Fálkinn - 12.05.1939, Qupperneq 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BÍÓ.
Þá er nú Gamla Bíó byrja'ð að
sýna Mjallhvít — liina frægu teikni-
kvikmynd Walt Disney, sem bygð er
á æfintýrinu uin „Mjallhvit, sem fór
yfir fjöliin Jiau sjö“.
—• Kóngsdóttirin Mjallhvít, sem
mist hefur inóður sína og eignast
vonda stjúpu, flýr út í skóginn til
dverganna til Jiess að losna undan
reiði stjúpu sinnar, drotningarinnar.
Drotningin, sem er göldrótt, breytir
um ham og fer út í skóginn ineð
citrað epli, sem hún ginnir Mjall-
hvit til að eta, Jiví að dvergarnir eru
hvergi nærri. Mjallhvit hnigur niður
sem dauð væri, og þegar dvergarnir
koma heim leggja þeir liana í gler-
kislu og bera hana burt. Og liggj-
andi i kistunni finiiur konungsson-
urinn hana og vekur hana aftur til
lífsins með kossi.
—• — Walt Disney er frægur mað-
i.r. M. a. skapaði hann Micey Mouse,
scm mörgum er í minni. Sum-
staðar Jiótti hún svo ósiðleg að henni
var bannað að sýna sig. Nafn benn-
ar var á hvers manns vörum engu
síður en þjóðhöfðingja og stjórn-
málamanna, þó að hún væri aðeins
teiknuð stelpa, hugarfóstur Walt
Disney.
En þeim mörgu er sjeð hafa bæði
Mickey Mouse og Mjallhvít telja
hina síðarnefndu miklu fremri frá
hendi höfundarins.
Hvarvetna þar sem Mjalihvít hef-
ir verið sýnd ennþá, hefir hún vak-
ið einstaka hrifningu Hið alvarlega
og skoplega úr æfintýri Grimm er
dregið ljóst og eðlilega fram. Svo
eðliiegur er gangur myndarinnar,
að vart verður merkt að um teikni-
kvikmynd sje að ræða og af Jiví
má vera ljóst, hvílíkt snildarverk
inyndin er. Gamlir sem ungir njóta
hennar í sama mæli. Hún laðar fram
bros og jafnvel tár. Myndin er svo
einföld, ljett og óbrotin, að allir
skilja hana og fylgjasl með hverju
ídriði frá upphafi til enda.
Walt Disney segir að allir sjeu
börn, ungir sem gamlir, kariar sem
konur, og teiknikvikmynd hans er
m. a. miðuð við það.
Njótið háfjallasólarinnar í
SPORTBUXUM,
POKABUXUM,
SKÍÐABUXUM
OG
FÖTUM
frá ÁLAFOSS
Þingholtsstr. 2. Reykjavík.
Tveggja manna tjöld kosta 25 krónur
Fjögurra manna tjöld kosta 45 krónur
Átta manna tjöld kosta 90 krónur
S| lortvörnhns Reykjavíknr.
Skíði, Skíðastafir og Skíðabönd.
Fjelög og einstaklingar eru beðnir að gera
pantanir sínar nógu tímanlega fyrir haustið.
Framleiðum aðeins úr fyrsta flokks efni. —
Vönduð vinna.
Pantanir sendar um alt land gegn póstkröfu.
HÚSGÖGN & SKÍÐI
Sími 4551. Vatnsstíg 3. Reykjavík.
ítalska kvikmyndadísin Isa Mir-
anda, sem ieikið liefir aðalhlutverkið
í ýmsum stórmyndum er Italir liafa.
tekið síðustu árin, er nú komin til
Hollywood og leikur þar í stórmynd,
sem heitir „Hotel Imperial“. fsa Mir-
anda hefir á þeim stutta tíma sem
lnin liefir dvalið vestra komist svo
vel niður í ensku, að hún talar málið
lýtalaust. En stundum, þegar henni
er mikið niðri fyrir verður henni það
á að fara að tala ítölsku upp úr
þurru. Þegar hún sleppir sjer í
leiknum liættir henni mest við að
sletta itölsku. Leikstjórinn fann ráð
við Jiessu. Hann tók skilti, sem á
stóðu orðin „No smoking" (reyking-
ar bannaðar) og ljet mála á það aft-
an vert orðið „Englisli!“ Nú liófst
myndataka og i atriðinu sem taka
skyldi átti Isa Miranda að reykja
sigarettu í ákafa. Leikstjórinn ljet
bregða upp skiltinu, en til allrar ó-
gæfu sneru orðin „No smoking“
fram. Og Isa Miranda varð svo for-
viða, að hún sletti engri ítölsku.
