Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 7
F Á L K 1 N N 7 vildi ekki sjá nema glæpamyndir. Bessie fanst j>etta kynlegt. En nú var áformið mikla að skýi’- ast í hnga mr. Pineapple, og er hann hafði stúderað aðferðir bófanna < bíö, mátti heita að hann væri húinn til að láta til skarar skriða. Pete Sturrey var talsvert stórt hrot úr glæpamanni — nú skyldi liann fá borgað í sömu mynt. í einni myndinni hafði Pineapple sjeð hófa, sem ekki hafði annað í vös- unum en pípuna sína og ofurlítinn hníf, ógna heiðarlegum borgara með skammbyssu, sem alls ekki var til. En hann, Alfred Pineapple, sem hingað tit hafði verið friðsamasti maður i heimi, ætlaði að gera alveg það gagnstæða. Nú var það friðsam- legi borgarinn sem ætlaði að ógna glæpamanninum. Og að lokum ætl- aði hann að neyða Sturrey til að láta af hendi vasabókina sína. Síðasta liáttinn hafði Pineapple lagt niður fyrir sjer út í æsar. Hann ætlaði að lokum að skilja Sturrey eftir j)ar sem hann var kominn og flýta sjer heim. Og daginn eftir j)egar hann sæti inn i stofunni lijá konunni hans ætlaði liann að koma rólandi inn til þeirra, eins og ekkert væri, og svo ætlaði hann að segja: ,,Meðal annara orða, mr. Sturrey, hjerna er vasahókin yðar. Þjer ættuð ekki að vera sá kjáni í næsta skifti, að afhenda hana fyrsla manninum, sem hótar yður hörðu, manni, sem ekki hefir nema hálfan vöxt við yð- ur — jafnvel þó að hann sje vopn- aður ineð þvottaklemmu". Þetta mundi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann sá andlitin á þeim uppmáluð fyrir sjer. Bessie mundi hlaupa kringum borðið og kyssa hann — alveg eins og i kvik- mynd — og Pete Sturrey mundi læð- ast burt með sneypusvip og aldrei koma aftur. Og svo var sú saga ekki lengri. Mr. Pineapple varð óstyrkari i taugunum og lausari við vinnu sína eftir því sem nær leið deginum mikla. Bessie var orðið órótt útaf þessu hátterni hans, en Jiegar sá ör- lagaþrungni fimtudagur loksins rann upp og mr. Pineapple ljet þess get- ið eftir kvöldmatinn, að hann færi út og gæti ekki sagl um hvenær hann kæmi aftur, varð hún alvar- lega hrædd. Mr. Pineapple hafði gert vandaða áætlun. Hann hafði njósnað nóg um ferðir mr. Sturrey lil þess að vita, að hann var vanur að ganga á hverju kvöldi yfir völlinn, sem var á milli Smetham og Hillingly-hverf- isins. Og þangað hjélt Pineapple nú í rökkrinu. Hann var með ákafan hjartslátt og þó gat hann ekki varist að vera hreykinn yfir því, að vera kominn út á æfintýr, eftir 27 ára kyrsetu í búðinni sinni. Hann krepti hægri hendi um jivottaklemmu og í vinstri hjelt hann á svartri grímu. Nú nálgaðist augna- blikið og mr. Pineapple faldi sig bak við trje og beið átekta. Eftir skamma stund lieyrði hann lótatak og gægðist fram, milli vonar oa ótta. En það var bara presturinn, sem var að flýta sjer á kvöldmess- una. Hann þekti mr. Pineapple vel og kallaði til hans um leið og hann gekk framhjá: ,,Gott kvöld, Pine- apple!“ Pineapple hefði þótt upp- hefð að þessum samfundum við öll önnur tækifæri, en nú var hann svo annars hugar að hann sagði ekki nema: „Gott kvöld, prestur!1' og hypjaði sig bak við trjeð aftur. Loks nál,,aðist mr. Sturrey. Það var ekki hægt að villast á þeim klunnalega búk, er hann kom ramb- andi eftir götunni. Rjett í svip lá við að mr. Pine- apple æðraðist og legði á flótta, en svo stælti hann hverja taug í sí-.um vesæla búk, setti á sig grimuna og gekk fram á götuna. „Stopp!“ hvæsti hann milli tann- anna. Mr. Sturrey nam stáðar. Nú liðu nokkrar hræðilegar sek- úndur hjá mr. Pineapple. Með yfir- náttúrlegri áreynslu tókst honum, með hendina í vasanum, að lyfta |)vottaklemmunni svo mikið, að neðstu hnapparnir á frakkanum hans spruttu upp. „Upp með hend- urnar!