Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 5
F A L K I N N ungra herforingja og stjórnmála- manna til fylgis við sig með það markmið fyrir augum að vinna gegn friðarskilmálunum frá Sev- rés, sem stjórnin i Konstantino- pel liafði gengið að. Hann er nú eins og fuglinn fljúgandi um alla Litlu-Asíu til þess að ala á and- úð gegn soldáninum og stjórn hans og hinum hörðu friðar- kostum. Árið 1919 var Kemal sendur til Litlu-Asíu til að afvopna tyrkn- eska herinn, en í staðinn fyrir að gera það vopnar hann hann bel-. ur og æfir hann til hernaðar. Stjórnin í Konstantinopel grun- ar hann nú um græsku og skoð- ai hann sem uppreisnarmann. En brátt kom á daginn að; Kemal átti traust þjóðarinnar í miklu ríkari mæli en stjórnin. — Kem- al þóttist sjá fram á að í Litlu- Asíu mundi innan skamms koma til átaka milli Tyrkja og Grikkja, og því væri gott að vera búinn við öllu. En hinsvegar horfur á því, að Englendingar og Frakk- ar mundu ekki skifta sjer mikið af því stríði vegna fjarlægðar. Enda var ófriðarins skamt að bíða. Hann braust út 1920 og stóð i tvö ár með nokkrum hlje- um að vísu. Kemal hafði komið á fót þingi í Angóra og með því sagt sig úr lögum viði hina lög- legu stjórn landsins, en herinn var allur á hans þandi, svo að liún gat ekkert aðhafst. Vopna- viðskiftin milli Tyrkja og Grikkja fóru á þá leið, að Grikk- ir biðu hinn herfilegasta ósigur, einkum urðu ófarir þeirra miklar i Anatolíu haustið 1922 og urðu þeira að semja frið eftir það. Fór Kemal fra'm með hinni mestu grimd í hinum grísku borgum út á ströndinni. Brendi hann þær margar, þar á meðal Smyrnu, og hafði manndráp i frammi. Nú hafði hann rekið erlenda hervaldið af höndum sjer, og var þá eftir að friða landið sjálft, því að Kúrdar og Ungtyrkir höfðu gert uppreisnir gegn hon- um. En ekki leið á löngu áður en hann hafði barið þær niður ineð harðri hendi. Þegar hjer var komið sögu var soldáninn flúinn úr landi, þar eð liann sá hvað verða vildi. Höfðu Ósmanar þá setið í hásæti Tyrkjaveldis í sex aldir. — IV. Friðarfundur var haldinn i Lausanne 1923, og sýndi hann, að Mústafa Kemal hafði ekki til einkis barist, þvi mjög breyttust nú skilmálar frá þvi sem verið Iiöfðu þeir í Sevrés. Tyrkir fengu nú alla Litlu-Asíu að heita mátti, vænan hluta af Armeníu og all- stórt landsvæði í Balkan. Full- tiúi Tyrkja á Lausannefundin- um var Ismet Pasha, er minst verður á siðar i þessari grein. í október 1923 er svo tyrkn- eska lýðveldið stofnað og Ang- ora gerð að höfuðborg. Var Ke- nial kosinn forseti þess og var það síðan 15 ár, til dauðadags. Það verður ekki sagt að hann hafi verið iðjulaus þessi árin. Hann kom á einum róttækustu breytingum sem nokkur þjóð- höfðingi hefir komið á á svo skömmum tíma. Beitti hann ó- spart einræði því, sem honum hafði verið i hendur fengið, til þess að koma þeim á. í breyt- inga- og umbótastarfinu var Is- met Pasha hans önnur hönd, en hann hefir verið forsætis- ráðlierra Tyrkja síðan 1924. Auk þess sem Kemal var for- seti lýðveldisins hjelt hann á- fram að vera yfirhershöfðingi landsins. Kalífaembættið, æðsta embætti kirkjunnar, lætur hann afnema, en gerist sjálfur yfir- maður hennar. í senn er hann því forseti þjóðarinnar, yfirmað- ur hersins og kirkjunnar. Brátt kom það í ljós er Kemal var sestur að völdum, að hann var brennandi áhugamaður um öll fræðslumál. Þegar hann kom til valda voru þau í mestu niður- lægingu. 