Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. . Sigurjón Guðjónsson. b'ramkv.stjóri: Svavar Hjaltestcd. Affalskrifstofa: Bankastr. 3, Beykjavik. Simi 2210 Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kenmr út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 ltr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverff: ‘20 aurd millim. Herbertsprent. Skraddaratiankar. Það hefir tiðkast alimikið hjá stjórnum ýmsra ríkja á síðari árum, að gera áætlanir til nokkurra ára um frantkvæmdir, sem lokið skuli á tilteknu tímabili. Hússar riðu þar á vaðið og þegar Hitler hafði náð völduni í Þýskalandi, var það fyrsta verk hans að biðja um fjögra ára frest, sem hann þyrfti til þess að koma ákveðnum verkum i fram- kvæmd. Það er eftirtektarvert, að það er hjá einræðisþjóðunum, sem þessi venja hefst. Mun það stafa af því, að þingbundnar stjórnir telji sig ekki hafa leyfi til að gera áætlanir l'ram í tímann, vegna þess að þær geti mist völdin þá og þegar, og sje eigi hægt að gera ráðstafanir öllu iengra fram en völd þeirra ná. Það er vafalaust, að gagn er að því, að gera áætlanir fram i tímann og halda þær. Með lögum eru að vísu oft gerðar áætlanir, t. d. með vegalögunum, en þar er Játið ó- bundið hvenær áætlunin sje fram- kvæmd. Um allar framkvæmdir er það sameiginlegt, að ef samræmi á að vera í þeim og þær eiga að geta leitt að rjettu marki, verður að vinna að þeim eftir áætlun, því að í upphafi skyldi endirinn skoða. Á- ætlunin skapar festu í öllum fram- kvæmdum og hún skapar kapp til þess að framkvæma. Því að orðin liggja til alls fyrst. Margt af því, sein hafist er handa um hjer á landi, er með því mark- inu brent, að það er eigi hugsað til enda, áður en það er byrjað. Þessvegna er það svo altítt hjer á landi, að byrjuð eru fyrirtæki, sem aldrei eru fullgerð. Það er meira að segja byrjað að byggja hús, án þess að trygt sje fyrirfram að þau verði fullgerð innan liæfilegs tíma. Og löggjafarvaldið gerir sjer leik að því, að brjóta gerðar áætlanir, kippa undirstöðunni undan þeim áform- um, sem gerð hafa verið og byrjað var að framkvæma. Slíkt atferli tal- ar skýru máli um ábyrgðarleysi og skammsýni. Áætlanirnar eru nauðsynlegar, því að þær halda mönnum við efn- ið. Og það er bábilja ein, að ekki sje hægt að gera áform langt fram i timann í þingræðislöndunum. Það eru altaf einhver inái, sem allir fJokkar eru svo sammála um að framkvæma, að áætlun um þau staf- ar engin liætta af stjórnarskiftum eða flokkaveldi — svo framarlega, sem ekki fara með völd níðingar eða lítilmenni, sem eru allsendis óhæfir til þess að fást við opinber mál. BÆNDAFÖRIN TIL NORÐURLANDS Á þessu ári eru liðin 30 ár siðan að Búnaðarsamband Suðurtands var stofnað, og í tilefni af því, var sam- þykt á aðalfundi Jiess í fyrra, að efna til hópferðar bænda á sam- bandssvæðinu, til Norðurlands. Var þessi samþykt fundarins framkvæmd frá 15. -24. júní og var Steingrímur Steinþórsson, fararstjóri. þálttaka svo mikil, að slík för sem þessi mun eklvi hafa verið farin áður af íslenskum bændum. En hin ágætu, stóru og fljótu