“ stamaði hann í geðshrær- ingu og mr. Sturrey rjetti upp báð- ar hendurnar. Nú fanst mr. Pineapple hann vera aðstöðunni vaxinn. Hann færði sig nær dólginum og rjetti út lausu hend- ina eftir innrivasanum á jakka Sturreys. Þar var þykk vasabók og greip Pineapple hana sigri hrósandi. ,,Jæja“, sagði hann og gerði rödd- ina svo hása og ógnandi sem honum var unt, „nú geturðu snautað burt. Og ef þú vogar að líta við áður en |)ú ert kominn í hvarf, þá sendi jeg kúlu gegnum hausinn á þjer. Snáf- aðu nú!“ En mr. Pineapple til mikillar undr unar hreyfði maðurinn, sem hingað lil hafði verið svo hlýðinn, sig ekki úr sporunum. Og Jiegar Pineapple leit betur á hann tók hann eftir þvi sjer til skelfingar, að Sturrey var að horfa á eitthvað bak við Pineapple. Og áður en mr. Pineapple gafst tími til að líta við, fann hann að lög- regluþjónn hafði gripið báðum hönd- um um axlirnar á honum. Rjettarsalurinn var troðfullur. Þetta var merkilegasta málið, sem fyrir hafði komið i mörg ár. Að þessi hægi, frómi, guðhræddi og kurteisi maður, hann Pineapple, skyldi vera fyrir rjetti fyrir ofbeld- isverk. Það var meira en bæjarbú- ar gátu skilið. Pete Sturrey var í salnum og virt- ist fara lijá sjer og kunna því illa hve mikla athygli þetta mál hafði vakið. Presturinn var mættur sein vitni og sat nú og var alltaf að líta á klukkuna, óþolinmóður á biðinni. Hann átti annríkt, sagði liann. Og þárna sat auðvitað Bessie, grát- andi og rugluð — og fallegri en nokkru sinni áður, fanst mr. Pine- apple. Ákærandinn var stór maður og fruntalegur og lijet Masters og radd- glymjandi hans og dólgsleg fram- koma var alræmd um allan bæinn, svo að Pineapple fjekk samúð flestra fyrir að eiga liann að sækjanda. Það var eiginlega ekki fyr en verjandi Pineapple fór að spyrja hann, að litli skóarinn vakti furðu áheyr- endanna. „Þjer hafið nú heyrt vitnisburð sóknarprestsins um yður, mr. Pine- apple. Þjer hafið rekið verslun yð- ar í nær þrjátiu ár, er ekki svo?“ „í tuttugu og sjö ár“, leiðrjetti Pineapple. „Og þó að veltan hafi ekki verið mikil hjá yður hafið þjer aldrei skuldað nokkrum manni eyris virði?“ „Jú, einu sinni fyrir gasið i eina viku“, sagði mr. Pineapple afsak- andi, „en það var vegna þess að konan mín hafði lagt reikninginn á vitlausan stað, og J)að stóð dálitið á að fá nýjan. „Eigið þjer nókkurl skotvopn?“ „Nei, ekki nema bomerang, sem liann mágur minn kom með einu sinni“. Verjandinn tók fram í: „En hvern- ig stóð J)á á þvi, að mr. Sturrey ljet yður orðalaust taka af sjer vasabókina?“ „Jeg ljet sem jeg hefði skamm- byssu“. „Jæja, þjer ljetuð sem J)jer hefð- uð skammbyssu. En hvað var'það?" „Þvottaklemma“. „Það heyrðist hlátur i salnum og allir hlóu með nema Mr. Masters og mr. Sturrey. „Nú höfum við þá fengið að vita“, sagði verjandi mr. Pineapples og gaut hornauga til mr. Masters, „að þjer fóruð til þessarar orustu gegn mr. Sturrey með þvottaklemmu að vopni. Ætluðuð þjer að vinna mr. Sturrey mein?“ „Nei, Jiað var nú eitthvað annað“. „Að ræna hann?“ „Eiginlega ekki“. „Hvað meinið lijer með „eiginlega ekki“?“ „Sturrey kemur oft á heimili mitt. Jeg ætlaði mjer að fá honum vasa- bókina daginn eftir“. „Nú, svo að Jietta voru J)á glettur". „Nei, J)að voru ekki glettur". svaraði mr. Pineapple. „Hvpr var J)á tilgangur yðar með því, að ógna mr. Sturrey með þvotta- klemmu og taka af honuin vasa- bókina?