Fálkinn - 10.09.1938, Qupperneq 4
4
F Á L K I N N
Fyrsti hvíti maður-
inn sem kyntist Aust-
ur-Asíu var Marco-
Polo, aðalborni kaup
mannssonurinn frá
Feneyjum, sem hlaut
viðurnefnið ,Millione‘
sakir þess að hann
talaði altaf um milj-
ónir þegar hann
sagði frá auðæfum
Austurlanda. 1 þess-
ari grein segir frá
ferðum
Marco Polo
Kublai khan, mongóla-
keisarinn, sem rjeS yf-
ir allri Asíu; (teikn-
ing).
"jyrARCO POLO er einn þeirra
frægu manna sögunnar,
sem flestir hafa heyrt gelið um,
en fáir kunna nánari deili á.
Menn setja nafn hans í sam-
band við merkilegar landkönn-
unarferðir, en muna óljóst hvert
liann ferðaðist. Og hvenær var
maðurinn uppi og hvaðan var
hann? —
— Við skulum svara síðustu
spurningunni fyrst. Marco Polo
var Feneyjabúi og ólst upp í
hinu glæsta kaupmannalýðveldi
við Adríahaf, er það stóð sem
hæst að auð og völdum eftir
krossferðirnar. Hann fæddist
árið 1254 og var af ætt kaup-
manna, sem fengið höfðu aðals-
tign og átt eitt af mestu versl-
unarfyrirtækjum borgarinnar í
nokkur hundruð ár. Rjett eftir
að Marco fæddist höfðu þeir
lagt í kaupferð faðir hans og
föðurbróðir. Fyrstu sex árin
höfðu þeir dvalið í Tyrklandi
og skrifað heim að jafnaði en
eftir að þeir fóru frá Mikla-
garði austur á bóginn hætti að
heyrast frá þeim. Fólk hjelt þá
dauða, og það var ekki nema
Marco einn, sem trúði því fast-
lega, að þeir kæmi fram aftur.
Vissulega hefir Marco oft
skimað eftir skipi föður síns,
þegar hann ljek sjer sem barn
hjá stórverslunum og birgða-
húsunum við Canale Grande,
en þar höfnuðu kaupskipin sig
er þau komu úr langfei’ðum,
hlaðin verðmætum flutningi. Og
svo var það einn dagimx árið
1269, að undrið skeði, sem fæsl-
ir voru hættir að trúa á: Á land
stigu tveir sólbrendir og úti-
teknir menn í hinum undursam-
legustu klæðuixx — Nicolo og
Maffeo Polo voru komnir lieinx
aftur eftir fiixxtán ára útivist. ■—
Enginn lxlýdxli nxeð xxieiri efl-
irtekt á þá kynlegu ferðasögu,
sem þeir höfðu að segja, en
Marco. Þeir liöfðu siglt frá
Miklagarði yfir Svartahaf tii
Soldaia á Krímskaga, til þess
að leita að nýjuni vörum og
verslunarleiðum í ókunnum
löndum, og haft nxeð sjer safxx
dýrixxætra gimsteina, sem þeir
afhentu khaninunx þar, sem var
einn af ljensfurstum liins vold-
uga mongólakeisara eða „stór-
khans,“ drotnanda nálega allrar
Asíu og Austur-Evrópu, og
fexxgið gjafir í staðinn, miklu
verðmætari. Svo höfðu þeir
fax-ið um Suður-Rússland til
Turkestan og vei’ið þrjú ár í
Bokhara og hitt þar sendimann
stór-kliansins, sem hauð þeinx
með sjer í lieimsókn til lians,
en hapn var þá búsettur lengst
austur í Kina og hafði gert Pek-
ing að liöfuðborg sinni og hjelt
þar glæsilega liirð. Þeir tóku
boðinu og voru ár á leiðinni
austur. Keisarinn, Kublai Klian,
tók þeim með mestu virktum
og er þeir liöfðu ílvalið við liirð-
ina eitt ár fól Kublai Klian þeinx
að fara á fund páfans í umboði
sínu og biðja hann að senda
sjer hundrað ki’istniboða og
vísindamenn til þess að fræða
Asíubúa um framfarir Evi’ópu.
Og nú voru þeir loks komnir
heim, eftir þriggja ára erfiða
ferð. En það vildi svo til að
páfinn var dauður og kardínál-
arnir gátu ekki komið sjer sam-
an unx eftirmanninn, svo að
tvö ár liðu án þess að nýr páfi
kæmi. Leiddist þeim Polo-
hræðrunx biðin. Þeir vildu ekki
láta Kublai klian, sem hafði
reynst þeinx svo vel, lialda, að
þeir liefðu svikist unx erindi sitt
og ákváðu því að fara á ný
austur, til þess að tilkynna hon-
um, hvernig í öllu lægi. — Mar-
co brann í skinninu að fá að
fara nxeð þeim og kynnast liirð
Kublai klian og fjekk loks að
fax-a þó ekki væri hann nema
17 ára.
