Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Page 4

Fálkinn - 02.06.1939, Page 4
4 FALKINN Konungurinn á Haiti þá aðeins 12 ára, lokkaði lier- Kóróna Henry konungs, sem enn er til. í eftirfarandi grein er sagt frá einn af stprmennum sögunnar, sem íslendingum hefir verið með öllu ókunnugt um. CHRISTOPHER VERÐUR ÞRÆLL. (5. okt. 1767 fæddist kolsvart- ur, lítill negradrengur á eynni Grenada í enska Vestur-Indium. Að því sleptu að hann var ef til vill dálítið stærri og sterkari en leikfjelagarnir jafnaldrar hans, var það ekkert sem gerði liann frábrugðinn hinum litlu negra- strákunum á eynni. Fyrstu 10 árin lifði hann hversdagslega og áhyggjulausu lífi í hitabeltissól- irini. En einn góðan veðurdag kom nokkuð fyrir, er síðar hafði mikla þýðingu fyrir þúsundir negra i nýja heiminum. Þrælaleiðangur lenti á eynni, tók drenginn og flutti hann í hlekkjum til San Domingo, sem þá var frönsk nýlenda. Þar var hann seldur ríkum landeiganda, inonsieur Badeclie, er átti víð- áttumiklar ekrur nokkrar mílur frá Cape Haitien, ekki langt frá nesinu þar sem Kólumbus steig a land 1492 eftir að hann hafði fundið San Salvador. Badeche var þektur fyrir það, hve vel hann fór með þræla sína; Christ- opher kunni að meta það og þjónaði húshónda sínum með dygð og trúmensku. Það kom hrátt í ljós um piltinn, að hann var gæddur góðum hæfileikum, og Badeche duldist það ekki, og sýndi það í verki með því að láta hann hætta vinnu á ekr- um sínum og veita honum stöðu við hótelið La Courenne, sem var í miðri borginni Cape Haitien — sem var ])á næst stærsti hær á allri Haiti. SJÁLFBOÐALIÐI I AMERÍSKA FRELSISSTRÍÐINU. Skömmu eftir að hann liafði aftur fengið írelsi sitl 1779 þegar Frakkland og England áttu í stríði, kom d’Estain dag nokkurn með flota sinn til Cape Haitien. Hann hafði þá tekið Grenada og St. Vincent frá Eng- lendingum og reyndi nú til að fá negraleysingja til sjálfboða- liðsþjónustu i ameríska frelsis- stríðinu. Þó að Christopher væri menskan hann, og ásamt 1500 öðrum sjálfboðaliðum innritað- ist hann sem sjálfboðaliði. Sem humhuslagari í „Les Chasseur Royaux“ sigkli hann einn daginn inn í höfn í Savannah í Georgíu, meðan Englendingar skutu á bæ- inn frá landi. FORSETI. Það átti ekki fyrir Christoplier litla að liggja að vera lengi í striði að þessu sinni. Hann særð- ist hættulega og var sendur til San Domingo, og þegar hann hrestist tók hann aftur við starfa sínum á hóteli monsieur Bad- eche. Hann dvaldi þar þangað til hann varð 24 ára. Þá giftist hann einkadóttur Imsbónda sins. Nú var prinsessan unnin — en konungsríkið var eftir. Christopher fylgdist vel með stórviðburðum samtíðar sinriar. Af miklum áhuga hafði hann fylgst með stjórnarbyltingunni miklu í Frakklandi. Danton var lians fyrirmynd og það sem hann hafði sjeð og upplifað i ameríska frelsisstríðinu stuðlaði að því að liann ákvað sig í að taka þátt í frelsisstríði þrælanna á Haiti gegn yfirráðum Frakka. Það var 1791. Fyrst var hann óbreyttur her- maður i liði liins snjalla herfor- ingja Toussaint L’Ouverture, en liann liækkaði í tigninni smátt og smátt og varð liðsforingi lijá Dessaline, er fyrrum hafði verið þræll og var hlóðþyrstur hers- liöfðingi, maður, er allir óttuð- ust. Þegar áhlaupið var gert á Cape Haitien og franska setu- hðið varð að hörfa undan, þá var það Christopher sem fór fyr- ir negrahernum. — Þetta