Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1939, Qupperneq 2

Fálkinn - 03.02.1939, Qupperneq 2
F Á L K I N N GAMLA Bfó. sýnir næstu daga Gefjunkvikmynd- ina Konan, sem ekki vihii giftast, sem tekin er eftir samnefndri sögu Mia Zellman. Hinn afburða vinsæli leikari Gustav Fröhlich leikur stærsta hlutverkið, Heinz Wiegand verkfræðing. Stærsta kvenhlutverk- ið, konuna sein ekki vildi giftast, leikur Dorothea Wieck. Aðrir leik- endur eru ekki verulega kunnir hjer. Kvikmyndin gerist í Rúmeniu, l>ar sem hinar miklu auðsuppsprett- ur, olían, eru faldar í jörðu. Ungur verkfræðingur, Heinz Wie- gand, hefir fengið stöðu við olíu- námurnar miklu í Campína, sem frú Ileana Manescu á og stjórnar. Þö hefir hún forstjóra, Kiriak að nafni, sjer við hlið. En lnin er nú ekki hepnari með hann en svo, að hann er viljalaust verkfæri í hönd- unum á oiiubraskaranum Maravilla, sem náð hefir undir sig olíuiðnaðin- um í Mexiko og Venezuela og leggur nú mikið kapp á að ná tökum á oliuiðnaðinum í Rúmeníu. Wiegand er fullur áhuga fyrir því að koma á ýmsum endurbótum við oliuverið, en Kiriak eyðileggur tilraunir hans jafnóðum. Að lokum krefst hann þess að ná fundi eigandans, sem hann heldur að sje karlmaður. — Honum hregður því heldur en ekki í brún þegar hann sjer að þetta er ung og falleg kona. Þessi fundur þeirra hefir mikla þýðingu fyrir hinn unga verkfræðing, því að bæði vinnur hann traust hennar sem verkfræðingur og svo verður hann verulega ástfanginn, í fyrsta sinn i æfi sinni. Svona er málum háttað, þegar baráttan byrjar milli Maravilla og Wiegands, en hún snýst ekki aðeins um kepnina á olíumarkaðinum, heldur og um ástir og auð Manescu. Maravilla er bragðarefur og vell- auðugur, svo að Wiegand verður erfið baráttan við hann. — Myndin er fjörug og spennandi með köflum, og leikur Gustav Fröhlich er ágætur að vanda. — Kvikmyndahúsvinir munu nú nota tækifærið að sja hann. — Tvo mánuði á tindunum. Luis Trenker í þverhnýptum hömrum. Luis Trenker hefur nú lokið við að leika í fjórðu kvikmyndinni sinni. Eins og þrjár þær fyrri fer hún fram í Ölpunum. „Hefnandi hvítra tinda“ (The Challenge), tekin af „London Film“, snýst um uppgönguna á Matterhorn. Englendingur og ítali berjast um að ná tindinum. Til sárra vonbrigða fvrir ítalann er það, er hinn frægi fjallgöngumaður Edward Whymper, reisir enska flaggið á tindi Matterhorn árið 18G5. Whymp- er er leikinn af Robert Douglas, en Luis Trenker er ítalski fjallgöngu- maðurinn Carrel. Þetta er áreiðanlega hlutverk, sem á við hann. Áður en hann fór að leika í kvikmyndum hafði hann í 12 ár og betur verið fylgdar- maður í Dolomitfjöllunum, og þrátt fyrir freistandi tilboð frá Hollywood vill hann ekki yfirgefa fjöllin sín kæru. Upptakan af fjallaþáttunum í kvikmyndinni olli nokkrum örðug- leikum. í meira en tvo mánuði urðu leikendurnir að dvelja á Matterhorn. Að sleplum Luis Trenker hafði eng- inn leikendanna klifrað áður, og það leið á löngu áður en þeir gátu leikið hlutverk sín, svo að Luis Trenker væri ánægður með. Það var ekki altaf jafn hættulaus leik- ur, sem þeir áttu að leika í. Robert Douglas varð t. d. í einum þættinum að hanga utan í þverhnýptu bergi og var regindjúp undir. Dvalarstaður leiðangursins var lít- ill fjallakofi, á miðjum Matterhorn. Á hverjum morgni varð fólkið að rísa á fætur fyrir dögun, og kl. 4 byrjaði liin erfiða ganga upp á tind- inn, þar sem hinir stórkostlegu Alpa- þættir voru teknir. Það var nauð- synlegt að byrja svona snemma tit að fá rjettan lit á myndirnar. Það sem annars þurfti til myndatök- unnar, hafði verið flutt þangað áður af 24 þaulvönum fjallgöngumönnum. Það er talið, að útkoman af öllu þessu erfiði hafi orðið ágæt, og að myndirnar frá hinum tigulegu snævi þöktu Alpatindum, myndi stórskor- inn ramma um hina mörgu áhrifa- ríku viðburði myndarinnar. Spencer Tracy og Joan Crawford í „Mannequin." Það hefir blásið margt á móti Joan Crawford upp á síðkastið. Frá því hún ávann sjer heimsfrægð í kvikmyndunum „Grand Hotel“ og „Dansandi Venus“ (Dancing Lady), liafa kvikmyndir, sem hún hefir leikið i litla hylli hlotið. Við þetta hafa svo hjúskaparáhyggjur bætst. Fyrir þrem árum giftist hún Fran- chot Tone í allri leynd, en hjóna- bandið mishepnaðist og hefir ný- lega verið leyst upp. Eftir alt þetta mótlæti verðskuldaði hún sannar- lega að fá uppreisn, og hana hefir hún fengið i kvikmyndinni „Manne- quin“, sem gerð var undir stjórn Frank Borzage. Myndin er um litla stúlku úr fátækrahverfi, sem verður „Mannequin“ og giftist ungum fildarminning