjarna er svo lítill. Hugsum okkur að við fær- um í ferðalag út i himingeim- inn, ríðandi á Ijósgeisla. Við förum þá um 300.000 kílómetra á sekúndunni. Á einni sekúndu gætum við farið 7yo sinnum kringum jörðina. En við tökum j heina stefnu á sólina, og kom- um þangað eftir átta mínútur. Flugvjel með 250 km. hraða á klukkustund mundi vera 70 ár á leiðinni, þvi að vegalengdin er 150 miljón kílómetrar. Við höldum áfram frá sólinni. Eftir aðrar átta mínútur förum við yfir jarðhrautina, en fjórum límum seinna förurn við yfir hraut plánetunnar Neptunus og eftir klukkutíma í viðbót kom- um við á braut Pluto. Þá erum við komin á útjaðar sólkerfis okkar. Og nú stýrum við út úr „jarðhverfinu“ áleiðis til næsta sólkerfis, daufrar stjörnu, sem sjest af suðurhveli jarðar. Ferð- in tekur okkur þrjú ár. Ein fallegasta stjarnan sem við sjá- um á vetrarhimninum er liin bláleita tindrandi Sirins. Hún er níu Ijósár frá jörðinni. Frá Altair i Arnarmerkinu er 1 jós- ið 15 ár á leiðinni og frá Vega i Hörpumerkinu 40 ár. En þó eru þetta nágrannar í saman- burði við Vetrarbrautina og Andromedaþokuna. Á SÍÐUSTU tíu árum hafa verið fundnar nýjar aðferð- ir til þess að mæla fjarlægðir sljarna og byggast þær á litról'i stjarnanna. Ennfremur liafa menn komist að nýjum eigin- leikum hjá þeim „blossavitum“ í liópi stjarnanna, sein kallaðir eru „cepheidar“ og þessir eigin- leikar hafa gert fært að mæla fjarlægð þeirra. Stjörnuliverfi vort er hara eitt af óteljandi. 1 Andrpmeda-stjörnumerkinu * getum við greint ofurlítinn daufan blett. Þessi hlettnr er liin svonefnda Amdromeda- , þoka. Hún telst til þess flokks, sem kallaður er spíralþokur, eftir löguninni. Við nánari at- hugun kemur það í ljós, að Andromedaþokan er heil ver- öld af stjörnum, svo mörgum og svo fjarlægum innbvrðis, að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.