Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 8
F A L K I N N HORACE J. SIMPSON: VOND SAMVISKA DILKER var bókari á skrif- stofu í London. Hann hafði haft sömu stöðuna í mörg ár, en aldrei hafði honum hvarflað það í hug, að hann gæti mist þessa stöðu fyr en nú, og gæti átt á hættu að geta ekki staðið í skil- um með afborganirnar af húsinu sínu, húsgögnunum og bifreið- inni. Einn morguninn sagði hann við! konuna sína: „Jeg er hræddur um, að mjer verði sagt upp í dag!" Konan sá það á angistarsvipn- um á manninum, að hann var ekki að gera að gamni sínu. Hana fór undir eins að gruna margt. „Hvað hefir þú þá til saka unnið?"sagði hún. „Hvað áttu við - livað jeg befi gert ilt af mjer?" „Já," sagði hún, „þú hlýtur að hafa einhverja ástæðu til að halda, að þjer verði sagt upp — ef þjer er alvara að halda það." „Nei, jeg hefi enga ástæðu til þess. Þetta er bara hugboð — grunur. — — Jeg get ekki skýrt það. Það kom yfir mig alt i einu .... Nei, þú skalt ekki hlæja að því! Þú hlærð ekki þeg- ar jeg kem heim í kvöld. Jeg veit það — og jeg óska þess af hjarta að jeg gerði það ekki." En hvort sem hann nú vissi það eða ekki, þá var það samt óhrekjanleg staðreynd, að hús- bóndi lians kom til hans þennan dag og sagði honum að verslun- inni væri mjög óljúft að sjá af mönnum, sem ávalt hefðu gegnt stöðu sinni óaðfinnanlega. En af alveg óvæntum ástæðum — og svo framvegis .... Og í mánaðarlokin var Pilker atvinnulaus. —------ Hann hafði verið atvinnulaus í nærri ár þegar hann upplifði alveg óskiljanlegan atburð í ann- að: sinn. Hann var skuldugur og í marga mánuði hafði hann ekki getað borgað neinum neitt, bvorki af húsinu nje húsgögn- unum. Litla bifreiðin var fyrír löngu horfin úr skúrnum. Hann var svo píndur og plágaður, að honum fansl sjálfsmorðstilhugs- unin í sjálfu sjer ekkert ægileg. Einn morguninn gekk hann í þungum þönkum um fáfarið stræti og varð litið á umslag, sem lá i rennunni. Honum datt i hug að einhver hefði mist brjef ið á leið í póstkassann á næsta götuhorni. En þegar hann tók það upp sá hann að brjefið hafði þegar farið um póstinn og verið opnað. Fyrst sýndist honum umslagið vera tómt — eins og hr. D. A. Driggs, sem brjefið var áritað til, hefði hirt innihaldið og fleygt umslaginu. En við nánari athugun sá Pilker, að umslagið var ekki tómt. Það var samanbrotið brjef í því. Það kom á daginn að þetta var kvittuð tjekkávisun upp á fimtíu pund, og hljóðaði á nafn D. A. Driggs. Og nú gekk það upp fyrir Pilket, að bankinn, sem ávisunin var til, var ekki nema steinsnar þarna frá, og nú greip freisting- in hann. Gat bann ekki — ef hepnin var með — framvísað á- vísuninni i bankanum og náð i þessi fimtíu pund, sem annar mað'ur átti? Hann var viss um, að enginn bafði sjeð bann taka ávísunina upp af götunni. Og hvergi var mann að sjá þegar hann böggl- aði ávísuninni saman og stakk henni i vestisvasann. En þrátt fyrir freistinguna gat hann hugsað rökrjétt ennþá. Hann var ekki blindur fyrir áhættunni. Þessi ókunni hr. Driggs hafði máske þegar saknað ávísunarinn- ar og tilkynt bankanum missir- inn. Hann var ef til vill fastur skiftavinur þessa banka. Að minsta kosti var það ekki