Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.12.1938, Blaðsíða 11
F A L K.l N N 11 VNG/ttl LES&NfcUftNIR Akarnbrúða og reyrflauta. Úti i skógi niá l'inna marga hluli sem með dálitlu hugviti má fá ým- islegt út úr. Hjerna ern ykkur gefnar nokkrar hugmyndir: Dtmsaiidi akarnbrúða. Af nokkrum mismunandi stóruin akörnum getið þið búið ykkur til skemtilegt leikfang. Takið litlu „hett- urnar" af akörnunum ykkar (mynd 1) og nuddið hvert akarn með ]>urku. Af fjórum akörnum, þrem stórum og einu smærra, er búkur brúðunnar, hálsinn og höfuðið búið til (mynd 2). Samsetningin er gerð með stoppunál, sem stungið er gegn- um alla partana, — gætið að þvi afi stinga ykkur ekki í fingurna. Lál- ið akarnið, sem nota skal í höfuð, á hliðina, svo að litla nibban myndi nefið. Nú Jítum við á mynd 3 - - þar sjáið þið fullgerða akarnbrúðu. Handleggirnir eru stálþráðsbúta,-. sem i'estir eru inn undir hálsirin og hvor fótur er myndaður af fjórurn smáakörnum og einu stærra. A myndinni sjáið þið greinilega hvern- ig þessi akörn eru dregin upp á þráð, sem gengur gegnum neðri parl búksins og gegnum fótinn. Sterkur hnútur undir hvorum fætinum held- um honum saman — strengið þó ekki þræðina svo fasl, að brúðan verði staurfætt, munið það, að hún á að dansa. Ein af litlu „hettunum" er limd á eins og hattur, og með bleki er teiknað andlitið, hnappar o. s. frv. Bindið nú brúðuna fas'a á nokkuð langan þráð; er honum brugðið eins og lykkju um hálsinn á brúðunni, bindið . annan enda þráðarins fastan við stólfót, alvsg niður við gólf, eða þá festið hann með teiknibólu í sjálft gólfið, (mynd 4). Lyftið nú upp hinum enda þráö- arins þaS mikið að brúðan standi PANFLAUTA, BÚIN TIL UR REYR. Sje mýri eða smávatn í skóginum, getið þið skorið ykkur nokkrar stangir af reyr, eins gildar og hægt er. Ur þessum reyr getið þið auð- veldlega búið ykkur til ágætt hljóð- færi. SkeriS reyrinn til milli tveggia „liða", þannig að efri liðurinn sje alveg skorinn burt meðan sá neðri myndar botn reyrsins. Hvernig þetta er gert, sjáið þið efst á myndinni. Blásið nú ofan í reyrinn, alveg eins og þegar þið blásið ofan i flösku eða holan lykil — og skerið af efri endanum, þangað til þið fáið hreinan tón, sem nota má sem upp- hafstón i venjulegum átta nótna tón- stiga. Prófið ykkur nú áfram á þenna hátt, þangað til þið hafið fengið átta reyrstangir, sem mynda heilan tónstiga, frá lægsta tóni lil hiiís hæsta. Munið, að þvi lengri sem reyrinn er því dýpri verður tónn- inn — og öfugt. Og að lokum leggið allar — átta — stangirnar i röð og límið þær saman milli tveggja þunnra spýtna — og nú er Panflaut- an tilbúin. Ef þið æfið ykkur getið þið flautað ljett smálög á þetta heimagerða hljóðfæri. á gólfinu — og kippið svo í þráðinn — þá verður brúðan fjörug, megið þið vera viss um. Eftir dálitla æf- ingu getið þið Játið brúðuna gera margskonar kúnstir. Á mynd 5 sjaið þið akarnbrúðuna i fullum gangi. í barátíu fyrir rjettlætinu. 25) En O'Connor liðsforing.ja hafði auðsjáanlega ekki grunað neitl, þar eð hann var upptekinn af þvi 'að stýra bátnum í straumnum, sem var harla þungur, uppi við fljóts- bakkann. Þeir voru komnir upp undir trjeð og Bobby reis upp litið eitt — Iiann fann á sjer hvað gerasi mundi. 2(i)0'Connor rak skyndilega upp ó]) — hann hafði merkt um stund, að Bobby var ekki með hugann við árina, — en nú var það um seinan. Tveir brúnir, sinamiklir handleggir lcygðust frá trjenu og i áttina til Bobby, sem ekki var seinn á sjer n'ð I'leygja árinni og gripa í þá með sínuni hlekkjuðu höndum. Bobby spyrnti kröftuglega í botninn á bátnum og liðsforinginn, sem var alveg forviða, mátti hafa sig allan við til að ná jafnvæginu. Bjarni litli var viðstaddur brúð- kaup stóru systur sinnar og sat hjá móður sinni í kirkjunni. Alt í einu segir hann: — Af hverju ertu að grála, mamma? Ekki er verið að gifta þig! — Æ, sagði Englendingurinn við Skotann, er þeir stigu út úr lestinni frá Glasgow í London. Þetta hefir verið löng og þreytandi ferð. — Já víst er það, sagði Skotinn. — En það er nri annaðhvort, fyrir alla þessa peninga. 27) Himinlifandi heilsaði Bobby Indíánavininum sinum, Rauða Hirti, sem hafði dregið hann upp úr bátn- um — þeir sátu nú baðir á gildri grein, sem teygðist út yfir vatnið. „Ekki getum við verið hjerna, Rauði Hjörtur", sagði Bobby með nokkr- um kvíða, „O'Connor kemst bráðum á land". Rauði Hjörtur benti bros- andi í gegn um laufþyknið, og þeg- ar Bobby gætti betur a'ð, sá hann, að báturinn var á hvolfi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir liðsfor- ingjans til að koma honum á rjett- an kjöl. Liðsforinginn mátti hafa sig allan við til að halda sjer á floti — hann synti í áttina lil fljótsbakkans hinumegin. ¦— En allir erfiðleikarnir hjá þeim fjelögunum eru ekki búnir enn. Um það sannfær- umst við i næsta blaði. FLOTTINN UR SÚDETAHJERUÐ UN Ll M. Á dögunum, þegar horfurnar um heimsstríð voru sem dekstar, flýði fjöldi fólks úr Súdetah.jeruðuniim til Þýskalands. Á myndinni sjesl kona vera að fara yfir landamærin með sængurfötin sín á bakinu. MÁLAFERLI GEGN JAMES HINES. Hinn frægi Tamany flaíl foringi, James Hines (t. v.) hefir verið mynd aður hjér á undan rjettarhaldi í New York þar sem einri af vinum hans er að leggja honum góð ráð. PAFAHOLLIN I AVIGNON. Frá vínuppskeruhátið í Avignon. Skrúðganga framhjá hinni i'ornu páfahöll. En eins og almenningur veit var Avignon undir hin'ni „ba- býlonisku herleiðingu þáfaúna" a'ð- setustaður páfans. Við prófborðið. — Hvað getið þjer sagt mjer uin Lúter, kandidat? — 0, ekki annað en all gott, hr. prófessor.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.