MERKILEGT ÚR.
Prinsinn af Wales, sem síðar varð
Georg konungur IV. fjekk á sínum
tima úr eitt að gjöf frá hertoganum
af Orleans. Var það eins og haus af
negrastúlku og demantfesti uni háls-
inn og önnur um liárið. í eyrunum
voru gullhringir. Þegar tekið var í
annan eyrnahringinn sást tímavísir-
inn í hægra auga haussins, en mínútu
vísirinn í J>ví vinstra. En ]iegar tekið
var í liinn eyrnahringinn sló klukk-
an.
Hvergi i Evrópu er meira af göml-
um liúsum en i Niirnberg í Þýska-
landi. Þar eru yfir 1700 hús frá 16.
—17. öld og yfir 3500 liús frá 17.
og 18. öld.
í New York er lengsti dagur ársins
aðeins 15 stundir, i London 16%, í
Leningrad 19 stundir og á heim-
skautunum 4428 stundir.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritsljórar:
Skúli Skúlason.
Sigurjón Guðjónsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Anglýsingaverð: 20 aura millim.
HEIlBERTSprenh
Skraddaratiankar.
íslendinga skortir efni til liess að
reka auglýsingabaráttu i stórum stíl
úl á við. Aðeins einn íslenskur
sendiherra er til í allri veröldinni.
Þær hafnir, sem fá heimsókn ís-
lenskra skipa, er hægt að telja á
fingrum sjer. Og vörurnar, sem ís-
land selur, eru keyptar af sárfáum
löndum. ísland á því litla stoð i
liessu hvað auglýsingu snertir.
Fornbókmentirnar og Iiekla og
Geysir eru og hafa verið áhrifa-
mesta auglýsingin, sem ísland á.
Allur liorri mentaðra ensku- og
þýskumælandi manna kannast við
ísland af fornbókmentunum og fjöldi
almennings kannast við nöfn Heldu
og Geysi og rámar í, að þessir stað-
ir sjeu á eyju einhversstaðar norð-
arlega í Atlantshafinu. Allflestir ís-
lendingar gera sjer ljóst, að Hekla
og Geysir hafi auglýsingagildi út á
við, en hitt er fjölda manna sorg-
lega hulið, að fornbókmentirnar
hafa stórum meira gildi ti) þess að
kynna land og þjóð. Hekla og Geys-
ir kynna sem sje alls ekki þjóðina
lieldur aðeins landið.
Það er viðurkent af þeim, sem
um slík mál hafa hugsað, að bók-
mentunum eigi íslendingar þjóðar-
líf sitt að launa. En gera menn sjer
Ijóst, að hin sama regla gildir og
í framtíðinni. Á menningu sinni á
þjóðin að lifa, en Hekla eða Geysir
hr.fa aldrei verið lífgjafar hennar.
I hinni grimmu samkepni um, að
fá liljóð í eyra hins mikla umheims,
verða bókmentir íslendinga eina
vopnið, sem dugir. En það vopn er
ekki notað. Jafnvel ekki á Norður-
löndum. Sigurður Nordal benti vísl
fyrstur manna á, hve vel það væri
til fallið, að halda hjer sumarnám-
skeið fyrir erlenda kennara og stúd-
enta í norrænuin bókmentum. Þetta
mál varðar ekki aðeins Norðurlönd
heldur alla norrænufræðinga heims-
ins, en samt hefir það ekki verið
framkvæmt. Jafnvel frændþjóðirn-
ar liafa ekki skilið hvílíkur hágur
þeim væri að slíkri mentun, sem
dvölin er í landi hinnar lifandi
norrænu tungu, og Jió veitti þeim
ckki af að skilja það, ekki sísl
þeirri Jijóðinni, sem svo er komið
fyrir, að hún skilur ekki sitt eigið
mál. — En liað mun sannast, að
mnan skamms rætist úr þessu. Það
er framtíðarhlutverk íslands . að
verða norrænuháskóli heimsins og
leggja erlendum háskólum til ís-
lenska vísindamenn í norrænum
bókfræðum.
Og það er Jietta, sem verða mun
landinu betri stoð í kynningu en
nokkur heimssýning eða kvikmynda-
sýning.