Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 13
F Á L K 1 N N
13
Krossgáta Nr. 309.
Skýring.
Lárjett.
1 skjátlar. C sjávarfalls. 11 veiða”-
færi 12 skikinn. 13 sleifin. 15 rjett.
17 bón. 19 ílát. 21 skot. 22 fuglar.
23 hníf. 24 óhreinka. 26 skip. 28
vann eið. 29 reikar. 32 dvergur. 34
tímamót. 35 löður. 37 netaveiðar. 40
fraus. 41 ber. 43 hirta. 44 stengur.
45 fiskur. 46 snaga. 47 útskækill. 49
merki. 51 tóm. 52 slæmur. 55 tregai'.
58 hjartanlegar. 59 afl. CO skemtunin.
Lóðrjett.
1 frekar. 2 afbrot. 3 öflugur. 4
jjvingun. 5 mannsnafn þf. C einn. 7
vefnaður. 8. skran. 9 angra. 10 vitr-
ari. 12 jsráðurinn. 14 skýli. 10 sjó-
rnerkja. 18. hávaðar. 20 mastri. 25
aðalsmaður. 27 dvergar. 30 spott. 31
kveikur. 32 magn. 33 hrun. 35 geng-
ur. 36 mannsnafn þgf. 38 nartar. 39
trjátegund. 41 hárið. 42 matarhæf.
48 versna. 50 málfar. 53 greinar. 54
ný. 56 þvinga. 57 fugla.
Lausn á Krossgátu Nr. 308.
Ráðning.
Lárjett.
1 klossar. 6 fauskur. 11 kúlubyssa.
12 kýlin. 13 lalla. 15 erl. 17 nál. 19
Ufa. 21 lóan. 22 farir. 23 agar. 24
Ásu. 26 rár. 28 ata. 29 nafars. 32
skæðar. 34 fantareið. 35 refabú. 37
klasar. 40 aga. 41 als. 43 ára. 44
girt. 45 kriki. 46 álmu. 47 arg. 49
aða. 51 mas. 52 sekar. 55 trúss. 58
farartæki. 59 rógsrit. 00 skaðaði.
Lóðrjett.
1 kapelán. 2 ský. 3 súla. 4 ali. 5
runnar. 6 fyllir. 7 asa. 8 usli. 9 sal.
10 rakarar. 12 klauf. 14 augað. 16
rósalegir. 18 árásarlið. 20 fatagarma.
25 krabb. 27 skila. 30 afa. 31 snú.
32 sek. 33 æða. 35 ragarar. 36 fargs.
38 sálms. 39 rausari. 41 Ararat. 42
skatts. 48 skar. 50 púka. 53 efs. 54
Ari. 56 ræk. 57 sið.
Egils ávaxtadrykkir
Orð, sem gepast.
Hjá hjónaskilnaði væri hægt að
komast, ef maður setti trúlofunar-
hringinn i miðsnesið á konunni
sinni, en ekki á fingurinn.
Jnles Renard.
hað er merkilegt, að mennirnir,
sem eru svo eftirlátir við konurnar
sem fjefletta þá, skuli vera svo erf-
iðir við konurnar, sem færa jjeim
peninga í heimanmund.
Maurice Donnay.
Það er betra að sjá vini sína oft
en lengi.
Albert Guinon.
Gallinn á jöfnuðinum er sá, að við
kærum okkur aðeins um hann, þeg-
ar um þá er að ræða, sem hærra eru
settir en við.
Henry Becque.
Við fyrirgefum vinum okkar fús-
lega þá galla, sem ekki koma fram
við okkur sjálfa.
La Rochefoucould.
Löngunin til að geðjast fæðist fyr
hjá konunni en þörfin á að elska.
Ninon de Lenclos.
Ljelegasta frelsi er betra en gulln-
ir hlekkir.
Rotrou.
Oft verður maður að skifta um
skoðun til jjess að vera góður flokks-
maður.
de Retz kardináli.
