Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 ÞÓRBERGVR ÞÓRÐARSON: ÚR ÝMSUM HEIMUM sem hann þekti, hjer og þar. Steinsbo var fastagestur í Fjós- inu. Ekki vegna þess að hann þyrfti þess fjárhagsins vegna, en hann kunni vel við sig þar. ,,Það er andleg miðstöð borgar- innar,“ var hann vanur að segja. Hann leit á hana aftur og horfði lengi á liana. „Hafið þjer orðið fyrir mótlæti i lífinu, ung- frú Bang“? spurði hann, „veru- lega djúpri sorg?“ „Nei, en það verður mikið á- fall fyrir mig ef jeg dugi ekki í þessu hlutverki.“ „Jæja, jaja. Þá skil jeg yður.“ Hann þagði dálitla stund. „Vitið þjer livenær jeg byrjaði að yrkja, ungfrú Bang?“ „Nei.“ „Það var þegar konan mín dó“. Orðin komu hægt og var- lega. Hún svaraði ekki. Vissi ekki liverju hún ætti að svara. Hana rendi aðeins grun í, að hún stæði andspænis einhverju, sem hún ekki skildi. Hann laul fram á horðið. „Manneskjan er eins og járnið, ungfrú Bang. Það verður aldrei golt verkfæri úr járninu nema það sje hert. Hert og stælt. Og sú hersla verður á mótlæti og sorgum. Aðeins með þvi eina móti. Faðir Ibsen liefir eilíflega rjett fyrir sjer þegar hann læt- ur íslendinginn Játgeir skáld segja í „Konungsefni": .Teg fekk gjöf sorgarinnar og þá varð jeg skáld. „En þá getur ekkert skáld orð- ið hamingjusamt." Það var bæði undrun og mótmæli i röddinni. „Hamingjusamt“. Hann band- aði frá sjer hendinni. „Það er ó- endanlega hlutlægt hugtak. — Spyrjið indverskan fakír eða ameríska hefðarmey livað þau eigi við með orðinu hamingja. Jeg býst við að þjer munduð fá nokkuð sundurleit svör. — Og ekki trúi jeg á, að hamingjan sje sama sem hepni og meðlæti. Það verður áð vera jafnlægi i lifinu. Án sorga og mótlætis kann maðurinn ekki að meta gleðina. Þá verður liamingjan eintóm og innantóm, sjálfsögð staðrevnd." Hann þagnaði og leit á klukk- una. „Nei, nú verðið þjer víst að fara, ungfrú Bang, ef þjer eigið að koma nógu snemma á æfinguna. Jeg lield jeg verði samferða og horfi á yður.“ Þau fóru. Það var grafhljóð í salnum. Augu allra mændu hugfangin á grönnu hvítklæddu stúlkuna á leiksviðinu. Hún liallaði höfðinu aftur, andlitið var tekið af þján- ingu og lnm sagði fram siðustu setninguna: „Nú er lífið einskis virði framar!“ Tjaldið fjell. Enn var þögn í salnum nokkra FRÁ ÁRNA Á VALBJARNAR- VÖLLUM. Um miðbik síðustn aldar bjó ó Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi bóndi sá, er Sigurður liét. Hjá hon- um var vinnumaður, Árni að nafni, röskleikamaður og dygðahjú. Vildi Sigurður bóndi með eligu móti missa liann úr þjónustu sinni. Árni fór til sjávar á hverri vertíð, eins og þá líðkaðist, og reri hann frá Bjerings- tanga, sem er milli Voga og Brunna- staða. Nú var það einn vetur öndverðan, að Sigurður bóndi tekur krankleika nokkurn, en fylgdi þó oftast fötum fram eftir vetri. Líður nú að þeim tíma, að Árni vinnumaður býst að fara í verið, eins og venja hans var, á úllíðandi þorra eða öndverðri góu. Þegar Árni fer að heiman, staul- ast Sigurður bóndi með honum út að vallargarði, þó að vesæll væri. Þar nemur hann staðar og segir: „Nú mun jeg heim hverfa og ekki lengra fara að þessu sinni, og er það ætlun mín, að við munum eigi oftar sjást“. „Heldur þú“, segir Árni, „að jeg muni i'ara i sjóinn á þessari vertíð?“ „Ekki held jeg það, en þó segir mjer svo hugur um, að litil gifta rnuni fylgja för þinni á Suðurland að þessu sinni. Hitt mun sanni nær, að jeg mun brátt lúka skuld þeirri, ei allir eiga að gjalda. Vil jeg nú þakka þjer alla þína dygð og trú- mensku, er þú hefir sýnt mjer í stund. Svo dundi lófaklappiS við. Blaðamennirnir í betri sætun- um kinkuðu kolli hver til ann- ars. Þetta var stór sigur, bæði fyrir höfundinn og ungu leik- konuna. „Snildarlegur leikur,“ hvíslaði gagnrýnandinn frá Dagblaðinu í eyra stjettarbróður sins frá Morgunblaðinu. „Það er aðdáan- legt hve vel lmn hefir lifað sig inn í lilutverkið.