Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.09.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N A .TÁ! í draumi hafði hann sjeð sjálfan sig standa á pall- inum og liorfa á olympisku sig- urfánastöngina, þar sem sviss- neska flaggið með litla hvita krossinum var að svifa að hún, um leið og hljómsveitin ljek þjóðsöngin hans. Og litli hópur- inn, sem þarna var viðstaddur mundi hrópa halló til hans, sonar fjallgöngumannsins frá Trieb og veifa með nokkrum livítum krossum í rauðum feldi. Ung, livítklædd stúlka mundi rjetta lionum eikargreinina, sem allir Olympiusigurvegarar fengu. Önn- ur mundi leggja lárviðarsveiginn um sólbakað enni hans og roðna um leið, og um ljósa, lirokna hárið, scm móðir hans og syst- ur .... og Jlse .... sögðu, að væri svo fallegt og færi Andrjesi Kúhlhopfer svo vel. Draumurinn hafði bara ekki ræst. Umhverfið og alt fyrir- komulagið hafði borið hann of- urliði, það var of stórt og vold- ugt. Hann liafði skolfið af ó- styrk og taugar hans og vöðvar lamast. Hann hafði vonast eftir innblæstrinum þangað til í síð- ustu lög, innblæstrinum, sem gæli valdið þvi, að hann yfirgengi sjálfan sig og komist yfir þessa 8 metra í langstökkinu, sem liann hafði komist fast að á æfingun- um í Trieb. Og nú .... nú lieyrði hann dómarann segja 7.04. Hann var úr leik eftir þessa tilraun. Einn af skankalöngu amerikönsku íþróttamönnunum brosti til hans og maður gat lesið hughreyst- ingu eða meðaumkvun úr bros- inu, eftir þvi sem maður vildi. En enginn hinna sinti Kuhlhopfer neitt. Það var ekki svo mikið sem strákarnir hæðu liann um rithandarsýnishorn. Hann settist á grasflötina innan við brautina og smeygði sjer í kápuna sína. Svo laumaðist Iiann á burt, til fataklefanna. Hann var niðurlút- ur. Hann vildi ekki sjá neinn af þessum hundrað þúsund áhorf- endum. Og þeir kærðu sig lieldur ekki neitt um að sjá liann. Hann vorkendi mest henni Ilse. Hinar stúlkurnar í Trieb mundu ypta öxlum hvenær sem þær sæju hana, er þær liöfðu heyrt, að uppáhaldið hennar var ekki annað en silakeppur i hópi bestu iþróttamanna heimsins. En þetta var lika leiðinlegt fyrir kunningja hans og annað gott fólk í Trieb, sem af litilli getu hafði aurað saman í fararsjóðinn handa Kúhlhopfer. Svissneska íþróttasambandið hafði ekki á- litið, að hann ætti styrk skilið, en íþróttafjelagið sem hann var í sjálfur, treysti honum og lagði honum til fararefni, og þá tók sambandið hann góðan og gild- an. Og margir utan fjelagsins höfðu líka lagt sinn skerf, þvi að áttliagaræknin er ávalt mikil í þeim sveitum, sem afskektar eru og aðskildar frá öðrum sveit- AAGE HERMANN!__________________ HELJ ARSTÖKKIÐ -------------------Smásaga um íþróttamann. um með gjám, fljótum og him- inháum fjöllum. öllu þessu fólki mundi sárna, að íþróttasamhand- ið hafði haft rjett fyrir sjer. Hann mundi liafa staðið i stafni bátsins, er hann kom að lendingarstaðnum við Vierwáld- státtervatn. 1 f jarska mundi hann liafa sjeð heiðursboga úr barr- greinum og alpablómum. Hann mundi liafa bólgnað af stolti, því að stafirnir tveir, á rauða pappa- spjaldinu, sem liann gat ekki les- i« ennþá vegna fjarlægðarinnar, voru áreiðanlega A. K. Þeir voru skrifaðir með gullbronsi og fangamarkið vafið saman á list- fengan hátt. Allir sem vetlingi gátu valdið i Trieb mundu liafa verið saman komnir þarna. Stöðv arstjórinn var í hvítum buxum, og litli, svarti hundurinn hans, sem ávalt skemti ferðafólkinu með því að standa á afturlöpp- unum, mundi standa í viðhafn- arstellingum eins og hermaður. Nú kom fólkið auga á hann úr landi. Nú veifuðu ungu stúlkurn- ar, með Ilse í broddi fylkingar. Og piltarnir hrópuðu húrra. Nei, sjáið þið bara: iþróttafjelagarnir lians voru j íþróttabúningunum. Ónei, heimkoman varð nú alt öðruvísi. Hann linipraði sig í klefahorninu. Þegar einhverjir sem hann þekti staðnæmdust til að sjá, hvaða undarlegi maður þetta væri, sem hjeldi sig undir þiljum, þegar sólin laugaði alt og alla úti, og skipið leið áfram milli fegurstu fjallanna í Sviss, grúfði Andrjes sig enn betur of- an í blaðið, sem hann hafði keypt í Ziirich. Þvi meir sem hann nálgaðist Trieb, þvi ömurlegra varð skapið, og þegar skipið loks lagðist upp að, og hann sá móð- ui sina og Ilse gegnum kýraug- að, hreyfði hann sig ekki úr horninu sínu, einsetti hann sjer að lialda áfram með skipinu þangað til á næsta viðkomustað og fara svo gangandi lieim yfir fjallið, sem hann þekti eins og brókina sína, því að hann hafði svo oft farið þá leið með föður sínum. Veslings Ilse! Veslings mamma! Síðan dómarinn