Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 12
12 f' STANLEYSYKES: Týndi veðlánarinn. 24 „Nei, þjer eigið að gera ráð fyrir, að jeg viti ekki neitt, og haga yður eftir því“. „Jæja. Líkaminn hefir taugakerfi, sem er eins og nokkurskonar símastöð. Skila- boðin berast til heilans frá öllum hlutum likamans, á svipstundu. Svo hefir líkaminn annað samgöngukerfi, sem líkja má við póstsamgöngur. Kirtill í einum hluta lík- amans getur myndað efni og spýtt því út i blóðið, og svo flyst það með blóðinu sem pósti, út um líkamann. Skiljið þjer það?“ „Já. Þetta er mjög greinilegt.“ „Þessi kirtilframleiðsla er nefnd harmónar og eru í rauninni meðul, sem líkaminn fram- leiðir sjálfur handa sjer. Eitt af þessum meðulum er insúlín. Lífeðlisfræðingarnir hafa lengi haft grun um, að það væri til, en það fanst í rauninni ekki fyr en nýlega — þremur til fjórum árum eftir stríðið. Það myndast í kirtli og berst með blóðinu og hlutverk þess er, að gera líkamann færan um, að nota þann sykur, sem hann fær. Þctta efni framleiðir líkaminn í sífellu, en eyðir því jafnóðum. En setjum nú svo, að kirtiU- inn, sem framleiðir insúlínið, verði óstarf- hæfur. Þá verður insúlínframleiðslan of lítil eða engin og líkaminn getur ekki eytt sykr- :num. Þetta tilfelli heitir sykursýki. Með öðr- um orðum: sykursjúkur er sá maður, sem vantar insúlin, og vegna þessarar vöntunar heldur sykurinn, sem hann getur ekki eytt, áfram að vera í blóðinu. En nú er hægl að framleiða insúlín í verksmiðjum. Og í stað- inn fyrir að hálfsvelta sjúklinginn, til þess að halda niðri sykurefninu í blóðinu, þá er sjúklingnum nú gefið insúlin til að eyða sykrinum, og verður hann þá eins og aðrir menn.“ „Insúlínið læknar þá sykursýkina ?“ sagði Drury, sem hafði hlustað með svo mikilli al- hygli, að það drapst í sígarettunni hjá lion- um. „Nei, jeg hefði átt að segja, eins og aðrir menn í bili'. Þjer sjáið að líkaminn þarf að fá insúlín jafnt og þjett, en læknarnir geta ekki gefið það nerna í skömtum. Maður sprautar inn skamti og sjúklingurinn er góð- ur þangað til skamturinn er uppjetinn, ef svo mætti segja. Þá fer sykurinn að safnast í blóðið aftur.“ „Er insúlínið hættulegt meðal?“ „Það getur verið hættulegt, en ekki ef það er notað með vaikárni. Mátulegt sykurinni- hald blóðsins á að vera tíu á móti tíu þús- und, vegna of lítils insúlíns, þá er maðurinn kallaður sykursjúkur, en ef sykurinnihaldið lækkar niður í sjö eða átta á móti tíu þús- und, vegna þess að líkaminn fær of mikið insúlín, þá verður maðurinn veikur og fellur í öngvit eða dregur úr honum allan mátt. Svo að skamturinn verður að vera mjög ná- kvæmlega veginn og ákveðinn fyrir hvert einstakt tilfelli. Þessi áhöld í skápnum eru til þess að mæla blóðsykurinn, svo að maður geti sjeð, hve stóran insúlínskamt er mátu- legt að gefa, og ennfremur má nota þau til að sjá hvaða áhrif inngjöfin hefir. Ef maður gefur of stóran skamt, svo að sykurinn verði of lítill í blóðinu, þá má gefa sjúklingnum sykur til að verka á móti. Og hjer lýkur fyr- F Á L K I N N irlestrinum. Jeg ætla ekki að hlýða yður yfir á eftir“, sagði hinn ungi og málugi kven- læknir. „Það er þá liægt að drepa menn ineð in- súlíni?“ „Já, ef þeim er gefið nógu mikið.“ „Svo að það má þá kalla það eitur?“ „Já, í vissum skilningi, en í öðruin skiln- ingi nei. Það er eðlilegur og nauðsynlegur kirtilvökvi í líkamanum, og enginn getur lil- að án þess. En lagalega sjeð, þá held jeg að það teljist ekki til eiturlyfja." Drury, sem var mjög rólyndur að eðlisfari, átti bágt með að halda niðri í sjer geðshrær- ingunni. Síðustu orðunum liafði liann alls ekki tekið eftir. Það skifti liann litlu, livern- ig lögin litu á þetta, því að liann hafði fengið ráðninguna í næstu setningunni á undan. Eit- ur, sem ekki var eitur. Eðlilegt efni í líkam- anum, en gat þó valdið dauða. Það var ekki furða, þó sjerfræðingunum sæist yfir það. Þetta var himin send lausn á að því er virtist óleysanlegri gátu, lausn sem gat samrýmst hinum tveimur niðurstöðum lögreglunnar, um að maðurinn hefði verið myrtur á eitri og vísindamannanna, sem fullyrtu að ekkert eitur hefði fundist í líkama hans. Hann var sem steini lostinn yfir þvi, hve hugvitssam- lega hjer var í haginn búið. Að nota lyf, sem til voru í mannslíkamanum til þess að ráða manninum bana —- það var sannarlega svo merkileg hugkvæmni, að glæpamaðurinn átti skilið að vera víðfrægur í glæpasögunni. í samanburði við hann voru arseník-byrlar- arnir steinaldarmenn og nýtísku eiturbyrlar- ar lireinustu viðvaningar. „Ein spurning enn. Hvernig cr insúlín gefið inn?