Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 9
FÁLKIN N
9
i
FEGURÐARDHOTNING INDLANDS
sú fyrsta sem „kjörin" liefir verið
sjest lijer á myndinni. Hún heitir
Zobeida Sultan og var valin úr 3400
keppendum.
CLOUSTON FLUGMAÐUR
sjest hjer á myndinni. Hann hefir
nýlega sett nýtt flugmet á leiðinni
milli Englands og Nýja Sjálands og
var 4 daga, 8 tíma og 7 mínútur á
leiðinni.
PÁSKALAMB.
Myndin er frá enskum hóndahæ og
sýnir vinnumann meS tvo lambketl-
inga, sem eiga að láta lífið um pásk-
ana.
ÞINGHÚSIÐ í LONDON
fær gagngerða viðgerð um þessar
mundir og hefir það verið mikið verk.
Hjer sjest Victoríuturninn á þinghús-
inu.
MIKLAS I GÆSLU.
Miklas fyrrum forseti Austurríkis
hefir verið hafður í haldi síðan Hitl-
er gleypti Austurriki. Hjer sjást S. S.-
hermenn þýskir, sem gæta bústaðar
hans.
Mynd þessi er af nýrri þýskri flug-
vjel. smiðaðri af Heinkel-Werke. Er
það sjóflugvjel með tveimur hreyfl-
um. Flugmaðurinn Ritz setti nýlega
átta ný heimsmet með þessari vjel.
FLÓTTABRÚÐKAUP í KÍNA.
Þessi kínversku brúðhjón voru gef-
in saman ásamt heilum hóp annara,
í flóttamannabúðuni í Shanghai.
SONUR CARUSO’S
hefir verið búsettur í New York i
mörg ár og lagt stund á sönglist.
Hjer er liann að æfa sig.
eru þeir að vinna Hitler þessir
dátar úr setuliðínu i Innsbruck og
munu hafa gert það með glöðu
geði, því að þar hafði nazisminn
aðal bækistöð sína í Austurriki hinu
forna.
Hjer á myndinni sjest undirbúning-
ur Hitlers undir þjóðaratkvæðið i
Austurríki, 10. apríl. Geysistórar
myndir af „foringjanum“ hafa verið
festar upp á alla auglýsingaturna.
SJALDGÆFT HÚSDÝR.
Stúlkan hjer á myndinni er leik-
konan Katherine Hepburn. Hún er
með „hundinn sinn“, leóparðann
„Baby“.
MONTAGU NORMAN
aðalbankastjóri Englandsbanka, sem
nýlega hefir verið kosinn til þess
starfa i 19. sinn, sjest hjer vera að
leiðbeina skóladrengjum i trjáplönt-
un.