samgöngutæki nútímans, bilarnir, gera slíka för mögulega. Þátttakendur voru 140 og voru um 100 þeirra úr Árnessyslu, en hinir úr Rangárvallasýslu, Skafta- fellssýslu og Vestmannaeyjum, en yfir þetta svæði nær Búnaðarsam- bandið. Þarna mátti í förinni sjá 3 kynslóðir manna, nokkrir voru þar, sem komnir voru á áttræðisaldur og hafa afkastað miklu æfistarfi, og voru nú að fara i sitt fyrsta sum- arfrí. Þarna voru bændur, sem búa búum sínum enn — og þeir voru auðvitað flestir — og sumir þeirra höfðu tekið konur sínar með, og enn voru þar ungir menn og stúlkur, sem siðar eiga að taka við og mynda ný heimili i sveitinni sinni. Það var nýlunda að taka kvenfólk með i slíka för, og góð nýlunda, því hver á betur skilið að fá nokkurra daga fróðlega ferð og skemtun en sveita- konan íslenska? Á Búnaðarsamband- ið þökk skilið fyrir að það hugsaði ekki eingöngu um bændurna og vissulega verður þessi tilhögun framvegis að sjálfsagðri venju i bændaförum framtíðarinnar. Ferðin gekk að öllu leyti að ósk- um og samkvæmt áætlun þeirri, sem gerð hafði verið, að öðru leyti en því, að ekki var farið Jengra en að Ásbyrgi, en Dettifossi slept, vegna ófærðar á veginum þangað. En að svo vel tókst með þessa miklu hóp- ferð má þakka ýmsu, fyrst og fremst þvi, að veður reyndist yfirleitt hag- stætt, fárárstjórinn var ágætur og að allir ferðamennirnir „ljetu vel við stjórn“, ef svo má segja. Hvar sem þessi fjölmenni hópur koin fjekk hann hinar höfðingleg- ustu og alúðlegustu viðtökur, hjá bæði fjelögum og einstaklingum og hvar sem Jeið lá um voru kunnugir menn látnir leiðbeina komumönn- um, svo að ferðamennirnir urðu stórum fróðari en áður, um land og sögustaði, fólk og búskaparhætti. Eins og áður er um getið tók ferðin 10 daga, frá því er farið var frá Ölfusá og þar til komið var til Suðurlands aftur. Fyrsta daginn var haldið að bændaskólanum á Hvanneyri, og þann dag var staldrað við í Mos- fellssveitinni og komið við á Korp- úlfsstöðum, og á Reykjum og skoðuð þar hin miklu gróðurhús. Þá var sest að veislu á Brúarlandi í boði Búnaðarsambands Kjalarnesþi ngs við ræðuhöld og fagnað. Annan daginn var Jialdið til Blöndu óss. komið við í Reykholti og setin veisla lijá Búnaðarsambandi Borg- firðinga, haldið þaðan norður yfir Holtavörðuheiði og sest að veislum i Húnávatnssýslunni, fyrst i fundar- húsi í Miðfirði, siðan fram í Vatns- dal í Ásbrekku. Voru menn hug- fangnir af fegurð þessa víðfræga dals og urðu nokkrum stundum á eftir áætlun jiessa nótt. Næsta morg- un var haldið áleiðis til Skagafjarð- ar, fram eftir Langadal og voru margir bóndabæir þar fánum skreytt ir i kveðjuskyni við sunnlensku .tð Korpúlfsstööum. bænúurna. Húnvetningar fylgdu austur að sýslutakmörkum, en þar voru Skagfirðingar mæltir og tvenn veisluhöld þennan dag, skoðuð Varmahlið, hinn „heiti“ staður Skaga- fjarðar, komið við á Sauðárkrók og síðan ekið lieim til Hóla og gist þar. Hlýtt á messu næsta morgun i Dóm- kirkjunni og fyrirlestur um sögu biskupssetursins; staðurinn skoðaður og síðan haldið áleiðis til Eyjafjarð- ar, komið til Akureyrar og sest