“ Og nú var það sem mr. Pineapple laug i fyrsta sinn á æfinni. Hann rendi augunum til hnípinnar kon- unnar sinnar, svo sneri hann sjer að dómaranum, beit á jaxlinn og rjetti úr sjer. „Jeg tók vasabókina hans“, sagði hann, „af því að jeg hjelt að J)að væri brjef í henni frá konunni minni". Það var ekki hægt að hugsa sjer Jietta átakanlegra. Um augnablik var grafhljótt i salnum, en verjandi mr. Pineapple kinkaði kolli til hans. „Það var ekki af því að jeg hjeldi að J)að stæði neitt óviðurkvæmilegt í brjefinu“, hjelt hann áfram. „En i höndum S\Von,a manns“ — hann benti á mr. Sturrey — „var aldrei gott að vita, til hvers hægt væri að nota saklaust brjef, og J)essvegna hugkvæmdist mjer að nota J)etta eina ráð til þess að ná því aftur“. En þetta var meira, en frú Pine- apple gat hlustað á þegjandi. Þetta var mesta augnablikið í æfi hennar. I eina mínútu var hún eins og Mar- lene Dietrich eða Greta Garbo, J)eg- ar ástríður þeirra eru sem mestar. „Ó, elskan mín!“ hrópaði hún og spratt upp úr sæti sínu. „Ó, Alf! Hann gerði þetta mín vegna. Það var dáðríkt og göfugt verk!“ Og svo fór hún að skæla. Eftir að Masters hafði gert ákaia en árangurlausa tilraun til að sanna, að þetta væri aðeins skálkaskjól fyrir ofbeldisverk verslu tegundar, var málinu vísað frá. Og J)annig atvikaðist J)að, að mr. Pineapple náði því, sem hann hafði sett sjer, þó að áform hans hefði dregið meiri dilk á eftir sjer en hann hafði dreymt um í fyrstu. Mr. Pete Sturrey sást aldrei framar í stofunni bak við búðina og l)að varð svo algengt, ag götustrákarnir hróp- uðu „Þvottaklemma“ á eftir honum, að hann flutti úr bænum fyrir fult og alt. En daginn sem þau kornu heim úr rjettinum sagði mr. Pineapple aðra lygi sína og vonandi þá síðustu. „Gerðirðu alt J)etta?“ spurði Bessie hann, um leið og hún mintist efnis- ins í skáldsögunum sínum, „til J)ess að hefna sóma míns? Ógna honum og ræna hann og fara í fangelsi alt mín vegna?“ „Vist gerði jeg það", sagði mr. Pineapple og um leið hallaði hann höfðinu aftur og bjó sig undir að meðtaka þau laun, sem sannri kvik- myndalietjú hæfa. í ágúst 1927 sökk fiskiskúta Col- umbia frá Glouchester með 20 inanna áhöfn og fórus't allir. Nýárs- dag var togarinn Ventosta á veiðum og þyngdist varpan tifinnanlega alt i einu og rjett á eftir kom skipið upp í sjávarborðið. Var það J)ar á rjettum kili í nokkrar mínútur en J)á slitnaði annar vörpustrengurinn og slcipið sökk aftur. STALIN ALBLÓÐUGI er enn ekki búinn að „hreinsa til" i liði sínu, þó að 18 háttsettir fyrver- andi embættismenn lians hafi ný- lega verið dæmdir til dauða og þrir i margra ára fangelsi. Nú hafa ver- ið boðuð ný málaferli m. a. gegn nær tuttugu hershöfðingjum, sem Jagoda fyrrum formaður leynilög- reglunnar rússnesku hefir ljóstað upp um, og ýmsum sendiherrum Rússlands, þar á meðal sendiherr- unurn, sem nýlega voru kvaddir heim frá Osló og Kaupinannahöfn. Hjer er Stalin afmyndaður þar sem hann er á gangi á Rauðatorgi i Moskva. JAPANSKT SVERÐ TIL HTLERS OG MUSSOLINI. Ungmennafjelög japanskra þjóð- ernissinna hafa gefið Hitlcr og Mussolini sitt sverðið hvorum, til minningar um þriveldasamninginn niilli Japan, Þýskalands og ítaliu. Hjer sjesl sverðasmiðurinn með sverðið, sem Hitler var ætlað. Grikkinn Kalkas dó úr hlátri. Því hafði verið spáð fyrir honuni að hann ætti að deyja og þegar sá dagur rann upp var hann heill heilsu og hló J)á svo mikið að glap- skygni spámannsins að hann dó. Til er mál, sem hefir veriö á döfinni síðan árið 999 og er ekki útkljáð enn. Það ár dó jarðeigandi nokkur, sem hafði spáð þvi að heim- urinn mundi farast árið 1000, og reis upp ágreiningur milli tveggja sveitafjelaga um jarðeign, sem hann ljet eftir sig. Standa málaferlin enn yfir milli sveitafjelaganna Ravella og Lettera í ftalíu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.