Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 7
F A L K I N N STORKURINN í HEIMSÓKN. : Storkapabbi hefir tylt sjer niður á' þaki bóndabæjarins. Hann gægist niður um 'reykháfinn eins og hann væri að hugsa um að .heilsa upp á fólkið. JOHN COBB, frægur, enskur hraðaksturskappi, er farinn til Ameríku, þar sem hann ætlar sjer að setja heimsmet í akstri á saltlendinu i Utah. NÝTÍSKU SJÓNVARPSTÆKI. Síðasta sjónvarpsnýjungin er þetta litla viðtökuáhald, sem sýnt hefir verið nýlega í London. Það er svip- að venjulegu símaheyrnartóli, en í öðrum enda. þess er glerhimna, sem myndirnar koma fram á. Allir sem hafa ferðast mikið í bíl kannast við hve það er óþægi- legt, þegar bíllinn „punkterar". Nú hafa menn í Englandi fundið ráð til þess að fyrirbyggja þetta, með því að sprauta vökva inn í bílhjólið. staLin þvegið. 1 'Myndirnar í vaxmyndasafni frú Tussand í London eru daglega þvegn ar. Þegar ljósmyndin var tekin var verið að þvo Stalin. DÓMKIRKGJAN f BARCELONA, gömul, falleg kirkja í gotneskum stíl, sjést hjer á myndinni. Hún hefur orðið fyrir stórkostlegum skemdum upp á síðkastið við loftárásir, sem gerðar hafa verið á borgina. UNGFRÚ SVISS. Nýlega var haldin fegurðarsam- kepni í Sviss. í samkepninni sigraði 19 ára gömul stúlka, ungfrú Brun, er sjest hjer á myndinni. NÝTT ÞÝSKT LOFTSKIP. Nýja þýska loftskipið „Zeppelin greifi" svifur yfir Fredrickshafen i einni af fyrstu reynsluferðum sínum. í baksýn sjest hin mikla loftskipa- smiðja, þar sem báknið varð til. ¦ ¦ ¦:. ¦ ¦ ¦.¦¦".¦¦¦:.¦ :¦:-. FLÓTTAFÓLK FRÁ AUSTURRÍKI. Gyðingalæknir að skoða kvensjúkl- irig í tjaldbúðunum við Diepoldsau í Sviss, þar sem Gyðingum er flúið haifa frá Austurriki hefur verið kom- ið fyrir. Á ALPATINDUM. Hjer sjást franskir veiðimenn að snæðingi á Alpatindum. Geitin á myndinni virðist ekki smeik við þá, þar sem hún etur úr lófa ann- ars veiðimannsins. I LONDON hafa dvalið undanfarna mánuði tveir synir Ibn Sands Arabakon- ungs; krónprins Amir Sand er til hægri á myndinni. Háloftabelgurinn „Stjarna Pól- lands", sem pólsku flugmennirnir Burzynski og Hynrk ætla að nota til að setja met í hásvifi sjest hjer á myndinni. Hann er nú að heita má fullger. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.