Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1938, Síða 7

Fálkinn - 26.11.1938, Síða 7
F Á L K I N N 7 Þjóðverjar eru farnir að leggja stund á hvalveiðar síðustu árin og ætla að veiða svo mikið af hval, að þeir þurfi ekki að vera upp á aðra komnir um kaup á hvalhjsi og síld- arlýsi. Hafa þeir meðal annars smíðað stærstu fljótandi verksmiðju sem iil er í heimi, 30 þúsund tonna skip. Myndin hjerna til hægri er tekin um horð á þýsku hvalveiða- skipi og sýnir kjaftabein úr hval, sem var 30 metra langur. Kjafta- beinið er röskir þrír metrar á lengd. Þessar tvær systur eru tvíburar og heita Rosemary og Lolalane. Tóku þær þátt í fegurðarsamkepni í Hollywood í vor og vöktu einkum athygli fyrir hve líkar þær voru. Eitt kvikmyndafjelagið rjeð þær óðar til sín fyrir hátt kaup. Sjá myndina að neðan. Á Terminal Island við Los Angeles hcfir nýlega verið bygt stóreflis tugthús, sem kostaði 5>/2 miljón króna. Á myndinni að ofan til vinstri sjest einn varðmannsturn- inn í fangelsinu, en þeir eru þrír alls. Frægustu kvikmyndaleikararnir eru oft viðstaddir frumsýningar á kvik- myndum í Hollywood. Á myndinni hjer að ofan sjást Janet Gaynor og Tyrone Power vera að fara í bíó. Svisslendingar halda svonefndar vorhátíðir og eru þær af gömlum uppruna. Er snjókarl bræddur á báli, en riddarar með lensur ríða kringum bálið á meðan. Sjá mynd- ina til vinstri.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.