fanst Dessaline nóg um. Ilann gerð- ist keisari á Haiti sama ár og Napóleon Bonajiarte varð keisari Frakklands. Milli keisar- ans og Christoplier stóð nú að- eins einn maður hvað makt snerti. Petion hershöfðingi. Það var sá sami Petion, er myrti Dessaline eftir tveggja ára ógn- arstjórn, og gerði Haiti að lýð- veldi. En þegar þingið var kallað saman í fvrsta sinn 28. des. 1806 var Christopher valinn forseti i einu hljóði. KONUNGUR Á HAITI. Þrællinn frá Grenada hafði liækkað l'ljótt í metorðastigan- um. Það steig honum til höfuðs, því að mikill vill altaf meira. í kyrþey stefndi hann saman hersveitum sínum, 12 þúsund manns, og einn bjartan dag hjelt liann með þær til höfuðstaðarins og sagði stjórninni strið á hend- ur. Hann seltist um borgina, en Petion hershöfðingi, hinn gamli fjelagi hans, sem var orðinn forseti í stað Christoplier, varði borgina svo hraustlega að Christ- opher varð að lokum að gefa upp fyrirætlun sína. Hann hjelt nú með her sinn norður til Cape Haitien og stofnaði þar ríki i rikinu, einræðisríki, þar sem hvert orð lians varð lagaboð. En þetta var honuiri ekki nóg. Danlon var ekki lengur fyrir- mynd lians heldur sólkonungur- inn, Ludvig 14. og i apríl 1811 gerðist liann keisari „Henry 1., af guðs náð konungur á I4aiti“ o. s. frv. NEGRAAÐALL HENRY I. ER ENN TIL. Henry I. var krýndur í Cape Haitien með mikilli viðhöfn. -— Konu sína gerði hann að drotn- ingu og börnin fengu að sjálf- sögðu prinsa- og prinsessutitla. Riki lians náði nú frá liöfuð- staðnum Port Au Prince í suðri lil San Domingo í vestri og i norður til Monte Christo, sem frægt er úr sanmefndri skáld- sögu eftir Alexander Dumas. ■— Eitt af fyrstu verkum keisarans var að stofna aðalsstjett: sjö stórfurstar, sjö hertogar, tuttugu og tveir greifar, fimtán barónar og sex riddarar voru útnefndir. Leifar þessara aðalsætta eru til á Haiti enn þann dag í dag. Markmið hans var að ná yfir- ráðum yfir allri eyjunni og reka „hvítu pestina" úr landi. Og það sýndi sig nú hve dugandi og athafnamikill stjórnmálamaður hann var. Með frábærri framsýni og góðum árangri fór nú keisarinn að sinna fjármálunum. Á Haiti óx ósköpin öll af „gourd“, (hita- heltisávöxlur), sem fólkið lifði á að mjög mildu leyti. Nú lýsti hann því yfir, að allur „gourd“ skyldi vera eign ríkisins og ljet liermenn sína leggja eignarhald á hanri um alt ríkið. Því næst gaf hann út tilskipun um, að hann yrði aðeins afhentur gegn vissum þunga af kaffi. Kaffijurt- in óx vilt víðsvegar á eynni, og l'ólkið sem til þessa hafði verið harla dauft við ræktunina, var nú nauðbeygt lil að fara að rækla eða svelta í hel að öðr- um kosti. Þegar svo kaffihirgð- irnar streymdu inn i verslanir keisarans voru þær seldar til erlendra verslana fyrir gull og silfur. Hann efldi mjög banana- ræktina með ströngnm lagafyrir- mælum. Kakao varð ný útflutn- ingsvara á sljórnarárum Henry I. og litatrjeð — logwood ■— sem vex nú um alla Haiti, fór að verða eftirsótt vara hæði í Evrópu og Ameríku. Haitiska „krúnan“ fekk brátt nafnið „go- urd“ eins og hún heitir enn i dag. A kauphöllinni í Cape Haiti- Henry Christopher konungur á H'iiti, eflir gömlu málverki. Negraþrællinn, sem ógnaði sjálfum Napóleon og stofa- aði fyrsta og síðasta konungdæmi „nýja heimsins“, bygði óvinnandi virki í 1000 metra hæð yfir sjó!

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.