Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 4
F A L K I N N Mustafa Kemal Ataturk, Kemal Ataturk. I. Tíunda nóvember síðastliðinn Ijest í Istambul hinn kunni ein- valdi Tyrklands, Kemal Atatúrk, sem án efa hefir verið lang dug- legasti maðurinn, sem Tyrkja- veldi hefir alið öldum saman. í tilefni af dauða einvaldans birtir „Fálkinn" grein um helstu æfi- atriði hans og minnist að nokkru á stærstu breytingar, sem orðið hafa í Tyrklandi fyrir verknað hans, sem telja má byltingu. Af mörgum héfir honum verið líkt vi® Pjetur mikla Rússakeisara og aðalæfistarf þeirra er sama að þvi leyti, að þeir ryðja vest- rænni menningu braut með þjóð- iim sínum. II. Sú mongólskra þjóða, sem öld- um saman hafði yfir sjer mest- an ægishjálm voru Tyrkir. Þeir eru kynjaðir austan úr Miðasíu. Undir stjórn Ósmana á 14. öld verða þeir öflugt herveldi, er ekkert stenst fyrir. Æðsti maður þeirra var kallaður soldán, og voru soldánarnir snemma ein- valdir og margir hverjum fram eftir öldum hinir nýtustu menn. Þar á meðal Múhameð II. og Suleiman mikli. Um miðja 15. öld var Tyrkja- soldán orðinn svo voldugur að hann settist um höfuðborg liins byzantiska ríkis, Konstantinopel og vann hana eftir nokkra um- sát. Hjelt landvinningum Tyrkja nú ört áfram á Balkanskaga, um Ungverjaland og Suður-Rúss- land. Seint á 17. öld settust þeir lím Vínarborg. Sjer enn merki skothríðar þeirra á einu stærsta kiikjuhúsi borgarinnar. En nú Svo skall á heimsstríðið. Fyrir áeggjan tyrknesks stjórnmála- manns, er hjet Envar Pasha, snerust Tyrkir í lið með Mið- veldunum. Hann hafði fengið herforingjamentun í Þýskalandi og var einn aðalmaðurinn fyrir Ungtyrkjahreyfingunni, sem mik Kemal Atatiirk má með rjéttir kalla föður hins nýja Tyrk- lands. Hann var afburða mikilmenni, bæði sem hershöfð- ingi og stjórnvitringur, þó að grimmur þætti hann nokk- uð. Frá stofnun lýðveldisins og til dánardags hans, er bar að fyrir fáum vikum, var hann alveg einvaldur í Tyrklandi. var toppnum náð. Mið-Evrópu- þjóðirnar sameinuðust gegn þeim og sigruðu þá skamt frá Vín. Æfi þjóðanna má oft likja við mannsæfina. í sögu þeirra eru ið gætti um skeið í landinu, og hleypti byltingu af stað 1908, rak soldán frá völdum og tók þau í sínar hendur. Sú hreyfing hafði á stefnuskrá að semja sig að siðum vestrænna þjóða. í heims- Frá Isíambul (Konstantinopet). Ismel Pasha hinn nýji forseti Tyrklands. æsku, manndóms- og elliár. Og einkenni þessara tímabila eru glögg í sögu tyrknesku þjóðar- innar. Þjóðin hafði náð mann- dómstindinum, hátindinum, og nú fór henni að hnigna. Smám saman mistu Tyrkir svo lönd sín hér i Evrópu. Fyrst þau er í'jarst lágu sjálfu Tyrklandi og síðan eitt af öðru. Grikkir brutust undan oki þeirra 1830 og þegar kom lengra fram á 19. öldina fóru aðrar Halkan-þjóðir að dæmi þeirra. Og nú var alment farið að kaJOLá liina herskáu þjóð, Tyrki, „sjúk- linginn", en áður hafði hún vak- ið ótta og skelfingu allra nær- liggjandi þjóða. Árið 1911 tóku ítalir Tripolis af Tyrkjum og ári seinna skall svo á Balkan- ófriðurinn, er lauk með hræði- legum ósigri Tyrkja, svo að þeir mistu allan meginliluta þeirra landa sem þeir áttu eftir í Ev- rópu. — styrjöldinni biðu Tyrkir hið mesta niðurlag. Voru allar líkur til þess fyrst eftir heimsstyrjöld- ina, að tyrkneská ríkið mundi al- veg líða undir lok. En þá rís upp sá maður, er telja má höfund hins nýja tyrkneska ríkis, og skal nú sagt frá honum i stuttu máli. III Mústafa Kemal var fæddur í Saloniki, sem áður hjet Þessa- lonika, árið 1880. Voru foreldrar hans bæði tyrknesk og faðir lians fremur lágt settur embættismað- ur, enda fátækur. Mústafa komst þó í herfor- ingjaskóla, og þótti duglegur námsmaður, einkum i sögn og stærðfræði. En fáskiftinn þótti hann í meira lagi og þögull í skólanum og eignaðist fáa vini. Metorðagirndin, sem jafnan var eitt aðaleinkenni hans síðar, kom rnjög glögt i ljós strax í skóla. Sem kornungur maður gekk hann ungtyrknesku hreyfing- unni á hönd, en eftir því sem hann koinst til meiri áhrifa í henni kom það í Ijós, að hann og Envar Pasha, áttu ekki skap saman. Mústafa Kemal tók bæði þátt í Tripólisstriðinu og Balkanó- friðnum og gat sjer þó ungur væri ágætan orðstír. Og i heims- ófriðnum vakti hann á sjer mikla atliygli fyrir herkænsku og stjórnsnilli, þegar hann varði Gallipóliskagann fjlrir árásum Englendinga og Frakka og varð þeim þar aldrei neitt ágengt, þó að þeir hefðu miklu meira lið. Annars er það álitið að Mústafa Kemal hafi verið á móti þvi að Tyrkir færu i stríðið, en ráð Envar Pasba máttu sin meira. En talið er að óvildin milli þeirra hafi magnast við þetta. Eins og almenningur veit guldu Tyrkir hin mestu afhroð í stríð- inu og sömdu þeir uní vopna- Jilje i Mudros áður en hin Mið- veldin gáfust upp. Tyrkneska stjórnin varð að ganga að afar hörðum friðarskilmálum á fundi, er síðar var haldinn í Sevrés. Samkvæmt honum fengu þeir ekkert land í Evrópu nema Kon- slantinopel og eilítinn landskika út frá borginni. Og i Litlu-Asíu voru þeir sviftir bestu landshlut- Linum, meðfram ströndinni, og öllum helstu borgunum. M. a. hinni fornfrægu borg, Smyrnu. Voru Grikkjum ætluð þessi lönd. Kemal, sem var eldheitur ættjarðarvinur, sveið mjög sárl niðurlæging þjóðar sinnar, ekki síst fyrir það, að áður hafði hún verið mikil og voldug þjóð. Honum tekst að vinna margt Síðasta myndin af Kemal Atatiirk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.