ó- mögulegt, að starfsfólkið í bank- otium' þekti þennan mann í sjón og eins undirskrift hans. Það var mikil bót í máli, að ávísunin skyldi vera kvittuð! En eiginlega dró það lítið úr áhætt- unni. En svo vísaði Pilker allri hætt- unni á bug. Það var eins og hann fengi alt í einu innblásna skarpskygni, hann vissi að hann gat framvísað ávisuninni — og að bankinn mundi innleysa hana. Hann rjetti úr sjer og gekk hvatur í spori beint í bankann. En eigi var laust við að hend- in skylfi þegar hann lagði ávís- unina á borðið, og honum fanst kverkarnar herpast saman og verða svo þurar. Gjaldkerinn brosti vingjarn- lega um leið og hann tók við á- visuninni, en öll framkoma hans bar þess vitni, að þar var maður ur sem athugaði sinn gang og rasaði ekki að neinu. Fyrst at- hugaði hann itarlega framhlið- ina og svo grannskoðaði hann bakhliðina og undirskriftina. Fram að þessu hafði Pilker tæplega vitað af, að það var hjarta í honum. En nú var hann ekki i neinum vafa um það. Lögreglufulltráinn lant niður að honum Hann gat bæði fundið og heyrt hve ákaf t og óreglulega það barð ist þessa eilífðarlöngu biðstund við afgreiðsluborðið. Gjaldkerinn sneri ávísuninni við á nýjan leik og skoðaði fram- hliðina aftur. Svo fór hann úr básnum sinum og þrammaði makindalega til annars aðstoðar- manns í hinum enda bankans. Og þeir töluðust lengi við hvisl- andi. Ef Pilker hefði ekki þegar hjer var komið sögunni verið orðinn hálf vitlaus af hræðslu, mundi hann ekki hafa haft neitt að at- huga við þetta samtal en skoðað það sem sjálfsagt formsatriði. Heilbrigð skynsemi hans hefði þá getað sagt honum, að banka- menn greiða ekki fimtíu punda ávísanir án þess að athuga fyrst, hvort útgefandinn á inni fyrir upphæðinni. Eins og nú var ástatt fann hann það betur og betur, að hann mundi verða fárveikur ef hann flýtti sjer ekki hið bráð- asta út úr bankanum. En hann vissi hinsvegar, að lappirnar mundu neita að hlaupa með hann, þvi að þær voru orðnar svo einkennilega máttlausar. Gjaldkerinn kom aftur í bás- inn sinn. Hann gekk jafn ögrandi hægt og brosti jafn alúðlega og áður. „Hverskonar seðla viljið þjer? spurði hann. „A-a —" stamaði Pilker, „a- hmm-ja. —" Gjaldkerinn virtist skilja, að hann ætli við mann, sem ekki væri vanur að gegna erindum i. banka á hverjum degi. Og það var föðurleg umhyggja í rödd- inni þegar hann stakk upp á. ', „Átta fimm punda og tiu pundsseðla, til dæmis?" „Já, þakka yður fyrir!" svar- aði Pilker, sem nú varð að taka sig saman til að stilla sig um að reka ekki upp skellihlátur. „Já — það er ágætt!" Það lá við að hann slagaði þegar hann fór út úr bankanum — eins og hann væri ölvaður. Og það var hann lika — ölvaður aí sigri hrósandi vissu um, að lími kraftaverkanna er enn ekki liðinn. Þetta hafði tekist! En hann bafði líka vitað fyrirfram að það mundi takast! Mikil flónska að vera svona hræddur, úr þvi að hann vissi það fyrirfram að það mundi takast. En nú, úr þvi að svona var komið vel a veg, var ekki vert að stofna sjer í óþarfa liættu. Nú var það næsta að komast á burt úr þessu hættulega nágrenni án þess að eyða tímanum i um- þenkingar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.