Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.07.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Fallegur handprjónaður barnakjóll -x—8—**-6-*-5* <4-*^- Efni: 300 gr. blátt eða rautt ullargarn, ])rjónar sem samsvara garninu. Útbúið snið í rjettri stærð og eftir fyrirmyndinni. Málin sem hjer eru gefin upp eru mátuleg fyrir 4—5 ára telpu. Athugið hvort málið pass- ar áður en þjer sníðið. Treyjan og pilsið er með gataut- l>rjóni. Sýnishorn V. Útprjónið á pilsinu er þannig: 1. prjónn: (Rjettan). Hliðarlykkja. Prjónið 2svar sinnum 2 1. r. saman, sláið 2svar upp á prjóninn, þannig að garnið komi aftan frá yfir prjón- inn. Þetta endurtakist prjóninn út. 2. prjónn: (Rangan). Hliðarlykkja. Allar 1. prjónist snúnar. Þessir tveir prjónar eru endur- teknir fjórum sinnum. Útprjónið á treyjunni er þannig: 1. prjónn. (Rjettan). Hliðarl., 8 I. r., 2 j. r. prj. saman, sláið upp á prj.,'4 1. r., 2 I. r. prj. saman, sláið upp á. Haldið svona áfram prjóninn út. 2. prjónn. (Rangan). Allar 1. prjónist sn. Tungurnar neðan á pilsinu prjón- ist 'þannig: 6 prjónar sljett prjón; því næst 1 prjónn sem er 2 1. r. prj. saman, slegið upp á prj. til skiftis prjóninn út; við það mynd- ast gataprjón og brýtur maður þar inn af kjólnum svo tungurnar mynd- ist. Pilsið. (Helmingur). Sýnishorn II. Lykkjufjöldann, sem fitja á upp er bezt að finna með því að hekla loftlykkjuröð, sem er jafnlöng neðstu rönd sniðsins' hjer 44 cm. Þessar loftl. telur maður og jafn margar 1. eru fitjaðar upp. Svo eru prjónaðir eins og áður er sagt (i prj. sljettir, svo kemur gataprjónið sem ó að mynda tungurnar, þá aft- ur 6 prj. sljettir. Svo kemur bekk- urinn með gataútprjóninu, eins og áður er skýrt frá, svo 10 prj. sljett- ir, þá næsti útprjónsbekkur og aftur 10 prj. sljettir og svo seinasti út- prjónsbekkurinn; svo er sljett prjón og eftir sýnishorninu prjónist gata- útprjón hingað og þangað ofar á pilsinu. Takið úr í bóðum hliðum eins og fyrirmyndin sýnir. Hinn helmingurinn er prjónaður nákvæm- lega eins. Treyjan. (Helmingur). Sýnishorn I. Finnið iykkjufjöld- ann, sem fitja á upp, eins og fyr er sagt. Prjónið 8—10 prjóna sljett prj., því næst gataprjónið eins og óður er frá skýrt. Prjónið beint að handveginum; þar eru feldar af 5— 6 1. á hvorri hlið og byrjið næstu (i prjóna með þvi að fella af 1 1. Þvínæst er prjónað áfram að háls- málinu; þar eru feldar af 8—10 I. i miðjunni og axlirnar prjónaðar hvor fyrir sig og feld af 1 1. hólsmegin ti! þess að ávalinn myndist. Öxlin er feld af í þrennu lagi. Hinn helm- ingurinn prjónist eins. Ermarnar. Sýnishorn III. Prjónið fyrst 3 cm. breiðan bekk brugðinn, það er 1 1. r. og 1 1. sn. til skiftisA Svo kemur sama gataútprjón og á treyjunni. Aukið út að úrtökunni; þar eru fyrst feldar af 6 1. í hvorri hlið, svo er tekið jafnt úr þangað til 16 1. eru eftir á prjóninum, sem eru feldar af i einu. Faldið pilsið að neðan. Vætið öll sfykkin, leggið þau yfir sniðin og strjúkið þau Ijett undir deigum klút. Þegar stykkin eru þur, er pilsið saumað og síðan treyjan og svo er þetta hvorttveggja saumað saman. Ermarnar saumaðar við. Kraginn. Sýnishorn IV, er saumaður úr hvítu „pique“ eftir sniðinu og er hann hneptur saman með 2 hnöppum. ínez de Castro kona Pedro I. kon- ungs í Portugal var krýnd eftir að hún dó. Tengdafaðir hennar hafði ætlað syni sínum aðra konu og ljet drepa Inez. En sjálfur dó hann þremur árum siðar og tók Pedro þá völd. Ljet hann grafa upp líkið, klæða það í drotningarskrúða og krýna það í hásæti. Senjora Salomea Wolf ljet tattó- vera mynd af bónda sínum á tung- una á sjer, „til þess að geta nag- að hann í hel.<< Þetta heiðurskvendi átti heima i Jerez ó Spáni. -"W /w /W ^ Það gerist margt skrítið á okkar dögum. Nýlega giflust hjón í Ame- ríku, sem höfðu aðeins kynst gegn- um graminofónplötur. Þau töluðu inn á þær og sendu hvort öðru. Eftir að hafa hlustað á nokkrar plötur urðu þau svo hrifin af hvors annars rödd, að þau ákváðu að ganga í heilagt hjónaband. — Þeg- ar pilturinn hafði hlustað á sein- ustu plötu stúlkunnar, tók hann sligann í þremur stökkum, steig upp SPORTSKLÆÐI. Pils, ermar og jakki er með „beige“ lit, en vestið, sem, mikið ber ó, þvi að jakkinn er hafður opinn að fram- an, er ryðrautt. Hálsklúturinn getur verið hvort heldur vill grænn, kan- elbrúnn eða gulur. í flugvjel og flaug í skyndi til henn- ar — og þau voru orðin hjón fyrir guði og mönnum nokkrum mínútum síðar. Karl Kmetty, ungverskur liðsf'oi’- ingi, sem játað hafði á sig 280 glæpi, fór I meiðyrðamál við ritstjóra einn í Budapest. Sá hlýtur að hafa sagt eitthvað mergjað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.