Fálkinn - 10.09.1938, Page 12
12
F Á L K I N N
WYNDHAM MARTYN: 9
Manndrápseyjan.
hann. „Góðu hliðarnar þekki jeg frá Phvll-
is og sannleikann frá frú Barkett."
„Þeirri fyrirlitlegu herfu!“
„Það kallaði hún yður líka, frú Cleeve.
Hún sagði að þjer hefðuð fórnað öllu fyrir
stærilæti yðar.“ Ákveðnu augun, sem liöfðu
mætt augngoti hennar með svo mikilli ein-
beitni, voru nú ekki vingjarnleg lengur.
„Það er auðsjeð að þjer ætlist til að gæfa
barnabarnabarns yðar eigi að vikja fyrir
metorðagirnd yðar. Frú Barkett sagði, að
þjer vilduð láta Phyllis giftast Hugh El-
more, svo að þjer næðuð aftur hinni gömlu
aðstöðu yðar í samkvæmislífinu. Þjer reyn-
ið máske að telja yður trú um, að það sje
lienni fyrir bestu. En í hjarta yðar vitið
þjer að það er lygi!“
Frú Hydon Cleeve var orðlaus af vonsku.
Hún gapti til þess að ná andanum. „0t!“
lirópaði hún -að lokum.
„Með ánægju.“
„Þjer skuluð aldrei fá að giftast Phyllis.
Jeg skal sjá til þess. Og ef þjer talið við
hana framar þá skuluð þjer fá að kenna
á þvi.“
„Orðagjálfur!“ svaraði hann fyrirlitlega
en hrökk við þegar Tilly Maims kom alt í
einu fram úr myrkrinu og staðnæmdist hjá
húsmóður sinni. Hún hafði heyrt að eitt-
hvað mikið gekk á.
„Frúin má ekki reyna of mikið á sig,“
hvíslaði hún.
Frú Hydon Cleeve hrinti henni frá.
„Orðagjálfur! Segið þjer það!“ hrópaði
hún, „jeg skal sýna yður, að jeg gyt fram-
fylgt orðagjálfrinu. Jeg aðvara yður i eitt
skifti fyrir öll. Og ef þjer dirfist að þrjósk-
ast, skuluð þjer fá að kenna á því. Jeg skal
sjá til þess að þjer komið aftur með rófuna
milli lappanna.“
Dayne tók eftir að Tilly gaf honum merki
um að draga sig í hlje. Það þýddi ekki að
eiga orðastað við þennan kvenskratta.
„Mig sárlangar að drepa hann,“ sagði
hún við Tilly.
„Þjer talið heimskulega,“ sagði stúllcan
en fjekk rokna löðrung að vörmu spori.
Hringur hafði rifið hana til hlóðs og þegar
Tilly leit i spegilinn sá hún rauða rák á
náfölu andlitinu.
„Vertu ekki að blaðra þarna, komdu með
glas af konjakki handa mjer,“ sagði kerl-
ingin. — —
Barton horfði yfir stigariðið ofan í sal-
inn þar sem Ahtee, Barkett, Jaster og frú
Barkett sátu og voru að spila kontrakt-
bridge.
Cleeve Cannell sat á stól og mændi upp
til Erissu. Dayne brosti. Hetjan eftirsótta
virtist sjálf vera orðin þræll.
Phyllis Cannell var að tala við hina ungu
mennina tvo. Hún virtist ekki sakna Dayne.
Hvað hún var yndisleg! Og ungu menn-
irnir tveir voru víst af þeirri tegundinni,
sem gamla kerlingin drembiláta, frú Hydon
Cleeve, taldi samboðna harnabarnabarni
sinu. Gjallandi öskur hennar, að hana sár-
langaði að drepa hann, hljómaði enn i eyr-
um hans. Af útliti hennar virtist mega ráða,
að það væri alvarlega meint. Dayne and-
varpaði og fór inn í herbergi sitt.
1 næsta herbergi lá Hugh Elmore og svaf.
Dayne horfði á hann. Erfingi að fimtiu
miljón dollurum en með vilja út í vaxi!
Vildi öllum vel þessa stundina en öllum
illa þá næstu.
Alt í einu spratt Elmore upp. „Drottinn
minn,“ hrópaði hann. „En sú martröð sem
á mjer var.“
„Og á mjer líka,“ sagði liinn. „Það var
gömul skessa sem elti mig og ætlaði að
drepa mig. En nú skulum við ekki tala um
martröð lieldur um sjálfan þig. Kínverjar
liafa rjett að mæla, Hugh. Þeir eru hræddir
við að bjarga druknandi manni, þvi að þá
telja þeir sjer skylt að sjá honum farborða
til æfiloka. Hversvegna bjargaði jeg þjer
eiginlega úr brimgarðinum forðum?“
Elmore tók háðum höndurn um verkj-
andi hausinn. „Jeg veit ekki,“ sagði hann
fúll. „Nú væri það afstaðið fyrir löngu, það
var að kalla úti um mig þegar þú greipst
mig. Æ, jeg var svo veikur.“
„Talaðu sem minst um það. Hjer ertu
geshir í ókunnu húsi og svo skýst þú upp á
loft, áður en þú hefir heilsað húsbóndanum
— og drekkur þig útúr fullan-“
„Jeg vildi helst ekki fara neitt,“ svaraði
Elmore, „það var Cleeve sem taldi pabba
trú um, að jeg liefði gott af þvi, og þú
lagðist á sveif með þeim. Ef það ekki hefði
staðið svoleiðis á, að jeg hefði yfirdregið
reikningslánið mitt og verið hálfhræddur
við að hitta stelpu sem jeg vildi helst forð-
ast, þá hefði mjer ekki dottið i hug að fara
eitt fet hingað.“
Hugh Elmore var lítill síkvikandi maður,
tuttugu og eins árs. Augun voru svört og
fjörleg, en það var eitthvað kvenlegt við
alla persónuna og í beinu ósamræmi við
þann einstaka dugnað sem Hugli Elmore
sýndi af sjer þegar hann var kominn á
hestbak. Evan Elmore, sem hafði gifst
fimtugur eftir langt drabbaralíf átti ekki
nema þennan eina son. Það var ekki snefill
af skapfestu föðurins í syni hans og á-
girndina, sem var eitt mesta einkenni
gamla mannsins, vantaði Hugh algerlega.