“ Hún var kölluð fram hvað eft- ir annað. Og að tjaldabaki föðmuðu leikararnir Clöru að sjer og ósk- uðu lienni til hamingjtt. „Ljóm- andi“! sögðu þeir. „Óendanlega gripandi!“ Það var eins og fögnuðurinn ætlaði engan enda að taka. Loks var þetta afstaðið. Gest- irnir tíndust úr leikhúsinu. Blaðamennirnir flýttu sjer á ritstjórnina. Leikarar og höfund- urinn komu saman á veitinga- húsinu til þess að fagna sigri. En Clara Bang var ekki með þeim. Enginn vissi livert hún hafði farið. Enginn hafði sjeð hana. Clara Bang lá grátandi á kvisl herberginu sínu alla nóttina. í bendinni kreisti hún símskeyti Hún hafði fengið það þegar hún var að mála sig í framan undir leikinn, hálftima áður en byrjað var. Aðeins fáein orð: „Bjarni druknaði í Gulahafinu 16. þessa mánaðar. Pabbi.“ þjónustu þinni. Má jeg þjer það litlu launa, svo sem þó verðugt og skylt væri. En þess vil jeg biðja þig, ef þú skyldir einhverntíma verða mín var í návist þinni, að ldýða bendingum mínum, ef þú skynjar þær, því ella mun ver fara“. Skilja þeir nú að svo mæltu, og staulast bóndi heim til bæjar, en Árni fer leiðar sinnar til Suðurlands. Gekk honum ferðin greiðlega suður. Hitti hann formann sinn og aðra skipsfjelaga. Búast þeir um í ver- búð sinni á Bjeringstanga og taka síðan til róðra. Reru þeir á sex- mannafari og voru sjö á. Ber nú ekkert til tíðinda, og líður vertíð fram undir páska. Aðfaranótt miðvikudags fyrir skír- dag dreymir Árna draum. Hann þykist liggja í rúmi sínu þar í ver- búðinni og heyra formann kalla þá háseta til róðrar. Skinnklæða þeir sig og búast af skyndingu. Verður Árni síðbúnastur, svo að þeir hafa þegar hrundið fram skipinu, er hann kemur fram á sjávarbakkann. En þegar hann kemur þar að, þykir honum kynlega við bregða. Þykir honum brimsúgur mikill vera í lendingunni. Er skipið að veltast úti í brimlöðrinu, og er ekki annað eftir af því en stefni, kjölur og kjal- síður, en byrðinginn sá hann hvergi. Sjer hann liásetana á hlaupum ýmist upp í flakið eða út úr því niður í brimsveljandann. Eru þeir með mikinn galsa og háreysti og kalla til Árna að flýta sjer. f þeim svifum verður hann þess var, að gamli hús- bóndi lians er staddur hjá honum. Biakar hann hendi við kinn Árna til þess að bægja honum upp frá sjónum, og leggur svo na'pran níst- ingskulda af hendi Sigurðar, að Árni vaknar við og hefir þá óþol- andi verk í kinninni. Getur Árni ekki sofnað aftur, enda' líður brátt að þeim tíma, að formaður kallar ])á til að róa. Treystist Árni ekki að fara á sjó sökum verkjarins í kinninni. Var ekki trútt um, að hinir liásetarnir gerðu gys að og kölluðu skrópa. Reru þeir um morg- uninn. Þennan dag var útsynnings- ruddi og brim, og fórsl skipið með allri áhöfninni. Rættist þannig spa Sigurðar bónda, að lítið yrði Árna úr þessai’i vertíð. Hjelt nú Árni heim til sín nokkru fyrir lokin og frjetti þá, að Sigurður bóndi hafði dáið á vertíðinni. Segir nú ekki af Árna fyr en næsta vetur. Þá rjeð hann sig í skiprúm hjá formanni, sem átti heima á Álftanesi, en reri frá Bjeringstanga. Skipshöfn sú var ekki tilbúin að fara strax suður, en ætlaði að leggja af stað nokkrum dögum siðar. Hygg- ur nú Árni gott til að velja sjer hentugan stað í verbúðinni, áður en hinir komi og heldur því leiðar sinnar suður á strönd. Kemur hanu við á Brunnastöðum, og er honum þar ráðið frá að fara í verbúðina fyr en fleiri komi, þvi að þar sje reimt, síðan skipstapinn varð vetur- inn áður. Árni heldur, að hann láti það ekki letja sig og svarar þvi til, að það sje ekki nema garaan að hitta kunningjana aftur. Búðinni var svo háttað, að niðri voru geymd skinnklæði og