Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N GAMELIN MARSKÁLKUR. Frmh. af bls. 6. með hann. Einn af þeim herforingj- um, sem mest óx álit á í striðinu var Gamelín, sem nú eins og kunn- ugt er, hefir æðstu herstjórn franska hersins bæði heima og í nýlendun- um, en engum foringja í Frakk- landi hefir verið falið jafn mikið hervald síðan Napoleon mikli var uppi. Gamalin er fæddur árið 1872, árið eftir fransk-þýska stríðið, og er því 67 ára gamall. Hann er af mikilli hermannaætt og hafa forfeður hans í 5 liði verið herforingjar. Faðir lians særðist hættulega í orustunni við Solferino, er Frakkar áttu þar í stríði við Austurríkismenn. Gamelín var fyrst í katólskum skóla einum frægum. Var einn kenn- arinn þar Henri Bandrillart og tókst þar vinátta, sem stendur enn í dag. En Bandrillart þessi er hinn sami maður og hinn frægi kardináli með þessu nafni. Síðan fór Gamelín á her- skólann í St. Clair og lauk þar liðs- foringjaprófi árið 1893. Útskrifuðust 449 liðsforingjar það ár og hafði Gamelin hæsta einkunn. Næstu 3 ár- in var hann í herþjónustu í Aliger, því hann vildi kynnast hernaðarað- stæðum í lítt numdu landi. En næstu 3 órin þar á eftir starfaði hann við landmælingadeild franska hersins, því hann hafði þá sjerskoðun að landabrjefagerð væri mjög mikilvæg kunnátta fyrir liðsforingja. 1899 komst hann ó herforingjaráðsskólann, en á hann er ekki tekinn nema lítill hluti liðsforingja. Fer það ekki eftir hvaða tign þeir hafi náð hvort þeir fá inngöngu i skólann heldur eftir áliti því, er þeir öðlast hjá æðstu mönnum hersins. Sitja þar þvi oft höfuðsmenn og ofurstar við sama borð. Einn af kennurum hans þar var Foch, er síðar varð marskálkur. Eftir þriggja ára nám í þessum hern- aðarháskóla lauk Gamelín þar námi með sjerlega góðri einkunn. Eftir það stjórnaði hann ýmsum her- deildum þar til 1916 að hann gerðist einn af aðstoðarmönnum Joffre, og þegar Joffre varð aðalmaður franska hersins árið 1912 varð Gamelín fyrsti aðstoðarmaður hans. A þessum ár- um kom til umræðu í franska her- foringjaráðinu hvort hugsanlegt væri að Þjóðverjar brytu hlutleysi Belgíu, cn fáum datt í hug að það gæti kom- iS fyrir. Gerði Gamelín þá ritgerð, um livernig snúast ætti við þeirri árás. Joffre hafði hinar mestu mætur á Gamelín og sagði að hann væri eitt af rauðu blóðkornunum í liði sínu, enda skaraði Gameiín fram úr bæði í því að meta rjett liernaðaraðstöð- ur og sá iðulega fyrstur manna hvað gera skyldi. Klukkan tæplega 5 að morgni dags þann 21. mars 1918 hófu Þjóðverjar hina geysilegustu stórskotahríð við ána Somme, þar sem komu saman herir Frakka og Englendinga. — Hleyptu ÞjóðVerjar gasi á stórskota- lið Breta og hættu þá drunurnar í ensku fallbyssunum. Kl. 9 um morg- uninn hófst hin nafnkunna mars- árás Þjóðverja. Herfylki eftir her- fylki gekk fram með fullkomnum útbúnaði að vopnum og vistum, alt lið er Þjóðverjar höfðu getað losað á austurvigstöðvunum, þar til komn- ir voru 1 milj. manna, en halarófa þess liðs hafði um nóttina áður en árásin hyrjaði staðið eins langt aftur úr víglínu Þjóðverja, eins og úr Reykjavík austur i Laugardal. Fjellu þarna 150 þús. Bretar, inistist sam- handið milli frönsku og bresku herj- anna og víglína bandamanna bilaði á svæði eins stóru og úr Reykja- vík auslur að Geysi. Ljetu banda- menn þarna undan síga í 5 daga, en þá hóf Gamelín gagnárás þó, er hafði þau áhrif að sókn Þjóðverja var lokið snemma í apríl. Gamelín var einn af þeim örfáu herforingj- um, sem aldrei varð nein skyssa á alt stríðið. En sumir segja að hann eigi mikið af hernaðarláni sínu jrví að þakka, hve framúrskarandi landa- brjefamaður hann sje, og að enginn kunni eins og hann að nota mis- liæðir landslagsins til þess að láta j)ær hylja fallbyssur, eða að koma mönnum sínum þannig fyrir að lítið manntjón verði. Þykir liann einstak- ur að því leyti meðal herforingja, hvað ant honum er um að spara mannslífin og er l)að eitt af mörgum ástæðum til þess í hve miklu uppá- haldi hann er hjá frönskum her- mönnum. Eftir stríðið gegndi hann ýmsum vandasömum