Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1939, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.09.1939, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Leslie T. White: Eitt augnablik Cheriff. jQANNY var óeirinn meðan hann hlustaði á vingjarnlega en jjréýt- andi ræðu prestsins. í fyrsta lagi hafði hann ekki hattinn á höfðinu, svo að hann fjekk ofbirtu í augun af sólinni, þó svo slutt væri liðið dags, að ekki væri orðið heitt enn. Danny gat ekki varist þeirri tii- luigsun, að í svona veðri hefði ver- ið gaman að fara í veiðiferð uþp i fjöll, með hundinn sinn. Það lá við að honum ljetti, þegar Lynche sýslu- maður kom til hans. „Afsakið lþer, prestur," sagði hann, „en jeg jíarf að tala ofurlítið við sýslumanninn.“ Presturinn brosti. „Skiijanlegt, sonur sæll. Það legst í mig, að við munum sjást aftur hinumegin, inn- an skamms." Svo dró hann sig i hlje, er sýslumaðurinn kom. „Skyldi hánn verða svona ræðinn, Jægar jeg sje hann næst,“ hugsaði Danny. Svo kallaði hann hátt: „Eitt augnahlik, sýslumaður!“ Lynche sýslumaður var á báðum áttum. „Hm .... Danny .... jeg hefi í svo mörgu að snúast .... hvað var lþer á hjarta?“ „Ein flaska af kornbrennivíni." „Danny, jeg hefi engan tíma til. .. .“ „Jeg veit það. Annars er helgi- dagur í dag og allar búðir lokaðai'. En bíddu snöggvast samt .... jeg skal ekki tefja þig lengi.“ „Skilurðu ekki, Danny, að jeg má ekki vera að jjví að tala við jjig núna. Jeg hefi í mörgu að snúast og það er beðið eftir mjer. Jeg er nógu seinn samt.“ „Það var um snáðann minn. Jeg ætla að biðja þig fyrir skilaboð til hans.“ Sýslumaðurinn leit um öxl á alt fólkið, sem hafði safnast þarna saman ofan úr fjöllum. Hann þráði að Ijúka þessari athöfn af, svo að hann gæti komist upp i heiöi með byssuna sína. „Snáðann? Hann er ekki hjer í bænum — er það?“ „Jeg vona að hann sje ekki í bæn- um,“ sagði Danny og gretti sig. — „Mig langar ekki til að hann hitti mig núna.“ „Hm — jeg býst við að jeg eigi leið framhjá hjá þjer þegar jeg fer heim. Hverju á jeg að skila til hans?“ „Engu að skila — í dag. Hann skilur það ekki ennþá.“ „Hm — það er kanske eins gott að sjera Groner geri það....“ Danny hristi höfuðið. „Prestur- inn lifir ekki nógu lengi til þess. hann er orðinn gamall. En snáðinn — hann verður að fá að vita þetta um Fanny — og það er ekki hægð- arleikur að segja frá þvi.“ „Já, hann á að vita þáð,“ sagöi sýslumaður. „Jeg hefi verið að velta því fyrir mjer, livort þú mundir yfirleitt segja mjer það.“ Danny brosti. „Jeg get gjarnan gert það. Það skiftir engu máli — núna.“ „Jæja, en láttu það þá ganga fljótt.“ Danny horfði til hæðanna í fjar- lægð. Hann mundi sakna þeirra. Máske mundu þær líka sakna hans. Og svo braut liann heilann um, hvar hann mundi verða á morgun um þetta leyti. „Jeg veit að hvorki þú eða aðrir hjerna uppi í fjöllunum, kunnu við Fanny,“ sagði hann. „Engum hjerna fanst, að jeg ætti að giftast henni, aðeins af því, að hún átti heima í borginni, var leikkona og litaði á sjer hárið. Kanske hefði alt farið öðruvísi, ef öllum hefði ekki fundist þetta.“ „Hún átti aldrei heima hjerna, Danny.