Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1939, Page 2

Fálkinn - 08.09.1939, Page 2
2 FÁ.LKINN GAMLA BIO Gamla Bíó sýnir á næstunni Para- mountmyndin „14 dagar í Paradís". Aðalhlutverkin leika Olympe Bradna, Gene Reymond og Lewis Stone. Olympe Bradna er ný „stjarna“ í heimi kvikmyndanna. Hún er að- eins 18 ára gömul og hefir dansað síðan hún var jiriggja ára. Hún hefir framúrskarandi hæfileika til þess að vinna sjer frægð á sviði svipbrigða- listarinnar, hefir fallega söngrödd og ])ykir forkunnarfögur. Bradna er frönsk og það má næstum því segja, að hún sje fædd á leiksviðinu. For- eldrar hennar voru bæði leikarar við „01ympe“-leikhúsið. Og móðir liennar var nýkomin af leiksviðinu, er hún ól hana. Foreldrar liennar á- kváðu að hún skykli verða leikkona og þessvegna tengdu þau nafn henn- ar við leikhúsið, þar sem þau höfðu starfað. Þegar hún var hálfs annars árs kom hún fyrst á ieiksvið, en þá var ekki hlutverkið stórt, aðeins að veifa frönskum smáflöggum. Siðan hún komst á legg hefir hún verið sí- dansandi og leikandi, en þetta er fyrsta myndin, þar sem liún hefir fengið tækifæri til að sýna hvað hún getur. í þessari mynd þarf hún að halda á fegurð sinni, svipbrigða- list, danskunnáttu og síðast en ekki síst sinni töfrandi söngrödd. í einni stórborg Mið-Evrópu eru ungir elskendur, sem starfa í hljóm- leikagarði og þar halda þau söng- skemtanir ásamt þremur hjálpar- mönnum. Þessi atvinna er reyndar aukastarf, aðeins til þess að draga athygli ahnennings frá því, sem þau hafa aðallega fyrir stafni. — Þau eru sem sje alþjóðlegir gimsteina- þjófar. Eeinn daginn, þegar uppihald er á söngnum í garðinum, fara þau inn í eina lielstu gimsteinaverslun- ina i horginni, en það verður til þess að lögreglan fer að elta þau og þau verða að flýja. Þau komast út í skóg og þar upp- lifa þau sitt af liverju. Að lokum koma þau að einskonar einsetu- mannsliúsi. Þar hýr frægur söngvari, sem orðið liafði að hætta söngstarfi fyrir 10 árum, vegna þess að hann hafði hilað á minninu. A heimili þessa aldraða manns, sem er ekkert annað en góðvildin, ske ótal margir atburðir og er uppistaðan í þeiri nokkuð sundurleit, en þar birtist og atvik, sem lýsa göfgi og meðaumk- un, þar eru það hjörtu listamann- anna, sem slá, og það er eins og þau þoli ekki að vita af neinu aumu. „14 dagar i Paradís" er bygð á glæpamannasögu, en þar birtist einn- ig saga ástarinnar og rómantíkurinn- ar, þar sem tónar hrífandi söngva fylla loftið. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Lúðvík Kristjánsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðatskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Osto: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Eriendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aiiglýsingaverö: 20 aura millim. HERBERTSprenL SMMankar Tryggingarstarfsemin er eitt af því, sem stórum hefir færst á innlendar liendur síðustu tutt- ugu árin. Og það er vel, því að einmitt á þessum árum hafa tryggingar á öllum sviðum far- Éð stórvaxandi, svo að þáð liefði verið álitleg fúlga, sem farið hefði út úr landinu, ef eingöngu hefði verið til að dreifa útlendum tryggingar- stofnunum, eins og áður var lengst af. Að visu er það svo, að hin innlendu fjelög munu endur- tryggja fyrir allmiklum hluta áhættu sinnar lijá erlendum fjelögum. En það er sjálfsögð varúðarskylda, og án hennar væru fjelögin í sífeldri liættu, jafnvei þó þau væru talin öfl- ug og sterk. Endurtryggingin er líka að jafnaði miklu ódýrari en frumtryggingin — hún er einskonar trygginga-heildsala -— og kostnaðurinn við hverja einstaka tryggingu, sem jafnan er nokkur, lendir altaf í land- inu. En þrátt fyrir sörnu kjör hjá innlendu fjelagi og erlendu, munu þeir jafnan verða ein- hverjir, sem þykir henta að kaupa tryggingu sína hjá er- lendu fjelagi. Og það mun besi hlíita, að tryggingardíjarfsemin sje rekin í frjálsri samkepni. En á það ber að líta, að hagn- aðurinn af starfseminni fer til þess fjelags, sem hana rekur, og til útlanda fer hann ef fje- lagið er útlent, jafnvel þó fje- lagið ávaxti fje sitt innanlands, eins og sum útlend fjelög gera nú. Það er þvi þjóðarhagur að tryggingarnar lendi hjá inn- lendum fjelögum en ekki út- lendum. Og til þess að stuðla að því mætti gera ýmislegt af liálfu löggjáfarvaldsins. Það mundi mælast illa fyrir að leggja skatt á hin útlendu umboð á íslandi, þvi að sá skattur mundi lenda óbeinlínis eða beinlínis á sjálfum kaup- endum trygginganna. En það mætti tryggja þeim sem trygg- ingar kaupa hjá innlendu fje- lagi, að þeir nytu jafnan hestu kjara, á þann liált að lögákveð- ið