að boði hjá Ræktunarfjelagi Norður- lands um kvöldið, i Ráðhúsi bæjar- ins. Sunnudaginn 19. júní, sem var 5. dagur ferðarinnar var hin fagra Gróðrarstöð Ræktunarfjelagsins heim sótt og skoðuð undir leiðsögu Ólafs Jónssonar framkvæmdarstjóra. En seinni hluta dagsins var haldið fram að Saurbæ i Eyjafirði og bauð Búnaðarfjelag Saurbæjarhrepps hópn um jiangað. Húsfreyjurnar sem með voru í förinni fóru einnig að skoða nýja húsmæðraskólann á Lauga- landi. Á Akureyri var gist aftur um kvöldið. Næsta morgun var skoð- aður hinn mikli verksmiðjurekst- ur Sambands íslenskra samvinnu- félaga á Akureyri og ennfremur iðn- aðarfyrirtæki Kaupfjelags Eyfirðinga og verslunarhús jiess, en Kaupfjelag- ið Iiauð siðan til miðdegisveislu i Skjaldborg. Því næst ekið austur i Vaglaskóg í boði skógræktarstjóra og blýtt á erindi hans um skóginn i Góðulág, sem er einn fegursti biettur þessa fagra staðar. Við Goða- foss tóku Suður-Þingeyingar á móti bændunum, og setin veisla hjá Bún- aðarsambandi S.-Þingeyinga að hjér- aðsskólanum á Laugum, hlýtt á söng og ræðuhöld — eins og alstað- ar annarstaðar; og gist þar. Næsta morgun, 7. dag ferðarinn- ar var svo lialdið til Mývatnssveitar. Veður var þá ekki sem best, og fjallasýn sama og engin, en l>ess betur drógu hinar yndislegu’ eyjar og höfðar við vatnið athyglina að sjer. Svo að þrátt fyrir veðrið voru allir ánægðir. Komið var að Iteykja- hlíð og í Dimmuborgir, farið út i Slútnes — en síðan ekið til Húsa- víkur og gist þar. Áttunda daginn var farið austur yfir Reykjaheiði, til Ásbyrgis. Var þessi dagur einstakur í sinni röð hvað véðurblíðu og náttúrufegurð snerti, enda staðurinn, Ásbyrgið, einstakt í sinni röð Jíka, um unaðs- lega fegurð og hrikaleik i senn. Búnaðarsamband N.-Þingeyinga lók á móti bændunum í Ásbyrgi með veislu og ræðuhöldum. Þaðan var ekið að Skinnastað, en snúið við aftur til Húsavíkur. Frá Húsavík var svo haldið heimleiðis og leiðin farin á tveim dögum. Fyrri daginn var ekið — í skínandi sól — yfir þrjár sýslur og gist í Reykja- skóla í Hrútafirði, en 10 daginn haldið þaðan til Þingvalla og far- inn Kaldidalur. Var það í fyrsta sinn á þessu ári að fólksbilar fóru þá leið. Var veður og útsýni þenn- an dag sem það getur best verið. Var komið til Þingvalla á miðnætti og sest að borðum i Valhöll og þar haldin skilnaðarveisla. Hafði verið farin rúmlega 1000 kílómetra leið á þessum 10 dögurn, og má það teljast gott áframliald með jafnstór- an hóp, og ekkert óhapp kom fyrir á allri leiðinni, og enginn heltist úr lestinni. Voru allir stórhVifnir af þessari för. sem vonlegt var, því þar hjálpaðist alt að, dýrðleg feg- urð náttúrunnar og höfðingskapur og kurteisi Norðlendinga. Að þessi för tókst svo giftusam- lega, má og þakka góðum undirbún- ingi og góðri fararstjórn, og hvergi heyrðist eitt óánægjuorð alla ferð- ina. Þá má ekki lieldur gleyma hin- um ágætu bilstjórum, sem stjórn- uðu vögnum sinum ’af mcstu snild á vondum vegum. Framhald á bts. 74. Þátttakendurnir i förinni. Ljósm. Alfreff. Ljósm. Alfreff.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.