Haustið 1271 lögðu þrir af
stað á skipi, sem flutti þá til
Akka á Sýrlandi. í Jerúsalenx
fengu þeir viðsmjör úr lanxpa
þeim, sem logar á gröf Krists;
liafði Kublai khan beðið þá
um að færa sjer hana. Rjett
á eftir var Tebaldo legáti í
Sýrlandi kjörinn páfi og fjekk
liann þeim brjef og gjafir til
Kublai klian og tvo munka,
sem gátu komið fram í umboði
páfans. Munkar þessir sneru
aftur á miðri leið, því að þeim
leist ekki á fei’ðalagið.
En Polo-fi'ændur hjeldu á-
franx ferðinni austur að Pei’sa-
llóa og þaðan um Pamír og
Gobi-eyðinxöi’k, uns þeir kom-
ust til Peking. Þessa leið fór
enginn hvítur maður síðar, fyr
en eftir 600 ár, að Sven Hedin
kannaði þær slóðir. Keisarinn
tók á nxóti þeirn í sumarhöll
sinni við Peking. Var móttöku-
athöfnin hin veglegasta og
fjöldi af ljensherrunx Kublai
klian viðstaddur, segir Marco.
Þegar þeir gestirnir nálguðust
keisarann fleygðu þeir sjer flöt-
um á gólfið. Sagði liann þeim
að standa upp og segja sjer
ferðasöguna. Intu þeir nú alt
af ljetta og keisarinn hlýddi á.
Svo lögðu þeir fram brjef og
gjafir páfans, og er liann hafði
lesið brjefið lofaði hann mjög
trúnað og ástundun sendimann-
anna. Loks tók bann við við-
smjörinu og mælti svo um, að
það skyldi geymt vandlega.
Hann tók eftir Marco og spurði
deili á honum. Nicolo sagði
hann vera son sinn og þjón
lxans hátignar. Keisarinn veitti
lionunx sjerstaka unxsjá og skip-
aði hann heiðursvörð sinn.
Marco lærði brátt tungxi og
siði mongóla, æðri sem Iægri.
Fól lceisarinn honum ýms trún-
aðarstörf og hækkaði liann i
metuni og var sendur í áríð-
andi erindarekstur til fjarlæg-
ustu staða í ríkinu, meðal ann- |i
ars alla leið suður i Austur-
Indland. Ilann varð þess var, <
að keisaranum þótti mikils um
vert, að fá sem glegstar lýsingar
fjarlægra þjóða og staða, og
gerði sjer ]xví far unx, að safna
sem mestuni upplýsingum á
fei’ðunx sínum.
Nú dvöldu Feneyingarnir þrír
mörg ár þarna við liirðina og
konx aldrei snurða á þráðinn
milli þeirra og keisarans, en
vinátta þeirra vai’ð æ meiri. En
þó þeim liði vel og þeir fengi
álit, völd og óhenxju auð, gei’ð-
ist heimþráin rik í þeim. Kublai
khan var líka orðinn aldurhnig-
inn og átti varla langt eftir og
Feneyingarnir vissu ekki liver
af sonum lians nxundi taka við
ríkinu. Þeir áttu ekki víst, að
nýi keisarinn ju’ði þeim eins
liollur og sá gamli og því síður
livort hann mundi sjá þeim
fyrir nægri aðstoð til að kom-
ast til lxaka óskemdir.
Þeir fundu, að Kublai klian
var nauðugt að veita þeinx heim
fararleyfi en einn daginn þegar
sjerstaldega vel lá á keisaran-
um fleygði Nicolo Polo sjer fyr-
ir fætur lians og grátbændi hann
um að veila þeim lieimfarar-
leyfi, vegna fjölskyldna þeii’ra, '
sem nú liefðu verið án þeiri’a í
17 ár.
En Kublai klian, sem eigi að-
eins liafði mætur á gestum sín-
unx lieldur jafnframt mikið
gagn af þeim, sjerstaklega af
Marco, sárnuðu ]xessi tilmæli,
spurði hvort þeir væru ekki á-
nægðir og hversvegna þeim
dytti í hug að leggja sig í þær
hættui’, sem lieimförinni væri
samfara og sem gæti kostað þá
lífið. Ef þeir vildu auðgast
meira, sagði keisarinn, skyldu
þeir láta hann vita og skyldi
liann þá tvöfalda aleigu þeirra
og veita þeim öll þau metoi’ð,
senx þeir kynnu að óska. En