“ „Því er sprautað undir hörundið. Það er áhrifalaust ef það er gefið inn með skeið, vegna þess að það er meltanlegt og eyðilegst i maganum. Það er aðal gallinn á þvi. Það verkar aðeins ef það berst beint í blóðið.“ Drury liugsaði til hægindastólsins og sess- unnar. Hann var liinn ánægjulegasti á svip- inn þegar liann stóð upp. „Jeg ætla ekki að tefja yður lengur núna. Jeg jiarf að taka lyfjaskrána með mjer, þó jeg búist ekki við, að við þurfum á henni að halda, en jeg þarf að vita nöfnin á verslun- unum, sem Laidlaw keypti lyfin sín í.“ „Jeg held að nöfnin á þeim sjeu í eitur- bókinni,“ svaraði ungfrú Freeman. „Má jeg snöggvast líta á?“ Hún liallaði sjer fram, svo að fallega lirokkna hárið snerti andlitið á fulltrúanum og liann fann ilmandi lykt. „Jú, hjerna eru þau. Var það nokkuð annað?“ „Já, þessar fjórar bækur um sykursýkina. Og þar með búið, held jeg.“ Hann tók hæk- urnar og kvaddi læknirinn innilega með föstu handabandi. „Þakka yður innilega fyr- ir allar upplýsingarnar. Jeg vona, að þjer hafið hjálpað mjer til að ráða fram úr flókn- ustu gátunni, sem jeg liefi glímt við alla mína starfsæfi, i þrjátíu ár.“ Ráðskonan leit inn í gættina. Maturinn er kominn á borðið fyrir fimm mínútum,“ sagði hún nepjulega. Unfrú Freeman tók til fótanna. XIV. kapítuli. YFIRHEYRSLA Á NÝ. „Það verður að fara ákaHega vel að hon- um, Drury,“ sagði McCarthy deildarstjóri í Scotland Yard. „Þessir háu herrar, sjer- fræðingarnir, sem eru látnir bera vitni, eru stundum dálítið firtnir, einkanlega ef þeim finst, að aðrir sjeu að ganga inn á verksvið þeirra. Svo að þjer verðið að gera honum Ijóst, að þessar upplýsingar, sem við höf- um fengið til viðbótar, eru ekki fengnar á læknisfræðilegum grundvelli, svo að liann sjái, að við erum ekki að taka fram hjá honum eða troða liann um tær“. Þetta viðræðubrot fór fram í Scotland Yard. Drury hafði farið þangað í skyndi- heimsókn til þess að leggja nýjustu upp- götvanir sínar fyrir yfirmenn sina, til þess að fá leyfi til þess, að taka næsta skrefið í málinu, sem var livorki meira nje minna en það, að grafa lík Levinsky upp aftur. „Þjer ættuð helst að fara til hans sjálf- ur, áður en þjer farið til Southbourne aft- ur,“ lijelt McCarthy áfram. „Vitanlega getur hann ekki neitað okkur um þetta, liversu þver sem hann er, en við þurfum lielst að liafa gott samkomulag við sjer- fræðingana okkar.“ Þannig atvikaðist það, að skömmu síðar var Drury staddur á einka-efnarannsókna- stofu sir James Martins í sjúkdómadeild- inni í St. Martha Hospítal- Þetta var stór og björt stofa fram af aðalvinnustofunni, en þar inni var liópur af stúdentum að starfa. Sir James sjálfur sat yfir stórri smásjá, sem honum hafði verið send til reynslu, af frægri þýskri sjóntækjaverslun, sem var heimsfræg fyrir stækkunargler sín. Það vildi svo til, að þessi smásjá var af nýrri gerð og hentaði einmitt vel til þess, að binda enda á verkefni, sem sir James hafði orðið að leggja til liliðar, vegna þess að hann vantaði rjettu áhöldin. Hann var þessvegna í besta skapi. „Góðan daginn, fulltrúi. Eruð þjer nú með nýtt verkefni lianda mjer?“ „Ekki beinlínis nýtt. Þjer munið eftir Southbornemanninum ?“ „Hvort jeg geri það. Maður gleymir lion- um nú ekki fyrsta kastið. Það er ekki oft, sem maður lendir í svo kynlegu máli. IJvað er nýjast að frjetta af því?“ „Við höfum fengið líkindi fyrir því, að það liafi verið spraulað inn í manninn,“ svaraði Drury lágt. „Og við giskum á livað það hafi verið.“ „Er það satt? Hvaða eitur hefir mjer sjest yfir?“ „Insúlin.“ Það varð dauðaþögn í stofunni, sem að- eins var rofin af upphrópun kvenstúdents i vinnustofunni, er hafði helt einhverri sýru á nýju silkisokkana sína. Sir Martin rendi augunum til nýju smásjárinnar og leit síð- an gletnislega á fulltrúann og rak upp hlátur. „Jeg tek ofan fyrir glæpamönnum nútím- ans,“ sagði liann loks. „Mikið skratti var það snjöll hugmynd. Eruð þjer viss um þetta? „Ekki fyllilega. Við þurfum að hiðja yð- ur að rannsaka þetta og sanna það fyrir okk- ur. Persónulega held jeg, að það sje næsta lítill vafi á því.“ Og nú skýrði Drury hon- um frá nýjustu rannsóknunum. Sir James lilustaði með mikilli eftirtekt og fanst mikið til um lýsinguna á stólnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.