Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 LÆKNIRINN. Framh. af bls. 3. dauðann, sem jaínan Var að berasl til Manila frá viðskiftahöfnum í Kína. Og svo rak hver drepsóttin aðra: kólera, blóðsótt, malaría, holds- yeiki og margar fleiri. Lýsingin á þessari baráttu Heisers er fræðandi og íhugunarverð fyrir þá sök, að hann leitast jafnan við að lýsa þvi l'yrst og fremst hvernig hann leit- aðist við að nema á burt orsakirnar og hindra útbreiðsJu smitunarinnar. Hann berst gegn rottum og flóm þeg- ar hann er að takmarka svartadauð- ann og hann setur vörð um vatns- bólin þegar kóleran brýst út. Le:i- andinn fær óafvitandi fróðleikinn, sem hinn reyndi höfundur getur miðlað, í skemtilegu söguformi. Og um leið kynnist hann háttum, hjá- trú og venjum frumstæðra þjóða, sem öldum saman hafa vanist við að virða að vettugi alt það sem kallað er hreinlæti og sáralitla þekkingd hafa á þvi, hvað heilnæmt er og hvað ekki. Höfundur segir alveg ó- venjulega skemtilega frá, svo að öll bókin er hin læsilegasta og stendur í því tilliti ekki að baki bestu skáld- sögu. Jafnframt því að segja frá eig- ic. reynslu sinni víðsvegar um heim rekur hann nokkuð almenna sögu ýmsra þeirra drepsótta og hörunds- sjúkdóma, sem mannkynið hefir mestan ýmigust á. Kaflinn um holds- veiki veitir t. d. afar mikla fræðslu en er þó skrifaður þannig, að hver maður les hann með spenningi. Af bókinni kynnist lesandinn og talsvert hinni stórmerku stofnun Rockefeller Foundation, sem vegna hinna risavöxnu gjafa Rockefellers læfir getað orðið stórvirkari í bar- áttunni fyrir því, að grafast fyrir uppruna sjúkdóma og finna varnir HEIMSÞING DVERGA. í febrúar halda dvergar alheims- þing i Budapest. Þangað koma full- trúar frá flestum löndum Evrópu, frá Suður-Ameriku, Asíu og Ástralíu. Á dagskrá er fjöldi mála, fyrst og fremst ýms þjóðfjelagsleg atriði sem dvergar óska umbóta á. Þeir vilja til dæmis krefjast þess að fá far fyrir hálft gjald á járnbrautum og spor- vögnum, en jafnframt krefjast þeir þess, að þeir sjeu ekki reiknaðir minni menn en aðrir, því að dverg- ar «ru yfirleitt montnir menn. Þá vilja þeir láta það opinbera tryggja sjer greiðslu á kaupi, sem þeim er lofað á sýningum. Þeir hafa og í hyggju að stofna blað og koma upp elliheimili fyrir dverga. í Budapest er sjerstakt dverga- lcikhús, en það varð fyrir miklu óhappi núna i vetur. Helsta leikkon- an fór alt í einu að vaxa. Hún óx og óx og innan skamms bar hún höfuð og herðar yfir alla dvergana, sem hún ijek með, svo að hún hefir orðið að hætta leikstörfum. — Það gleður mig mikið, tengda- sonur sæll, að þú hefir ekki þurft að biðja mig um hjálp til að reisa bú. ! — Nei, fyrsta afborgunin fellur ekki fyr en eftir einn mánuð. gegn þeim, en nokkur önnur stofn- un í heiminum. Freysteinn Gunnarsson skólastjóri hefir þýtt bókina og tekist að gefa henni alþýðlegan búning, eins og hans var von og vísa. Er þetta stór bók (rúmar 420 bls.) i stóru broti og frágangur allur hinn vandaðasti, þegar frá er skilið, að talsvert er i henni af prentvillum. Blóm & Ávextir, Við undirritaðir leyfum okkur hjer með að tilkynna að við höfum selt Mjólkurfjelagi Reykjavíkur verslun okkar Blóm og Ávextir. Um leið og við þökkum heiðr- uðum viðskiftavinum fyrir ánægjuleg viðskifti, óskum við að þeir láti hina nýju eigendur njóta sömu velvild- ar og viðskifta. Reykjavík, 3. desember 1938. Ásta Jónsdóttir'ÓIafía Einarsdóttir Við undirritaðir leyfum okkur hjer með að tilkynna, að við höfum samkvæmt ofanrituðu keypt Verslunin Blóm & Ávextir. Við væntum þess, að heiðraðir viðskiftavinir versl- unarinnar láti okkur verða aðnjótandi viðskifta sinna í framtíðinni. Munum við gera alt sem í okkar valdi stendur til að gera þeim viðskiftin hagkvæm og ánægju- leg, og munu hinir fyrri eigendur verslunarinnar veita henni forstöðu fyrst um sinn. Reykjavík, .3. desember 1938. Mjólkuríielao Reykjavíkur. j^ M AN CHETTSK YRTUR HÁLSBINDI FLIBBAR HALSKLÚTAR NÆRFATNAÐUR SOKKAR NÁTTFÖT AXLABÖND SOKKABÖND BINDAKASSAR ENSKAR HÚFUR FLUGHÚFUR REGNKÁPUR SKINNHANSKAR FERDATÖSKUR ULLARTEPPI VATTTEPPI PEYSUR HANDKLÆÐI jólanníi! 99 Italskir Hattar Sykírakkar FALLEGT ÚRVAL. I FJÖLBREYTTU ÚRVALl FATADEILDIN 3J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.