Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
7
Myndin er frá Shanghei og er tek-
in fyrir framan enska verksmiðju.
— Enskur verkamaður var drepinn
þar nýlega i verkfallsuppþoti, og nú
hafa Japanar sett vörð við verk-
smiðjuna, til þess að gæta þess, að
„hvitu mennirnir fari sjer ekki að
voða.“
„LITLA HAFMEYJAN“
er ein af mörgum myndum, sem
Carl Jacobsen bruggari gaf Kaup-
mannahöfn og ein af þeim vinsæl-
ustu, þótt liún sje ekki stór. Stend-
ur hún í flæðarmáli út við Löngu-
línu.
RÚSSNESKIR FALLHLÍFAMENN.
Rússar urðu fyrstir til þess að æfa
hermenn i stórum stíl í því, að
hlaupa úr loftförum i fallhlíf. Er
talið, að þeir geti bókstafíega látið
heilum her rnanna rigna niður úr
flugvjelum. Á æfingu nýlega hlupu
7000 manns, sem útbúnir voru með
fallhlifum, samtímis út úr flugvjelum
i 8000 metra hæð og komu allir ó-
skaddaðir niður.
ÞRIGGJA ÁRA KONUNGUR.
Drengurinn á myndinni er yngsti
þjóðhöfðingi veraldar, Feisal II. Ir-
akskonungur, ásamt enskri fóstru
sinni. Hann er aðeins 3 ára. Gazi
konungur, faðir hans, fórst af bíl-
slysi í vetur.
BRUNI I LONDON.
írsku spellvirkjarnir hafa undan-
farið haft það sjer til gamans, að
kveikja i húsum i City i London.
Lika strá þeir sprengjum um alt,
meðal annars i póstkassa. Hjer er
mynd af einum brunanum.
Kvikmynda heimurmn.
MORÐBÍLLINN FRA SERAJEVO.
í júni voru liðin 25 ár siðan Prin-
cip skólapiitur skaut austurríska
ríkiserfingjann og konu hans í
Serajevo. Myndin er af bifreiðinni,
sem hjónin óku í, og sjást götin eftir
kúlurnar greinilega.
ÞEGAR GRETA CARBO ER EIN.
Þegar Greta Garbo hvarf vestur
aftur í sumar frá Svíþjóð, hvarf
hún svo fljótt, að Metro-fjelaginu
gafst ekki tími til að sýna henni
nýju íbúðina, sem það hafði látið
gera handa henni meðan hún var
í burtu. Var altalað, að liún hefði
farið til Stockowski vinar sins, á
búgarð hans i Santa Barbara. En
hún hafði farið og sest að i kofa,
sem hún á sjálf í Yucca Loma. Hefir
henni tekist að halda þessum stað
leyndum í meira en tvö ár, en nú
hefir það leyndarmál komist upp.
Jucca Lorna er þúsund ekru býli,
skamt frá bænum Victorville og þar
vex ekkert annað en liin einkenni-
legu yuccatrje. Þarna í einverunni
æfir hún hlutverk sín. Hún ætlar
sjer alls ekki að hætta að leika, eins
og oft hefir verið sagt, en verður
áfram hjá Metro-fjelaginu meðan það
vill borga henni 300.000 dollara
fyrir myndina. Siðasta mynd hennar
er „Madame Curie“. — Hjer er mynd
af ,,klaustri“ hennar í Yucca Loma.
NÝIR VENDIR, SÓPA BEST.
Kvikmyndagestir eru miskunnar-
laust fólk og heimta altaf eitthvað
nýtt. Þessvegna veitist hinum eldri
leikendum erfitt að standast sam-
kepnina við nýja fólkið, sem kemur
að kvikmyndunum. Fyrir örfáum
árum var Norma Shearer ein af
ailra vinsælustu kvikmyndaleikkon-
um og átti þessi fágaða leikkona
vini og aðdáendur. En svo sneri
fólk við henni bakinu og Norma
sá, að annaðlivort yrði hún að hætta
eða breyta algerlega um gerfi. Nú
hefir hún gert það síðarnefnda. Hún
litaði’ hárið platínuljóst, greiddi það
á nýjan hátt og tók upp nýjan klæða-
burð. Og hvað skeði: Norma She-
arer hefir fengið vinsældir sínar á
ný og þykir meir töfrandi en nokkru
sinni áður. Myndin sýnir liana fyrir
og eftir hamskiftin.
NÝTT KVENNAGULL.
í þremur af nýjustu myndum Fox-
fjelagsins leikur ungur maður, sem
heitir Richard Greene og er talið
sennilegt, að hann verði sá maður,
sem kvenfólkið verður hrifnast af
í vetur. — Innan skamms verður
fullgerð mynd, sem heitir „Litla
prinsessan“ með Shirley Temple í
aðalhlutverkinu. Leikarar eru yfir-
leitt ekki sólgnir í að leika með
Shirley, því að eftirtektin beinist
mest að henni. En Richard Greene
kvaðst telja sjer það heiður. í mynd-
inni kemur fyrir atriði, þar sem
hann á að borða með báðar hend-
urnar i fatla, og sjest hjer á mynd-
inni hvernig hann fer að því —
með aðstoð Anitu Louise, sem sagt
er að sje konuefnið hans.