<‘ „Ef til vill ekki. En það skiftir engu máli núna. Þið setluð allir út á hana, en hún var samt góð móðir. Þið settuð líka allir út á mig — og að jeg mundi enda með skelf- ingu. En ef þið hefðuð ekki valdið því, að henni fanst hún altaf eins og hornreka lijerna þá .... Fyrstu árin eftir að snáðinn fædd- ist gekk alt vel. En svo konxst hún einu sinni yfir bók með myndum af leikkonum i — leikkonum, sem hún þekti frá gamalli tíð. Þá fór í baklás. Hún hætti að reyna að sanxþýðast fólkið hjerna og fór að þrá borgarlífið. Jeg tók ekki eftir þessu. Jeg hugs- aði mest um, hve góður veíðimaður snáðinn skyldi verða. Þú veist, að þegar hann var fjögra ára, gat hann miðað byssunni minni, ef jeg lagði hana á kassa fyrir framaii hann. Og ekki var lxann hræddur við hvellina." „Hann hefir fjallamannablóð í æðum,“ sagði sýslumaður. „Það var einmitt það, sem jeg sagði Fanny, en hún stóð á því, að hann líktist í hennar ætt og væri „cíviliseraður“ maður. Og einn góð- an veðurdag sagði hún mjer, að hún ætlaði til borgarinnar aftur, xneð einhverjum leik-tralla, sem hún hafði hitt á pósthúsinu. Jeg skildi, að jeg gat ekki haldið i hana lengur, og sagði ekki neitt. En þegar húu sagðist ætla að taka drenginn með sjer — þá byrjaði nú leikurinn. Hún grjet og óskapaðist og sagði, að það væri hrópleg synd, að láta drenginn verða alla æfi hjerna uppi í fjöllum — hann væri að í-jettu lagi borgarbúi, og hann ætli að aka i bifreið og fara í leikhúsið. Og þegar jeg reyndi að telja hana af þessu, sagði hún að jeg jxekti ekki borgarlíf, því að jeg hefði aldrei í borg verið. Kanske er það rjett hjá henni, hugsaði jeg. Jeg þekki ekki borgar- lífið. Og jeg gat ekki talað við snáð- ann um þetta, ]xví að hann var að- eins sex ára. Þessvegna fór jeg á veiðar með Jed, til þess að hugsa málið. Og Jed ljet dæluna ganga, og sagði mjer af manni, sem hann þekkir og sem elur upp hunda og lætur þá æxlast við úlfa. Þessi mað- ur, segir Jed, setur bara þá hvolp- ana á, sem líkjast meir hundunum en úlfunum. Hann tekur smáhvolp- ana og setur mjólkurskál hjá þeim. Ef hvolparnir lepja mjólkina er hundsættin ríkari i þeim, og þá lætur hann þá lifa. En ef hvolp- arnir bíla mjólkina, þá hafa þeir meira frá úlfinum og þá eru þeir drepnir. Út af þessu datt mjer nokkuð í hug. Jeg seldi múlasnana mína til þess að fá fyrir ferðakostnaði. Svo stálumst við að heiman, þegar Fanny svaf, jeg og snáðinn, og fórum til borgarinnar. Jeg reyndi að vera rjettlátur. — Hann fjekk tækifæri til að reyna hvar hann ætti helst heima. Við ókum í öllum bifreiðum, sem við náðum í, og sáum allar kvikmyndir og fórum í náttldúbb á hverju kvöldi, en jeg gat ekki sjeð, að hann hefði gaman af því. Og þegar við höfðum verið í bænum í fimm daga, sagði jeg: „Hjerna átti hún mamma þín heima. Mundi l)ig langa til að eiga heima hjerna?" Hann sagði: „Nei, jeg vil fara heim til Sloppy.“ Það er hundur- inn minn, skilurðu. Svo fór jeg með hann heim til Fanny, og sagði henni alla söguna. „Snáðinn hefir fjallablóð í æðum,“ sagði jeg. „Honum leiðist í borginni og langar mest til að verða veiði- maður. Þá ætlaði hún að sleppa sjer. — Hún óskapaðist og sagðist ekki skeyta þvi hót, sem jeg áliti. Að leikarinn hefði gefið sjer peninga, og að hún mundi fara á eftir lion- um undir eins og hún gæti liaft snáðann með sjer. Og nú ætlaði hún að gera það. Henni var alvara. En jeg hugsaði sem svo, að ef snáðinn yrði tekinn burt hjeðan mundi liann verða ógæfumaður alla æfi.... Þessvegna drap jeg Fanny. Mig langar til, að snáðinn fái að vita um þetta einhverntíma, sýslumaður." Sýslumaðurinn þerraði raka lóf- ana á buxunum sínum. „Hann skil- ur þetta, þegar lxann er orðinn gam- all, Danny. Jeg skal segja honum það. Var það ekki neitt fleira?