Þegar hann fann á sjer hafði hann mest
gaman af að sá gullinu kringum sig og
horfa á hina berjast og bítast um það. Og
kvenfólkið átti liægan leik að fjefletta
þegar hann var annarsvegar.
Fjármálamaðurinn liafði verið Barton
Dayne innilega þakklátur þegar hann hjarg
aði syni hans og liafði boðið honum mikla
fjárupphæð að launum. Dayne svaraði
lionum því í fullri alvöru, að ef hann tæki
móti fje, væri' því líkast að hárin gerði sjer
að atvinnu að bjarga mönnum úr lífsháska,
og mundi fyrirgera rjetti sínum til að taka
þátt i Olympsleikjunum. Hinsvegar gæti
liann þegið stöðu hjá fjármálamanninum
Evans Elmore, er hann hefði lokið námi
sínu á Harvardháskóla. Elmore hjet hon-
um þvi. Síðar bað hann hann urri að fresta
störfum sínum í tvö ár og verða kennari og
leiðtogi sonar hans á meðan. Gamli auð-
kýfingurinn trúði ekki á mennina yfirleitt,
en hann bar virðingu fyrir Dayne. Dayne
bafði ástæðu til að halda, að það þyrfti
ekki að líða á löngu þangað til hann yrði
gerður að meðeiganda í hinu volduga kaup-
sýslufyrirtæki Elmores.
En I augnablikinu liafði liann ekki annað
að bjóða honum en horfurnar, en Hugli
átli miljónir. Og frú Cleeve var staðráðin í
þvi, að Hugh giftist Phyllis. Dayne þekti
smekk Hughs, veildeika lians gagnvart há-
um stúlkum og ljóshærðum. Hann mundi
verða dauðástfanginn við fvrstu sýn. Frú
Hydon Cleeve mundi eflaust sigra. Cleeve
sem hafði notið svo margra hlunninda
vegna Hugh, af peningum lians og liestum,
mundi óefað styðja mál vinar síns. Og
Phyllis? Mundi hún vera svo rómantísk, að
liún slepti miljónum fyrir eintómar vonir?
Hún hafði sama blóð í æðum og sjóðvit-
lausi kerlingarfautinn, sem hafði ætlað að
drepa hann.
„Að hverju ertu að hlæja?“ spurði Hugh.
„Það segi jeg þjer ekki. Þá mundirðu
springa af hlátri.“
„Cleeve var að tala um polo. Er það hægt
á þessum lijara veraldar?“
„Já, jeg hefi sjeð brautina og Cieeve var
hrifinn af hestunum. En kanske þú ætlir að
láta senda eftir þínum eigin hestum?“
„Jeg seldi þá, Barty, en sá gamli veit
ekki af því. Jeg var svo skratti óheppinn
— það var kenjótt stelpa — og varð að
verða mjer út um stórfúlgu af peningum.
Kanske jeg geti nælt í eitthvað í staðinn
hjerna. Eru nokkrar laglegar stelpur
hjerna?“
„Þær eru það kanske ekki, eftir þínum
spilta smekk.... Ungfrú Ahtee er lítil og
dökkhærð.“
„Hlauptu yfir hana,“ flýtti Elmore sjer
að segja. „En systir Cleeve, hvernig er
hún ?“
„Há, ljós og falleg. Mjer er sagt að alt
Cannellsfólkið sje fallegt."
„Þá er hest að athuga liana nánar —
taktu hana frá.“ Hann þagnaði og horfði
hvumsa á vin sinn. „Hvað gengur að þjer,
maður?“
„Þú verður að muna, að þú ert ekki að
tala um stelpugæsknin á Broadway, heldur
um systur besta vinar þíns.“
„Hverju skiftir það?“ Hugh geispaði.
„Það eru svona hugmyndir, sem valda því,
að þið þessir riddaralegu bjálfar fáið skelli
pegar minst varir. Pabbi vildi helst ab
hjartað í mjer væri úr kiaka, eins og í þjer
Barty.“
„Þú færð keppinauta hjer,“ sagði Dayne,
„tvo laglega stráka, Barkett og Jaster,
þekkir þú þá?“
„Ætli ekki það. Tom Barkett var í polo
með mjer í Yale. Faðir hans hafði verið
ágætur bakvörður í sinni tíð, kanske spilar
hann ennþá. Roger Jaster er ljón í ungra
stelpna hóp, skáldlegur og spilar undir
á gítar. Það er gott að kunna það — jeg
vildi gjarnan kunna það sjálfur." Hugh
virtist hugsandi. Auk þess var Roger erf-
ingi að miklum eignum. En nú brosti Hugh
aftur, er hann mintist þess, að hann dans-
aði miklu betur. Þar var hann í flokki at-
vinnudansara. Já, hann hafði fengið tilboð
um að dansa opinberlega og hafði einu
sinni hótað föður sinum að taka tilboðinu,
er hann ætlaði að draga af vasapeningun-
um hans.
Hugli óttaðist Dayne ekki neitt. Hann
hafði sjeð margar ungar stúlkur draga sig
eftir honum, því að þetta var gjörfilegasti
maður, en það hafði jafnan reynst árang-