stöðum. Árið 1925 var liann sendur til Sýrlands til þess að kveða niður uppreisn Drús- anna. Fjellu i þeirri viðureign nærri 1500 af almennum borgurum í Dam- askus fyrir stórskotaliðs- og loftárás- um, er hann ljet gera. Þóttust menn á því sjá að svo spar sem Gamehn var á líf franskra hermanna mundi hann óspar á líf, þegar um óvini Frakklands væri að ræða. Árið 1935 tók hann við stöðu þeirri, er hann nú hefir. Hefir hann haldið því fram að bjartsýni með tilliti til þess að friður hjeldist „væri óhóf“, sem Frakkar hefðu ekki efni á að veita sjer, og hefir hann útbúið her Frakka í samræmi við það á þessum árum, sem liðin eru. Hefir hann lcomið þvi til Ieiðar að vjelanotkun í franska hernum hefir verið aulcin upp í það, sem hann álitur liagkvæmast, en ])að er aðeins lítið eitt rninni vjela- noktun en Þjóðverjar hafa. En það er skoðun hans að vjelanotkun í lier geti líka orðið of mikil. Það er að lians undirlagi að Frakkar hafa lengt herskyldutímann úr 3 misser- um upp í 4. Varð um þetta liin mesta deila meðal stjórnmálamanna í Frakk- landi. III. Gamelín herforingi er maður, sem lítið fer fyrir, en slíkir herforingjar líka Frökkum best. Þeir hafa rekið sig á, að herforingjar, sem mikið láta bera á sjer hafa oft í hyggju að brjótast til valda. Og hinn síðasti sem þeir óttuðust var Boulanger hershöfðingi, er lýðveldissinnar ótt- uðust árið 1889 að ætlaði að brjót- ast til valda. Var Boulanger jressi hið mesta glæsimenni og átti fjölda áhangenda í Parísarborg og fagnaði lýðurinn honum venjulega, þegar hann reið um götur borgarinnar. En dapurlega lauk lífi lians. Hann skaut sig á leiði ástmeyjar sinnar. Það er sagt að Gamelín hafi jafnan verið kominn á skrifstofu sína kl. 9 að morgni og að hann hafi ekki farið þaðan fyr en kl. 7 að kvöldi. Hann er hægur og rólegur í framkomu og þykist ekki of góður að tala við hvern sem er. Hann kvað liafa svo frábært minni, að hann þekki hvern veg nálægt landamærum Frakklands og sagður þekkja hvern liðsforingja, sem er ofursti eða þaðan af meira. Hann er gefinn fyrir söngleika- og hljóðfæraslátt, en þau kvöld, sem hann er heima situr hann við lestur. Hann á geisistórt bókasafn og er gefinn fyrir margvislegan annan fróðleik en l)ann, sem kemur við hernaðinum. Hann er ágætur reið- maður og ágætur skíðamaður, en fær sjaldan tækifæri til að iðka þá íþrótt nú. — Fyrir nokkrum árum spurði einn vinur hans liann að, hvað liann mundi lielst gera sjer til skemtunar, ef liann væri viss um að friður lrjeldist, og sagðist Gamelin þá mundi verja mestum tima síniun tii þess að mála landlagsmyndir, en þá list stundaði hann töluvert, er hann vann að landmælingunum. — Gamelín giftist á 55. afmælisdegi sín- um og er konan hans töluvert stærri en liann. Hún er mjög gefin fyrir að vera með honum við hersýningar. Ekki hefir þeim orðið barna auðið. Gamelín gengur venjulega dökk- klæddur og ekki i einkennisbúningi. 14. júlí síðastliðinn (Bastilludaginn) var sjerstaklega mikið um að vera í Frakklandi vegna 150 ára afmælis lýðveldisins og sennilega einnig fyrir það, að Frakkar vildu láta Þjóð- verja heyra um hersýningu sína. En á lrenni sáust blá- og skarlats- klæddir lýðvcldisverðir með hvítum fjöðrum í höttunum „bláu djöflarnir“, fjallahermennirnir með skíði um öxl, skeggjaðir hermenn útlendu her- deildarinnar og hinir skrautklæddu Spahíar með riffil um öxl og spjót í hönd á arabiskum gæðingum eða úlf- öldum. Þar voru líka turbanklæddar móleitar Madagaskarskyttur og hvít- klætt nýlendulið með sölhjálma. En meðal gesta og yfirfaringja, sem ó horfðu, var gráhærður maður, lágur vexti með lítið grátt yfirskegg í blágráum einkennisbúningi, sem lítið bar á. Það var sjálfur yfirforingi alls hins vopnaða liðs Frakkaveldis, Gamelin. Hann sást varla, en lierinn vissi af honum og treysti honum. og svo gerir öll hin franska þjóð. Ólafur Friðriksson. GIUSEPPE VERDI. Framh. af bls. 8. legu stofnun, „sökmn vantandi liæfi- leika til sliks náms“. Hann var þó um kyrt í Milano í tæp tvö ár og hafði mikil og góð not af þeirri dvöl. En tilsagnar naut