1924 ljet hann lögleiða ahnenna skólaskyldu. Skulu nú öll börn sækja barnaskóla i 5 ár. Ýmsir sjerskólar hafa verið stofnaðir í hans tíð, þar á meðal lagaskóli í Angóra. En háskób er aðeins einn í ríkinu, í Istam- bul (Konstantinopel). Menta- málin liefir hann kepst við að færa í svipað horf og hjá Vest- urlandaþjóðunum. Hann hefir látið taka upp latínuletur í stað tyrkneska stafrófsins, og lögboð- ið að tyrkneska skuli vera kirkju og mentamál, en ekki arabiska, eins og áður átti sjer stað. Mentun kvenna í Tyrklandi var engin er Kemal tók völd, en hann hafði ekki lengi verið forseti er hann kom á fót mörg- Tyrknesk hersveit ú göngu. um kvennaskólum, sem urðu brátt vel sóttir. Hann skildi að menning manna stóð völtum fæti „ef mentun vantaði snót". Konum i Tyrklandi hefir Kemal verið sannur frelsisgjafi. Áður voru konurnar lokaðar inni í kvennabúrum og höfðu gelding- ai einir umsjá með þeim. Áttu margir höfðingjar mjög marg- ar konur, svo að tugum og hundruðum skifti. Mátti oft reikna efnaliag manns eftir þvi hve margar konur hann átti. Þegar þeim var hleypt út fyrir hússins dyr urðu þær að bera blæju fyrir andlitinu og voru „vaktaðar". Þessum ósiðum út- rýmdi Kemal. Hann bannaði fjölkvæni með lögum. Og gekk á undan með því góða eftirdæmi að eiga aðeins eina konu. En hjónaband hans fór nú ekki bet- ur en það að þau skildu. Mun konan hafa verið nokkuð stór- brotin í lund eins og Kemal sjálfur. Nú mega konur í Tyrk- landi sýna sig blæjulausar hvar sem vera skal, dansa og skemta sjer eftir vild, iðka íþróttir og sýna sig hálfnaktar á leiksviði, en klæðast annars alveg að hætti kvenna í Vestur-Evrópu. Og að ýmsum störfum og stöðum hafa þær nú jafnan aðgang og karl- menn. En það eru ekki aðeins kon- urnar í TyTklandi, sem hafa „bú- ist um" heldur og karlmennirn- ir. Hin þjóðlegu höfuðföt, svo sem fesinn hafa t. d. orðið að þoka fyrir hinum „nýmóðins" höfuðfötum samkvæmt lagaboði. Lög Tyrklands og rjettarfar var mjög úrelt, er Kemal varð forseti. Hefir hann gert sjer mjög far um að kippa því í lag og sniðið það eftir bestu fyrir- myndum Mið-Evrópuþjóðanna. Verklegar framkvæmdir hafa orðið geysimiklar í landinu á síðustu árum, þó að eðlilega standi það þar að baki þjóð- um, sem vöknuðu til þeirra miklu fyr. Eitt af því seni Kemal gerði sjer alt far um var að Tyrkland hið nýja yTði aðeins fyrir Tyrki. Af reynslu hafði hann fullviss- að sig um að ekki væri gott að Evrópuþjóðirnar fengju mikil tök í landinu. Það gat orðið dýrt spaug. Fyrir bans framtak og dugnað í Lausanne fekk hann því komið til leiðar, að fleiri hundruð þúsund Tyrkja voru flutt frá Grikklandi yfir til Litlu- Asíu og fjöldi Grikkja aftur það- an til Grikklands. Mun þetta hafa reynst heppileg ráðstöfun hvað snerti friðinn innanlands og einingu þjóðarinnar. Tyrk- land fyrir Tyrki hefir verið eink- unnarorð Kemals. Mústafa Kemal hefir fengið misjafna dóma af samtíð sinni, en enginn frýr honum dugnað- ar. Sannur ættjarðarvinur hefir hann reynst og maður óeigin- gjarn. Hann hefir lítt borist á og hirðir lítið um há laun, titla eða virðingarmerki. Framgang- ur tyrkneska ríkisins hefir hon- um verið fyrir öllu. Og þær framfarir, sem orðið hafa í rík- inu undir forystu hans votta að hann hefir verið afburðamaður. Mústafa Kemal sannaði það, að hann kunni að fara með völd, bæði á friðar og ófriðartíma. Á seinustu árum fekk hann viðurnefnið Atatiirk, sem þýðir faðir tyrknesku þjóðarinnar. VI. Við dauða Kemals varð Ismet Pasha, sá er áður .er getið um, forseti tyrkneska lýðveldisins. Hann er fæddur árið 1884, og gekk í tyrkneska herinn ungur að aldri. 1908 tók hann þátt í Ungtyrkjauppreisninni, er hinum gamla soldáni var steypt af stóli. Framh. á bls. ík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.