föggur sjómanna á vertíðinni, en uppi var loft og á því rúm þeirra. Gluggi var á stafninum uppi, en stigi í miðri búðinni upp á loftið, og var hleri yfir uppgöngunni. Árni fer nú upp á loftið með rúmfatnað sinn og býr um sig, sem horiunj lientast þykir, lokar útidyr- um óg loftgátinu vandlega, fær sjer bita og legst síðan fyrir. Ekki hafði hann lengi legið, þegar hann heyr- ir útidyrahurðinni á verbúðinni svift upp harkalega, og er eins og inn komi margir menn í skinnklæð- um. Heyrir hann, að svakkar mjög i þeim, eins og þeir sjeu brókar- fullir, og heyrist honum leka úr þeim bleyta. Hefst nú hinn rannn- asti djöfladans niðri í verbúðinni, og er eins og þeir lemji hvor annan og alt, sem fyrir verður, með blaul- um skinnklæðum. Bráðlega virðist honum leikurinn færast að stiganum, og heyrir hann marra í honum, en svo var venjulega, þegar um liann var gengið. Fer nú Árna að hætta að standa á sama, og sprettur hann á fætur, en í sama bili er hleranum hrundið upp, og upp úr gatinu kem- ur piltur einn harla ófrýnilegur. Dregur sá aðra brókarskálmina á eftir sjer, en veifar til Árna skinn- stakksdruslum, sem hann heldur á í hendinni, eins og hann vilji slæma til hans. í sömu svipan verður Árni var við gamla húsbónda sinn, og virðist honum sem liann vilji rjetta sjer hjálparhönd, enda fer svo, að þessi aðkomupiltur hröklast niðr stig ann. Lokar nú Árni hleranum og ber á hann verskrínu sína og annað það, sem handbært var þar á loftinu, sesl síðan sjálfur ofan á og ætlar að bíða þarna til morguns, ef takast megi að verjast ásóknum þeirra, sem niðri eru, en þar heldur áfram sami gauragangurinn. Eftir litla stund finnur Árni, að hlerinn er farinn að lyftast upp með þungum hnykkjum, og er eins og afl- ið að neðan, færist jafnt og þjett i aukana. Tekur Árni á öllum kröft- um sínum til þess að halda hleran- um niðri. En áður en hann varir, er honum þeytt upp með því heljarafli, að Árni sendist fram á loftið og út um gluggann og niður á hlað. Skilur hann ekkerl i, með hvaða fádæmúm þetta hefir orðið, en finnur þó, að hann er óbrotinn. Stendur Árni upp og tekur til fótana, það mest hann má, og hleypur nú alt hvað aftekur heim að Brunnastöðum, en alla leið- ina heyrir hann svakkið í skinn- kiæðunum á eftir sjer i myrkrinu. Virtist honum sem skinnklæðin gerðu þeim nokkru ógreiðara um hlaupin. Árni hentist sem óður væri inn í bæ á Brunnastöðum, snarast upp á bað- slofuloft og upp fyrir vinnumann, sem þar var háttaður i rúmi. Var liann þá nær dauða en lífi af skelf- ingu og leið þegar í ómegin. Stumr- aði fólk yfir honum fram undir morg- un. Raknaði hann þá loks við, en varð aldrei samur maðui; eftir þetta. Hár hans var orðið grátt um morg- uninn, en hafði verið dökt kvöldið áður. Eftir þetta var sem Árni festi hvergi yndi, og varð hann lítill anðnumaður. (Skrásett 29. nóvember 1933 eftir frásögn Jóns Sigurðssonar bónda á Haukagili, en lionum sagði Hallgrím- ur sonur Sigurðar bónda á Valbjarn- arvöllum. Hallgrímur fór til Vestur- heims náiægt 1888 og dó í Mikley. „ÞÚ GLEYMDIR KOLLUNNI MINNI“. Bjarni amtmaður Thorarensen hafði það tii siðs að halda heimilis- fólki sínu tvo tyllidaga á hverju ári. Annan hjelt liann á jólanóttina, en hinn daginn, sem tún hans voru alhirt Sat þá alt við sama borð, amtmaður og heimilisfólk hans. Vantaði þá hvorki mat nje mungát nje skemti- legar orðræður. Var sagt, að kven- þjóðin hefði þá mátt gjalda varhuga við að verða ekki svinkuð. Þá fekk Kláus karlinn óspart í kollu sína, cr kölluð var Kláusar-kolla. Er sagl, að hún hafi tekið rúman pela. Kláus var lengi vinnumaður lijá amtmanni og fiuttist norður með honum, þegar hann fekk amtsembættið árið 1833. Framh. á bls, ltí.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.