Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
Nýtt ©g’ glæsilegt ikip
Síöastliðin föstudagsmorgun hvíldi
hvítgrá þoka yfir Reykjavík og ná-
grenni. Þetta var eigi að síður hátíð-
isdagur i hugum Reykvíkinga, það
mátti sjá á mannfjöldanum, er hjelt
niður að höfninni þennan morgun og
beið þar svo tímum skifti og starði
út á höfnina — út í haustþokuna.
Það var von á nýju skipi — glæsi-
legasta farþegaskipinu í ísl. flotanum.
— Klukkan um 11 f. h. lagðist nýja
„Esja“ upp að Sprengisandi. Hljóm-
ar ísl. þjóðsöngsins bárust að eyrum
þúsundanna er stóðu uppi á hafnar-
bakkanum, það var fyrsta kveðja
hins nýja skips til bæjarbúa.
Meðan tollgrenslan fór fram í
skipinu, var blaðamönnum boðið um
borð og sýnt skipið af Pálma Lofts-
syni framkvæmdarstjóra og yfirmönn-
um skipsins. Það duldist ekki við
fyrsfu sýn, að nýja „Esja“ ber af öll-
um þeim farþegaskipum, sem áður
hafa sigU hjer við strendur landsins,
enda mun aðbúiiaður allur miðaður
kröfur nútímans.
Nýja „Esja“ er 1345 brúttó smá-
kstir að stærð. í lienni eru tvær
dieselvjelar, sem knýja hana áfram
og er hvor þeirra 1000 hestöfl. Mest-
ur getur hraði skipsins verið 15 mil-
ur á klukkustund. Auk aðalvjelanna
hefir hún ýmsar hjálparvjelar. Eitt
af því, sem „Esja“ hefir fram yfir
öll skip hjer, er, að hægt er að' draga
úr veltingi hennar með þvi að breyta
jafnvægis hlutföllum skipsins á þann
liátt að færa til vatnsmagnið í botn- og
háhylkjum. — Skipinu er deilt i fimm
vatnsþjett hólf og er ekki að óttast
að það sökkvi, þótt t. d. eitt hólfið
fyllist af sjó.
„Esja“ er fyrst og fremst smíðuð
með það fyrir augum, að hún stundi
farþegaflutninga fyrir ströndum
landsins og haldi uppi Skotlandsferð-
um á sumrum, eins og nafna hennar
gerði tvö síðustu sumurin, sem hún
var hjer. Á þessu skipi er því mikið og
gott farþegarými. Alls eru klefar fyrir
100 manns. Á fyrsta farrými geta
verið 88 farþegar en 72 á öðru. Á
öðru farrými er rúmgóður borðsalur,
sem jafnframt er notaður sem setu-
skáli. 1 borðsalnum á fyrsta farrými
geta borðað 20 manns. Þar er og
stór reykingarsalur og er hann ágæt-
lega vistlegur.
íverur skipverja virðast vera góðar
og loftræsting er alstaðar ágæt.
Skipið er smiðað á skipasmiðastöð-
inni í Álaborg og er talið kosta 1%
milj. krónur danskar.
Ásgeir Sigurðsson er skipstjóri á
þessu skipi, sem á hinni eldri „Esju'1,
og mun skipshöfnin að mestu leyti sú
sama.
Setusalur á 1. farnjmi „Esju“. Sigurður Guðbjartsson brgti stendur við
barinn, en fyrir innan borðið er Hjörtur Nielsen yfirþjónn.
Mount Everest er ekki brckka!
Gharles Bruce hershöfðingi, for-
ingi leiðangranna til Mount Everest
1922 og 1924, er látinp fyrir nokkru.
Hann var i æsku herforingi i liði
Breta í Indlandi, en var leystur frá
starfi sökum heilsubrests. — Læknir
hans bannaði honum að ganga upp
brekkur. Og ekki mátti hann heldur
ganga upp erfiða stiga. Hann dugði
með öðrum orðum ekki til þess að
gegna herþjónustu. En árið eftir tók
hann að sjer yfirstjórn Everest-leið-
angursins og hlaut heimsfrægð sem
fjallgöngumaður. Mount Everest er
því ekki brekka!