hafði nefnt töluna 7.04, sem árangur- inn af síðasta og besta stökki Andrjesar Kúhlhopfers, hafði hann langað til að gráta af með- aumkun með sjálfum sjer. Nú loksins komu tár fram í áugun á honum. Og þau ljettu honum harminn. Og hann sagði sjálfum sjer, að tárin stöfuðu af meðlið- an lians með Ilse og móður sinni. A NDRJES Kúhlhopfer liafði verið lieima í viku. En ekki hafði hann komið í „íþróttafje- lag Trieb“ ennþá. Hann hafði að vísu ekki getað komist hjá að hitta suma fjelaga sina, þegar hann var uppi í skógum að líta eftir geitunum í rjóðrunum þar. Þegar ekki varð hjá því komist, staldraði hann við og talaði við þá. Sjálfur mintist hann ekkert á vonbrigði sín yfir Olympsleikj- unum. En samtalið endaði altaf með því, að fjelaginn fór að ympra á því. „Það er ekki þess vert, að setja það fyrir sig,“ sögðu þeir huggandi, „þú gerðir þitt besta, og ekki getur nema einn orðið fyrstur.“ Honum þótti vænt um þessi hughreystingarorð. En samt hafði nú fólkið í bænum og sveitinni snúið sjer við þegar jiað sá hann og piskrað, þegar hann fór til kirkju á sunndaginn var. Og jafnvel þó að Use hefði fullviss- að liann um, að hún ljeti sig engu skifta, þó að vinkonur lienn ar ertu hana með ósigrinum, þá höfðu þær þó ert hana .... sennilega af þvi að þeim Iiafði fundist hún verá fnll stolt af Andrjesi sínum áður. Yfirleitt komst hann að raun um, að ulan sjálfs íþróttamannahópsins hafði fólk mjög óþroskaðan skilning á, livað sigur eða ósigur i iþrótt þýddi. Við þessu var ekkert að segja. En það kvaldi liann samt. Andrjes var ekki sami maður nú og áður. Enginn heyrði hann syngja framar, þegar hann var að líta eftir búsmalanum uppi í skóginum. Enginn sá hann stökkva yfir garða og girðingar og veifa húfunni sinni. Gagn- stætt því sem áður var hjelt hann sig nú meira inni en úti og var meira með fólki sínu og IJse, en með kunningjunum í þorpinu. Og sá sem einangrar sjálfan sig útilokast frá öðrum. Gagná- hrifin byrjuðu. Andrjes varð smátt og smátt mannafælinn. Og það var farið að hafa orð á því, að liann væri orðinn undarlegur. Og iþróttafjelögunum kom sam- an um, að liann hefði betur set- ið heima en að fara á Olymps- leikina. Það er ljetl verk að gleðjast yfir fengnum sigri. En sannur iþróttamaður á líka að þola að tapa. Sigra og tapa með sama hug og sama brosi. Það er einmitt sögð vera sú kenning í- þróttanna, sem við liöfum gagn af i lífinu. — En Andrjes Kúlil- hopfer liafði ekki tekist, að öðl- ast þá lífsvisku. CUMARIÐ var liðið. Andrjes hafði livorki sýnt sig á leik- vanginum nje i leikfiinishúsinu. Hann hýrðist lieima hjá móður sinni og systrunum tveim. Loks hafði Ilse tekisl að fá hann til að fara til fjelaga sinna. Og þá lmfði þetta hræðilega óveður skollið á. Æðisgengið fárviðri á norðan, ofan úr fjallinu, sem Efri-Trieb stóð undir. I ánum varð meiri vöxtur en nokkurn- tíma í manna minnum. Þau voru brúngul af leirnum, sem þau sópuðu með sjer. Lítil barrtrje höfðu rifnað upp og dönsuðu niður hávaðana, stall af stalli. Það var bót í máli, að allir fylgdarmennirnir skyldu vera heirna, því að það hefði verið bein lífshætta að vera uppi í fjöllunum í þessum hamagangi. Óveðrið magnaðist i sífellu og það var ekki viðlit að liætta sjer út fvrir dyr. Hellurnar, sem lagðar höfðu verið á bæjarþökin til að varna rofi, fleygðusl fram af þakskörinni ásaml torfinu. Þarna voru flest hús með torf- þaki, bæði til hlýinda og til að verja timburþakið fúa. Stormurinn veinaði og vældi úti og það hrikti í öllu. Hvorki Andrjes eða móðir lians höfðu heyrt barið á dyrnar, þegar hurð- in hrökk upp og Ilse feyktist inn í stofuna. Hárið lá í votum flygsum niður yfir andlitið á henni. Hún var föl eins og nár og lioldvol og gegndrepa frá hvirfli til ilja. Andrjes spratt upp á móti lienni. Hann gat grip- ið liana í fallinu, er hún hneig meðvitundarlaus niður. Áreynsl- an hafði ofboðið kröl’tum þess- arar hraustu stúlku. Það var ekki heiglum hent, að komast brekk- una heiman að frá henni, upp að liúsi Andrjesar, í þessu veðri. Gamla frú Kuhlhopfer hafði spent greipar. Hvernig mundi þetta enda? I djúpri einlægni leitaði hún verndar og hjálpar ]iar, sem vernd og hjálp er að ia. Dætrunum gekk illa að láta loga í eldavjelinni. En þó höfðu þær heitt kaffi tilbúið, sem þær heltu ofan í Hse undir eins og hún raknaði við. Og nú sagði hún þeim, að ofviðrið hefði feykt fjósinu og lilöðunni lieima hjá henni, á bak og burt. Skepnurn- ar voru komnar inn í bæ, en það var óvíst hve lengi liann stæði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.