yrði, hve háan arð fjelögin mættu horga hluthöfum, og að tryggingakaupendur sjálfii fengi jafnan umfram ágóðan endurgoldinn, eftir að hæfilega hefir verið tekið frá til vara- sjóða. Þá er eigandi hverrar tryggingar orðinn hluthafi í fyrirtækinu, þó óheinlínis sje, og er trygður fyrir þvi, að of- borga ekki áhættugreiðslur til sin eða annara. Það er að vísu svo, að hann borgar ýmist meira eða minna en hann fær í staðinn, en i liví liggur trygg- ingargildið. í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS: í ríki Bárðar Snæfellsáss. — Grein um Josef Pilsudski. — KvennasíSa. — Barnadálkur. — Skrítlur. — Krossgáta. — Frjettamyndir. — Úr kvikmyndaheiminum. — Úr ýmsum heimum, eftir Þcrb.erg Þó.'ðarson o. m. fl. Viltu skrifast á viútlendinga? Fyrir nokkru síðan voru hirt hjer í blaðinu nokkur nö'fn erlendra manna, er ósk- uðu að skrifast á við íslend- inga, í því augnamiði að skift ast á frímerkjum eða aðeins til þess að fá kynni af landi og þjóð. Nú hefir „Fálkanum“ nýverið borist brjef frá 3 mönnum, er óska eftir brjefa- viðskiftum við íslendinga. Fara hjer á eftir nöfn þeirra og heimilisföng: John H. Gruno Bsq. C/o I. Gruno Ltd. Groningen Holland. Roy Eahart, 3427 Lovefield Drive Dallas Texas U.S.A Park H. Slay 3713 Spence, St., Dallas Texas U.S.A Bjarni Brandsson, afgrm. hjá Alliance, verður 50 ára 10 þ. m. NVJA BIO Nýja Bíó sýnir mjög bráðlega frönsku stórmyndina Höfn jjokunnar, er ber með sjer auðsæan blæ meist- arans. Aðalhlutverkin Ieika Jean Cab- in, Michéle Morgan og Michel Simon. Jean Cabin er snillingur í orðsins fylstu merkingu og það ldutverk, sem liann innir hjer af hendi, virðist al- veg sjerstaklega við hans liæfi. Hið svipbrigðaríka andlit hans virðist geta gefið til kynna allar hræringar mannlegs tilfinningalifs. Michéle Morgan er ung og töfrandi. Hlut- verk hennar er mjög erfitt en hún gerir því þau skil, sem aðeins er á færi fremstu leikara. Hún liefir mjög sterka eiginleika í þá átt, að leika sannfærandi. Og Michel Simon er ekki sístur þessara þriggja, þrátt fyr- ir það, að hann hefir hjer hlutverk fjarskylt þeim, sem liann hefir áður leikið í. Höfn þokunnar er gerð eftir hinni hughrifariku sögu Pierre Mac Orlan. Við kynnumst franska hafnarbænum Le Havre eða rjettara sagt nokkrum hluta hans, og í útkima þes liverfis hefir einn náungi opið lnis fyrir alla — já, meira að segja alla heimsins lassaróna, ef þeir aðeins greiða fyrir sig. Þangað kemur lassaróninn Quart Vitel, sem ekki á aðra ósk en að fá að sofa í sæmilegu rúmi, en áður en hann kemst að rúmstokknum hefir liann drukkið fyrir alla peningana. Hinn auðtrúa Michel málari hefir eignast þarna samastað og hann yfir- gefur hann ekki fyrr en hann fremur sjálfsinorð. Eignir sínar gefur haun hermanni einum, sem þarna er. Nelly, 17 ára stúlka, leitar einnig liælis þangað — það er liræðslan og von- leysið sem er áttaviti hennar í þessa höfn. Þannig ægir þarna saman öll- um manntegundum. Fjölbreytileiki lífsins birtist okkur þarna í sínum margvíslegu myndum. Það er eins og þessi staður sje nokk- urskonar skákborð mannlegs lífs, þar sem skapbrigði manna birtast á enda- lausu sviði, þar sem margir bíða skipbrot og berast með öldum mann- legra ástríðna inn fyrir skerjagarð- inn — inn í liöfn þokunnar, þar sem alt sýnist stækka og fá á sig annan svip — jafnvel blæ þess eftirsótt- asta. En þegar grysjar i þokuna, er umhverfið eklti eins og ætlað var, það er eins og þokan hafi töfrað og fegr- að. Er ekki lifið' eittlivað í líkingu við þetta, minsta kosti á stundum, fær það ekki stundum á sig annarleg- an svip, sem lokkar og seiðir? Höfn þokunnar er eftirtektarverð mynd. Hún kynnir okkur margt, sem er okkur að ýmsu leyti ekki eins gjörkunnugt og skyldl — hún vekur samúð okkar til lífsins — til þeirra, sem lenda i höfn þokunnar eftir að liafa borist á öldum hafrótsins, sem margir vilja að lægji. Skrítinn barón. í höll einni í Prislín, í fegursta hjeraði Króatíu býr afkomandi Maríu Stuart Skotadrotningar. Hann er barón og heitir James Kavanagh Ballysane. Meðan á þrjátíu ára stríð- inu stóð fór einn af afkomendum Maríu drotningar úr landi vegna ógæfu, sem hann hafði orðið fyrir i ástamálum, og fluttist til Wien. Þar vann hann sjer frægð og frama og Ferdinand keisari annar gaf honum höllina Mali Tabor i Króatiu í þakk- arskyni fyrir afreksverk hans. Það er afkomandi þessa baróns, sem nú á Mali Tabor. Hanrt hefir lifað utan við heiminn í mörg ár. Til dæmis vissi hann ekkert um heimsstyrjöld- ina fyr en tveiínur árum eftir að Verseillessamningarnir voru undir- skrifaðir.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.