Stærsti íslenski vjelbáturinn.
Vestmannaeyjar eru stærsta ver-
slöð landsins, þar stunda um 100
vjelbátar veiðar á vertíðinni. Þar er
margur fallegur bátur og þar er lika
stærsta vjelskipið, sem smiðað hefir
verið á íslandi. Það heitir „Helgi“
og var lokið við smiði þess nú á
öndverðu sumri.
Skip þetta kom til Reykjavíkur
fyrir viku síðan. Skipstjóri á því er
Ásmundur Friðriksson frá Löndum í
Vestmannaeyjum, en hann er sonur
hins kunna aflamanns Friðriks Svip-
mundssonar. Smíði skipsins stjórnaði
Gunnar Marel Jónsson, sem er slip-
stjóri hjá H.f. Dráttarbraut í Vest-
mannaeyjum. Þessir menn ásamt
Gísla J. Johnsen stórkaupmanni buðu
blaðamönnum um borð að skoða skip-
ið og sýndu þeim það hátt og lágt.
Kjölurinn að skipinu var lagður
1936 og var skipið smíðað á hlunn-
um i sandinum i Eyjum, og voru því
aðstæður allar við skipasmiðina miklu
erfiðari, heldur en ef skipið liefði
verið smíðað i skipasmiðastöð. En
eigi að síður gekk alt vel, enda er
Gunnar enginn viðvaningur, livað
skipasmíðar snertir, þvi að þetta er
11. skipið sem hann hefir smíðað og
haft umsjón með. Gunnar er með öllu
sjálflærður skipasmiður, en liagvirkn-
in mun honum í blóð borin og löng
og mikil reynsla í skipasmiði, hefir
orðið honum sá kennari, að skip þau
er hann hefir smíðað hafa líkað á-
gætlega.
Vjelskipið „Helgi“ er smiðað úr
eik og brenni og þykir bæði vandað
og traustbygt. Stærð þess er rúmar
119 smál. brúttó. Vjelin, sem knýr
skipið áfram er 150/225 hestafla June
Munktell og er þriggja cylindra, og
er stærsta gerð af þessari tegund
vjela, sem liingað hafa flutst. Vjelin
hefir reynst ágætlega, eins og allar
June-Munktell vjelar, en af þeim er
mikill fjöldi í isl. fiskibátum og skip-
Frú Jakobína Jóhannsdóttir,
Odda, Rangárvöllum, verður 90
ára 30. september.
um. Auk aðalvjelarinnar eru tvær
hjálparvjelar önnur til Ijósa og fyi-ir
sjódælur en hin fyrir akkerisvindu
og vöruspil. Olíugeymar skipsins eru
smíðaðir í Vestmannaeyjum og rúma
þeir 22 smál.
Vistarverur skipsins eru mjög rúm-
góðar, svo að tæpast mun tiljafnað
við önnur ísl. vjelskip. í lúkar eru
12 kojur, en 6 i káetu.
Gunnar M. Jónsson.
Skipið stundaði síldveiðar í sumar.
Alls mun það bera um 2000 mál, eða
eins og meðal togari.
Eigandi skipsins er Ilelgi Bene-
diktsson útgerðarmaður i Vestmanna-
eyjum og er þetta fjórða skipið, sem
Gunnar smíðar fyrir hann.
Vonandi eiga mörg fleiri skip sem
„Helgi“ eftir að bætast við ísl. flot-
ann og vonandi á isl. þjóðin eftir að
eignast marga menn, sein Gunnar,
er hefir ólærður smíðað stærsta
skipið, sem smíðað hefir verið lijer
á landi.
Frú Þorbjörg Einarsdóttir, Bar-
ónsstíg 10B, verður 75 ára 30.
þessa mánaðar.
/