Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Nr. 567. Adamson miðaði rjett! S k r í 11 u r. — Nú er þjer óhætt að sleppa buxnastrengnum mínum. Slysavagn- inn er kominn. Hefnd regnhlífakaupmannsins. Jómfrú, sem farin er að eldast, segir viS herramann i kímni: — Munið þjer eftir því, að einu sinni báðuð þjer mín og jeg tók yður ekki. Herramaðurinn: — Já, jómfrú góð, og það er ein af kærustu endur- minningunum mínum. —- Jeg stilli vekjm-aklukkuna á einn tíma fyr. Hann verður að taku til hjá sjer áður en hann fer á skrif- stofuna. Barnið: — Jeg átti að heilsa yður, herra prestur, frá henni mömmu, og skila til yðar, að hann faðir minn dó i nótt sem leið. Prestur: — Var ekki læknir sóttur til hans? * Barnið: — Nei, hann dó alveg sjálf- krafa. Stina: — Hvað heldurðu að hún mamma segði, ef hún sæi þig kyssa mig? Nonni: — Ja — en — en jeg — jeg hefi ekki kyst þig. Stína: — Nei, en jeg segi aðeins, hvað hún mundi segja, ef þú gerðir það. Dóttirin: — Hugsaðu þjer, pabbi! Þegar Jón og jeg gengum fram hjá gullsmiðsbúð í dag, bað jeg hann að kaupa eitthvað á hálsinn á mjer, og veistu hvað liann sagði? Faðirinn: — Nei. Dóttirin: Eitt sápustykki. Hún; — Eru margir ungir, laglegir piltar hjer í bænum? Hann: — Nei, við erum bara tveir. VNCS/Vtt LC/CHbWRHIK Þessi mynd gæti verið af vind- myllu, sem er að detta. En svo er þó ekki, heldur hefir myndasmiður, sem var að starfi i myndastofunni sinni fengið út þessa mynd með þvi að láta stækkunarpappírinn vera i boga. Ef að þið hefðuð myrkrastofu og stækkunaráhald, þá gætuð þið reynt að leika þessa list eftir honum. BÍLAHJÓLFÖR. 1. Sýnir að bíllinn hefir verið of hlaðinn og hjólið hefir ekki verið nógu vel pumpað. 2. Hjólið of lítið pumpað og hjólbarðinn misjafnt slit- inn. 3. Hjólið of inikið pumpað. 4. Hjólið of mikið pumpað og hjól- barðinn misjafnt slitinn. Slíkar eftirmyndir af hjólförum hafa oft leitl til þess, að ökuniðing- ar hafa verið teknir fastir, eftir að hafa ekið yfir menn, þótt þeir hafi allir verið á bak og brott, er komið var að. Skósmiðurinn (sem hefir fáa skifta vini): Æ, bara að mennirnir gengi á fjórum fótum, þá myndi þó verða dálítið meiri atvinna. — Siggi litli: Pabbi! Má jeg spyrja þig að nokkru? Faðirinn: — Þú mátt ekki trufla mig svona oft — en hvað viltu? Siggi litli: Jeg ætla bara að spyrja þig um hvert ijósið fari, þegar það deyr. Æfintýralegt sumarfrí. (Framhaldssaga með myndum). 7) Meðan á óveðrinu stóð, kom fyrir skrítið atvik. Alllangt fyrir utan ströndina lá skonnorta við festar. Smábátur frá lienni var á leið til lands og mennirnir reru skarplega gegnum öldurótið i lendingunni. — Báturinn var hlaðinn með stórum hlikkbrúsum. 8) Þegar mennirnir komu í land tóku þeir nokkra brúsana og grófu þá niður í sandinn við klettana, en hjeldu svo á brott út í myrkrið, með það sem eftir var í bátnum. 9) Morguninn eftir heimsótti lög- regluþjónn drengina og lagði fyrir þá margar nærgöngular spurningar. Meðal annars spurði hann þá, hvort þeir hefðu ekki sjeð neitt skrítið um nóttina. Páll fullvissaði hann um, að þeir væru ekki áfengissmyglarar og sýndi honum brjef frá skógarverð- inum, þar sem hann leyfði þeim að dveija í skóginum. Lögregluþjónn- inn brosti vingjarnlega þegar hann hafði lesið brjefið, en i sömu and- ránni rendi hann grunsemdarauga á vagninn. Eitthvað hlaut að hafa vald- ið því. Hvað var það, sem lögreglu- þjónninn hafði komist að?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.