hann þar aðallega hjá Lavigna, sem þá var „akkomp- agnatör“ í Scala-leikhúsinu. Hvarf lrann siðan lieim aftur til Busseto og dvaldi þar fimm órin næstu. Árið 1838 flutti hann til Milano og ári síðar var fyrsti söngleikur lians „Oberto, conte di San fíone- facio“, sýndur þar og sæmilega vel tekið. Næsta verkið var „Kongnr dagtangt“, en því var enginn gaum- ur gefinn. En frægð Verdis hefst með óperunni „Nabucco", og síðan rak hver stórsigurinn annan. Mesta stund lagði hann á samning söng- leikja, en til eru einnig eftir hann tónsmíðar í öðru formi, svo sem liin fagra sálumessa, er hann orti í minningu skáldsins Alessandro Man- zoni (1874), strengjakvartett, man- söngvar og ýrnsar orkestertónsmíðar. Verdi var tvígiftur. Var fyrri kona lians dóttir Barezzi, vínkaupmanns- ins í Busseto. Hana misti liann og tvö börn þeirra 1839, í Milano. En 1859 giftist hann frægri söngkonu, Ginseppina Strepponi (1817—1897), en hún liafði m. a. sungið aðalhlut- verkið í „Nabucco“ og borið uppi leikinn. Verdi Ijest í Milano 27. janúar 1901. — NEGRINN, SEM SVAF Á NORÐURPÓLNUM. Framh. af. bls. ó. 20 árum eldri; hann er teinrjettur og hefir gleraugu, eins og margir svartir menn. Hefir yður aldrei langað til að fara þessa sömu leið aftur? Nei, þótt mjer væri gefin öll New York, mundi jeg ekki hreyfa mig. Jeg verð þar sem jeg er, og það var festa í þessum orðum hans. Hann á ekkert nema minningarnar frá hinni merkilegu ferð sinni til Norðurpólsins og nú lifir hann á litlum eftirlaunum, sem uppgjafa toll- vörður. Honum finst misskifl í þessu lífi. — Foringinn fyrir leiðangrinum fjekk allan heiðurinn, á aðra var ekki minst, þótt þeir innu stórkost- legt afrek Peary var sjálfur gerður að að- mírál að ferðinni lokinni, og eski- mói einn fjekk í viðurkenningar- skyni fyrir vel unnið starf, aktýgi á hundinn sinn. Meira var þaff ekki, svona er lífið. HERTOGINN AF WINDSOR OG FRÚ HANS fluttust eins og kunnugt er til Eng- lands skömmu eftir að stríðið skall á. Vakti það athygli um alla Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku, er enslui blöðin sögðu frá þvi, að hann liefði vtrið í áheyrn lijá Chamberlain og skömmu síðar lijá bróður sínum, konunginum. Mynd þessi er tekin i Asgdow Forest í Sussex, þar sem lrjónin dvöldust fyrstu dagana, og frúin ætlar að. dveljast framvegis. Ilertoginn er þegar farinn til Frakk- lands, sem starfsmaður herforingja- róðs enska sendiherrans á vestur- vígstöðvunum. \ Hún var gift öðrum. í Rotherbaum-hverfinu i Ham- horg gerðist nýlega alburður, sem ó rót sína að rekja til skotgrafa heims slyrjaldarinnar. Það var sumarið 1914 að Hermann Weickland forstjóri, 25 ára gamall, var kvaddur undir vopn og sendur í skotgrafirnar. Fyrstu sjö mánuðina skrifaði hann konunni sinni að staðaklri, en alt í einu hættu brjefin að koma. Leið svo hálft ár að konan fjeltk ekkert brjef og bað hún þó um að gera eftirgrenslamr að manninum. Rannsóknin fór þá á þá leið, að það var gefið vottorð um að maðurinn væri dauður. Unga ekkjan tók sjer mahnsmissir- inn ákaflega nærri. En þegar fjögur ár voru liðin giftist hún aftur og liefir nú lifað í hamingjusömu lijóna- bandi með síðari manni sínum í nær- felt tuttugu ár, þangað til nýlega, að barið var að dyrum hjá frúnni". Við dyrnar stóð roskinn maður og sagði hrærð’ur: „Jeg er Hermann, maðui- ir.n þinn. Þekkirðu mig?“ Ilún gerði það og nú áttu þau þrjú ekki sjö dag- ana sæla. Ilver var eiginlega maður- inn hennar. Var það Hermann, sem hún hafði lifað með í æsku eða var það hinn maðurinn, sem hún hafði verið gift í tuttugu ár? Það vað Ilermann Weickland sem varð hlutskarpastur. Síðara hjóna- hand frúarinnar hefir verið dæmt ó- gilt og nú er Hermann kominn í liús- bóndasætið. Hann liafði lent í fanga- búðum Rússa og flækst þaðan land úr landi þangað til hann loks komst til Þýskalands. Þegar þangað kom liófst ný barátta fyrir því að finna konuna, sem nú fanst livergi undir hans nafni. En það tókst. Og Her- manni þykir gott að vera kominn heim. IN) (S/ IN> /V

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.