Siguröar Júnssunar fangauarðar. Síðasta dag janúarmánaðar voru liðin 100 ár síðan Sigurður Jónsson, sem hjer var fanga- vörður um langt skeið, fæddist austur á Síðu. Sigurður var beykir hjer í hæ og athafnamað- ur hinn mesti um það bil, er hegningarliúsið við Skólavörðu- stig var fullsmíðað árið 1873. Hann var þvi ráðinn fangavörð- ur og gegndi því starfi í 33 ár með alveg sjerstakri samvisku- semi, stjórnisemi og mjannúð, uns hann ljet af starfinu árið 1909, en ljest tveimur árum síð- ar, sjötugur að aldri. — Sigurður var mjög vel lið- inn maður, sem allir eldri og miðaldra Reykvíkingar muna að góðu einu. Af 12 börnum hans eru nú aðeins tvö á lífi, en barnabörnin eru mörg, öll mann- vænleg og drengskaparfólk eins og þau eiga ætt til. Svíum hefir farið mjög aftur með barneignir siðustu áratugi, svo að ýmsum þjóðhollum mönnum hefir þótt nauðsynlegt að hvetja fólk til aukinna barna. Þetta virðist hafa borið árangur því að á öðrum árs- fjórðungi ársins 1937 fjölgaði fædd- um umfram dána um nær 2000 frá því á næsta ársfjórðungi áður. HeÞr orðið mikil gleði í Svíþjóð út af þessu. manni, sem liún elskar. En hann reynist að vera lítill karl. Ríkur skipeigandi (Spencer Tracy) verður ástfanginn af henni, og þau verða þá fyrst hamingjusöm, eftir að hahn hefir mist allar eigur sínar, og verð- ur að byggja fjárhag sinn upp á ný. Hamingjudraumur hennar er sá, að komast í þriggja herbergja íbúð með baði. — Joan Crawford segir svo frá, að þegar hún fjekk hand- ritið, las hún það með þeirri til- finningu, að hún þekti söguhetjuna mjög vel, og að síðustu rann það upp fyrir henni að örlög stúlkunnar væru svo lík hennar eigin örlögum, að hún þyrfti ekki nema að leika sig sjálfa. Ef til vill er það þetta, sem hefir orðið þess valdandi, að „Mannequin" hefir þótt svo frábær — áhorfendurnir vilja nú altaf helst sjá fólk eins og það er. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Rilstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-G. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö t s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kii. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. „Að hugsa rjett og vilja vel“ eru þeir tveir kostir, sem mikilverðastir eru í fari mannsins. Því að af þeim manni, sem það gerir, hlýtur ávalt að leiða gott en ekki ilt. Það er ekki öllum gefið að hugsa rjett. Því að dómgreindin er ekki öllum gefin, nje mentunin til þess að finna dómi sínum rjettar forsend- ur. Þess eru mörg dæmi, að uppeld- ið og aðstæðurnar í uppvextinum skapa manninum sjóndeildarhring, sem ekki getur staðist gagnrýni, þess eru jafnvel dæini, að skólarnir ein- beita hug nemandans í ákveðna ált og blindar hann fyrir öðru, sem eigi síður mætti heilbrigðri hugsun að gagni koma. Þröngsýni i hugsun og dómum er því ekki altaf synd gegn betri vilund nje meðfæddur skap- löstur, heldur oftar óhjákvæmileg afleiðing ytra áhrifa. Og þvi er ekki rjett að áfellast neinn fyrir það, að hann kunni ekki að liugsa rjett, fremur en maður væri áfellisverður fyrir að ganga með sjúkdóm, sem lionum var ósjálfráður. Hitt er enn meira áríðandi, að vilja vel. Það er lykillinn að allri þeirri farsæld, sem veröldin hefir að bjóða, á sama hátt og öll bölvuri mannkynsins hefir fyr eða síðar stafað af þeim mönnum, sem vildu öðrum ilt. Viljinn til ills stafar fyrst og fremst af meðfæddri drotnunar girni einstaklingsins skammsýna, sem ætíð sjer þá leiðina vænlegasta til fraina að troða aðra niður. Það þarf ekki að leita til herkonunga og heimsfrægra ribbalda til þess að finna slíka menn, þeir eru allstaðar og það sveitar- eða bæjarfjelag mun ekki til á öllu Islandi, að eigi megi finna þar slíka menn. Þeir eru ýmist höfðingjar i sínu hjeraði eða þeir eru máske ekki nema hokrandi lubb- ar á miðlungskoti og hafa ekki kom- ist hærra þrátt fyrir viljann. En síst eru þessir síðasttöldu skárri en liin ir; þeir eru jafnvel verri, því að hjá þeim glæðir öfundin ilhnenskuna og þá fyrst og frernst öfundin til þeirra, sem komist hafa áfram, án þess að vilja öðrum ilt. Öllum er kunnugl hvilík óhemju verðmæti fara forgörðum, þegar ill- vilji og hatur voldugra manna verð- ur orsök bálanna sem kölluð eru styrjaldir. Þá er verðmætunum henl í sjóinn, svo að margra ára starf jiarf lil þess að koma öllu í samt lag aftur. En mönnum sjest yfir lrað smærra. Það sem illvilji einstakl- ingsins eyðileggur fyrir náunga hans og það sem illvilji í opinberum mál- um kostar þjóðirnar. W/VlVlVlV

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.