Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N JÓLA-KERTI STERIN-KERTI MISLIT-KERTI STERINBLÖNDU-KERTI PARAFIN-KERTI ALTARIS-KERTI ANTIK-KERTI 35 CM.-KERTI KUBBAR KLUMPAR BHDKI. KERTI á Jólaboröiö. Sleðaferðir barna. Eftirtaldir staðir eru leyfðir fyrir sleðaferðir barna: Amarhóll. Torgið fyrir vestan Bjarnaborg milli Hverf- isgötu og Lindargötu. Afleggjarinn af Barónsstíg sunnan við Sundhöllina. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu. Egilsgata frá Barónsstíg að Hringbraut. Bjargarstigur milli Óðinsgötu og Bergstaða- strætis. Biskupsstofutún, norðurhluti. Vesturgata frá Seljavegi að Hringbraut. Bráðræðistún, sunnan við Grandaveg. Bifreiðaumferð um þessar götur jafnframt bönnuð. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 9. nóv. 1938. Jónatan Hallvarðsson settur. Austurbær: 1. 2. 3. 4. 5. 6. Vesturbær: 1. 2. 3. PRJÓNLESSÝNINGIN. Framh. af bls. 3. fá þa<5 band úr íslenskri ull, sem flestum íslenskum húsmæðrum og hannyrðasteinkum er tamt að kalla „garn“ — því útlent er það — hafa þær látið taka ofan af góðri íslenskri ull, síðan gert tilraunir með bandið og látið spinna það á ýmsan hált. Og svo er unnið úr þessu bandi. Það sjest sjálft á sýningunni og eins það, sem unnið er úr því. Það er fcllegt — og það er gott. En ef ekki er hægt, að ýta undir þær af kven þjóðinni, sem vantar útlent „garn“ til að vinna úr, þá er það ekki bet- ur hægt á annan hátt en þann, að biðja þær um, að skoða bandið á sýningunni — islenska bandið — og sjá livað úr því er gert. Og ef það er ekki hægt að ýta undir islenska þjóð nútímans, sem kanske aldrei hefir iært „úr þeli þráð að spinna“ þá verður það ekki betur gert með öðru en þvi, að þukla á íslenskum þelsokkum, eins og þeir eru þarna — og finna svo muninn á útlenda dótinu. Þá munu þeir sanna, að „holt er heima hvat“. Nánari lýsing á sýningunni verð- ur því miður að bíða næsta blaðs — og þá er sýningunni máske lokið. En þarna gefur að líta heilt safn af handbragði, listfengi, uppgötvunar- gáfu og smekkvisi ■— og alt er það íslenskt. Sjáið þetta alt, áður en það er orðið of seint og fylgist vel með auglýsingum dagblaðanna um hve- nær sýningunni verði lokið. Því að flestir fresta öllu sem hægt er að fresta til næsta dags. Andvari. MUSTAFA KEMAL ATATÚRK. Framh. af bls. 5. Hann tók og þátt í heimsstyrj- öldinni við góðan orðstír. For- sætisráðherra varð liann skömmu eftir að lýðveldið var stofnað og hefir verið það fram til þessa. Samvinna milli Kemals og hans var jafnan hin ágætasta og var hann Kemals önnur hönd í mörgum lielstu endurbótunum, er gerst hafa i Tyrklandi sein- ustu árin. Án efa hefir Ismet Pasha ver- ið sjálfkjörinn í sæti Mústafa Kemals, en hvort hann verður jafnoki hans á framtíðin eftir að skera úr. Nýjar bækur. Victor Heiser: LÆKNIRINN. ísafoldarprentsmiðja h.f. •— Freysteinn Gunnarsson þýddi. Þessi mikla og merkilega bók er sjálfsaga ameríkanska læknisins Victor Heiser og hefst á því, er hann 16 ára gamall lendir í árflóði í Pennsylvanía, sjer fæðingarbæinn sinn sópast á hurt og missir bæði föður sinn og móður. Hann stendur uppi alts laus en berst þó i því að læra til iæknis nær læknisprófi sem herflotalæknir og er sendur til Ev- rópu til þess að hafa eftirlit með heilsufari þeirra, sem fluttust til Bandaríkjanna. ítalir voru fyrsta þjóð in sem hann kyntist. Síðan átti hann eftir að dvelja lengur eða skemur í um þrjátíu þjóðlöndum en lengst dvaldi hann í Manila á Filippseyj- um, sem heilbrigðisstjóri Banda- ríkjastjórnarinnar þar. Að því loknu varð hann erindreki og starfsmaður hinnar frægu Rockefellerstofnunar og ferðaðist í hennar þarfir víða um heim, en þó einkum um Asíulönd. Eitt af fyrstu verkum hans á Fil- ippseyjum var að berjast við svarta- Framh. á nœstu síðu. JðlaMað FÁLKANS kemur út 18. desember. 56 síður, með skrautlegri kápu með mynd af Stranda- tindi við Seyðisf jörð í þrem litum á forsíðu. Afar fjölbreytt að efni, með sögum, greinum og fjölda mynda. Landsins stærsta og langsamlega besta jóla- blað, sem allir veróa að lesa. Eitthvað fyrir alia. Inn á hvert einasta heimili. Kostar aðeins eina kr. Þessvegna ódýrasta jólablað landsins. Munið að kanpa það í tíma.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.