Þá, sem eru til sölu, er ekki ó-
maksins vert að kaupa.
L. Andriux.
Sá sem frestar því að gera gott
þangað til hann er dauður er, þeg-
ar vel er að gáð, gjafmildari á eign-
ir annara en hann var á sínar.
Francis Bacon.
í mannfjelaginu eins og í náttúr-
unni er ekkert eyðilagt og ekkert
skapað, heldur er alt ummyndað.
G. M. Valtour.
Ef maður vill gefa ást á maður á
hættu að fá hana aftur.
Moliere.
Baráttan er skilyrði fyrir því að
nokkuð takist; fjandmaðurinn er að-
stoðarmaður okkar.
Robert Peel.
Ef einhver heldur um sig að hann
sje Napoleon og enginn er sammála
honum, er hann settur á vitlausra-
spítala; ef múgurinn er sammála
honum verður hann einvaldsherr.i.
OUn Miller.
Aldirnar eru stráðar flökum <if
stórjDjóðum sem hjeldu fram hugsjón-
inni: hreinn kynstofn og kusu sjer
vinsælan átrúnað: þjóðlega sjálfs-
dýrkun. Grikkir og Rómverjar eru
meðal slíkra þjóða.
Gordon Beckles.
Öld vor er hraðvirk og villist oft
á yfirskyninu og raunverunni. En
samt verður að fyrirgefa henni mik-
ið jjví að hún afrekar svo mikið.
Emil Montégut.
Það eru aðeins tvö öfl í heimin-
um: sverðið og vitið. Og jjegar til
lengdar ljet sigraði vitið altaf sverðið.
Napoleon.
Fyrirtæki sem bygð eru á sameign-
arstefnunni byrja jafnan glæsilega,
því að stefnan skapar hrifningu; en
þeim hnignar fljótt, þvi að sameign-
arstefnan rekst á mannseðlið.
Ernest Renan.
Hjátrúin, sem á vorum dögum hef-
ir komið fram í sinni allra herfileg-
ustu mynd, er trúin á gildi „hins
„hreiria kyns“ og sú staðhæfing að
afkvæmi fólks af ójíkum kynstoftii
hljóti altaf að vera gölluð. Þessi trú,
sem þýskir þjóðernissinnar liafa gert
að grundvelli undir lífsskoðun, og
sem hefir steypt fjölda af nýtu og
góðu fólki í dýpstu neyð, hefir eng-
an vísindalegan grundvöll. Það er
sannleikurinn. Höldum fast við hann
á pestartimum.
Próf. Olto Lous Mohr.
Jeg vii aldrei stuðla að þvi að
nokkur missi trú sína. Allir eiga að
fá að halda trúnni, svo framarlegn
sem hún er einlæg.
Marie Curie.
„Það eru Borgis-eiturbyrlararnir í nýrri
útgáfu,“ sagði hann viðurkennandi. „.Tæja,
fulltrúi, ef þjer hafið á rjettu að standa þá
þýðir það, að þjer hækkið í tigninni, og
gefur mjer efni í merkilega ritgerð. Jeg
þarf að liafa ritgerð til taks í Læknafjelag-
inu í næsta mánuði, en vantaði einmitt efni.
Þetta er sannarlega frumlegur glæpur! Ekki
datt mjer þetta í hug. Þetta liefði ekki ver-
ið hægt fyrir tíu árum, því að þá var in-
súlín ekki til. Þetta er áreiðanlega í fyrsta
skifti, sem það hefir verið notað í glæpsam-
legum tilgangi. Og hvað yður viðvíkur —
vitið þjer hvað er það fyrsta, sem jeg ætla
að gera, þegar jeg kem heim i kvöld?“
„Brenna allar bækur mínar. Það er ekki
örugt að eiga bækur, þar sem menn eins og
þjer eruð að snuðra. Hvað er eðlilegra en
að læknir kaupi bækur um sykursýki, til
þess að fylgjast með þeim nýjungum, sem
gerast í lækningum á þeim sjúkdómi?“
„Einmitt svo mun Laidlaw hafa liugsað,
úr þvi að hann hirti ekki um að brenna
bækurnar. En meðal annara orða, það er
svolitið annað, sem við þurfum að Liðja
yður að athuga líka.“
Drury útskýrði nú fyrir honum livað það
væri og sir James lilustaði á með athygli.
