Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1939, Qupperneq 7

Fálkinn - 12.05.1939, Qupperneq 7
F Á L K 1 N N 7 Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hefir tiýlega fengið þrjá gíraffa snnnan frá Þýskalandi og eru þeir helsta umtalsefni Hafnarbúa um þessar mundir og aðsákn að dýra- garðinum meiri en nokkru sinni fyr. Og frægð þeirra hefir borist til Sví- þjóðar. Svíar eru vanir að fjöl- menna til Hafnar á boðunardag Maríu og.nána seinast komu 10.000. Af þeim skoðuðu 2.600 gíraffana, en 32 komu á Thorvaldsenssafnið. Maðurinn hjer að neðan er Tiso prestur, forseti Slovakíu, sem varð lil þess, að Slóvakía og Tjekkía mistu sjádfstæði sitt. Skaut hann deilumálum sínum við Tjekka til Hitlers, sem vitanlega notaði tæki- færið til þess að láta greipar sópa um hið sundraða ríki. Myndin hjer að ofan er frá Brati- slava, sem var miðstöð sundrungar- hreyfingarinnar í Slovakíu í vor. Sjásl fremst á myndinni menn úr Hlinkahersveitinni, sem bljes mjög að kolunum og knúði fram, að Slo- vakar segðu sig úr lögum við Tjekka.. Stórhýsið á myndinni er stjórnarráðshúsið, sem jafnframt er þinghús Slovakíu. 1 baksýn sjest brúin yfir Doná og var öll umferð bönnuð um hana meðan ó.eirðirnar voru í Slovakíu. Myndin til vinstri sýnir kardinálana sem líklegastir þóttu til páfatignar áður en kosningin fór fram. 1 efri röð eru (taldir frá vinstri) kardín- álarnir: Schuster, Massimi, Della Costa, Pacelli (Píus 12.) og Fuma- soni-Biondini. En í neðri röð: Mar- chetti-Selvaggiani, Tedechini, Nas- alli-Rocca, Salotti og Maglioni, sem nú er, orðinn „utanríkismálaráð- herra“ hins nýja páfa.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.