“ „Nei, en láttu hann skilja þetta.“ Sýslumaðurinn kinkaði kolli. — Ilann rjetti fram hendina og greip um handfangið. Það heyrðist óp margra radda, er Danny steyptist ofan um lúkuna á gálgagólfinu. Og Lynche sýslumaður stóð góða stund og liorfði á kaðalinn, sem dinglaði til og frá. Útbreiðið Fálkann. Nuffieid lávarður. Fyrir nokkrum árum vakti enskur lávarður athygli á sjer fyrir stórgjafir til háskólans í Oxford og ýmsra annara stofnana þar í borg. Síðan hefir hann gefið stórgjafir senx skifta mörgum miljónum punda. Og fyrir rúmu hálfu öðru ári setti liann af enskan loft- varnarráðherra. Hver er þessi voldugi og áiki mað- ur? Síðustu árin hefir hann gengið undir nafninu lord Nuffield, en áður hjet hann W. R. Morris og var all- kunnur fyrir bifreiðar þær, sem bera nafn hans, og sjest hafa lijer á landi. Hann er sem sje bifreiðakóngur Englendinga. Moi-risbílarnir þóttu ekkert fallegir lijer fyrrum, en þeir voru sterkir, jafnvel í byrjun. Fyrsti Morrisbíllinn kom á markaðinn 1913, en fjórtán áruin síðar voru margir þeirra enn í notkun. T. d. voru fimm bilar, er seldir voru til Indlands 1914 notaðir árið 1930, af sex bifreiðum alls, sem þangað fóru 1914 og má það heita dæmafá end- ing. „Hafðu það sterkt,“ sagði Morris. Morris fæddist í Worchester árið 1877 og var faðir hans Indíánahöfð- ingi. Þó var hann ekki Indíáni, en hafði dvalið í Indíánabygðum vestra sem póstur og. var svo mikils met- inn, að Indíánar kjöru hann foringja sinn. Eftir heimkomuna dvaldist hann um sinn í Worchester en fluttist svo til Oxford og þar óx Morris-Nuffield upp og þangað má xekja stórgjafir hans til Oxford. Sextán ára fór hann úr skólanum og i’jeðist til reiðhjólasmiðs, því að hann hafði nieiri áhuga á vjelfræði en bókum. Og eftir níu mánaða dvöl hjá i-eiðhjólasmiðnum setti liann sjálf- ur upp viðgerðarverkstæði fyrir reiðhjól og byrjaði sjálfstæða starf- semi. Aleiga hans var níu sterlings- pund, en þau pund hafa ávaxtast vel. Þegar stríðið hófst varð Morris að hætta bifreiðaframleiðslunni, sem þá var svo til nýbyrjuð og vinna að framleiðslu fyrir stjórnina. En eftir styrjöldina færðist hann í aukana á ný. Árið 1926 var framleiðslan kom- in upp í þúsund vagna á viku. Skömmu síðar keypti hann Wolse- ley bifreiðaverksmiðjurnar fyrir 730.000 pund og síðan hvert fyrir- tækið af öðru. Og nú framleiðir bann jöfnum höndum bifreiðar og flugvjelar. Jafnframt er hann einna fremstur allra Englendinga í því, að cfla samband heimalandsins við ný- lendurnar og fyrir þá starfsemi var liann aðlaður fyrir tíu árum. A.: Hver var þessi fallega stúlka, sem þú tókst svo djúpt ofan fyrir? B.: Það var konuefnið mitt. A. : Hvað segirðu, þetta hefi jeg aldrei heyrt. B. : Það er ekki von, því hún veit það ekki sjálf. Henni var alvara.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.