Fulltrúinn varð feginn, hve vel sir James
tók þessu öllu, og hafði þó ekki verið eins
hræddur við að liann mundi firtast, eins og
McCarthy var. Hann liafði haft svo mikla
reynslu af sjerfræðingum sem vitnum, að
hann vissi, að hinir meiri visindamenn voru
ávalt fúsari til að viðurkenna mistök sín en
þeir minni, þó að þeir hefðu síður ástæðu
til þess.
„Jeg get haft tæki til að mæla blóðsykur-
inn með mjer, og gert rannsóknina á staðn-
um,“ sagði sir James. „Ykkur mun hug-
leikið að fá að vita árangurinn sem fyrst.
Og svo get jeg tekið með mjer sýnishorn
og mælingarnar upp aftur hjerna.“
„Er ekki mögulegt að gera mælingar á in-
súlínin sjálfu?“
„Nei. Það er ekki frumefni, eins og arsenik
og kvikasilfur og ekki einu sinni einföld sam-
selning á þvi. Það er ákaflega flókið efni,
sem myndast aðeins í líkama manna og
dýra og það er ekki liægt að framleiða það
með efnasamsetningu og ekki að finna það,
af verkunum þess á líkamann.
„Jeg hjelt að það væri framleitt á mark-
aðnum,“ sagði Drury sem mintist þess, hvað
ungfrú Freeman liafði sagt.
„Það er hægt að vinna það, á sama hátl og
það er liægt að framleiða t. d. kjötextrakt.
Jeg átti við, að það væiri ekki hægt að fram-
leiða það á kemiskum grundvelli. En ef við
líomumst að raun um að sykurin í blóðinu
er miklu minni en hann á að vera, þá liöf-
um við fullnægjandi sönnun fyrir því, að það
sje of mikið insúlim i líkamanum. En við-
víkjandi áhöldunum fyrir hina tilraunina þá
eru þau svo viðamikil, að jeg get ekki liaft
þau með mjer.“
„Spítalinn i Southbourne hefir flytjanleg
áhöld, sem eru notuð við sjúklinga, sem eru
svo veikir, að ekki er hægt að hrevfa þá. Og
ráðsmaðurinn hefir boðist til að lána þau.“
„Ágætt.“
Nú var ekki annað eftir en að ákveða tím-
ann fyrir rannsóknina, og síðan fór Drury
á burt og var heima hjá sjer það sem eftir
var dagsins. Ellie og liin óaðskiljanlega vin-
stúlka hennar voru að leika sjer í garðinum
og komu hlaupandi á móti honum. Þær voru
svo ungar, að þeim fanst ekkert tiltökumál
þó að hann væri stundum lengi að heiman.
„Komdu og sjáðu snjókarlinn okkar,
pabbi!“ hrópaði Ellie.
„Hvar hafið þið náð i snjó. Jeg sje livergi
snjó.“
„Við tókum vatn og mold og svo hrærð-
um við það saman og kölluðum það snjó.“
Viðstaðan heima var alt of stutt, því að
hann varð að fara með fyrstu morgunlest
til Southbourne. Og klukkan tiu var liann
kominn í likliúsið þar.
„Ifafa þeir sent nokkuð hingað frá spítal-
anum?“ spurði hann.
„Nei, en þeir lofuðu, að það skyldi koma
klukkan tíu. Þeir sögðust senda litlu, flytj-
anlegu tækin, og mann, sem kynni að fara
með þau. Nú, kanske kemur það þarna.“
Lítil bifreið rann inn í garðinn og fast