Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
SÍÐASTA DROTNING
RÚSSLANDS
ALICE dóttir Victoríu Bretadrotn-
‘r*’ ingar fluttist lil Þýskalands er
hún giftist stórhertoganum af Hessen.
Hún var einkennileg kona og þótt-
ist standa í sambandi við annan
heim og geta sjeð fram i timann. Oft
spáði hún — og spádómarnir komu
fram.
Eitt sinn skrifaði hún móður
sinni, að enskar prinsessur ættu al-
drei að ganga í hjónaband, sem
neyddi þær til að taka grísk-kaj)-
ólska trú; af því hlyti ógæfa að
stafa. Fimm dögum síðar en hún
skrifaði þetta brjef ól hún dóttur,
þann 6. júni 1872, sem var skírð
Victoria, Alice, Helena, Louise, Bea-
trice.
Móðirin notaði ekkert þessara
nafna á litlu dóttirina, en kallaði
liana Sunny, því að barnið var eins
sólargeisli, glöð, kát og falleg, með
ljósa lokka, spjekoppa i kinnunum,
yndisleg blá augu undir löngum
svörtum augnhárum. Grunaði móð-
urina framsýnu harmsögu þá, sem
geymd var í bláu augunum barnsins,
eða sá hún í skygni sinni hörmung-
arörlög þau, sem biðu beggja dætra
hennar í Rússlandi? Vist er það, að
hún liataði Rússland og keisarafjöl-
skylduna. En hennar naut ekki við
þegar mest var þörfin á. Hún dó
ung, og Victoría drotning tók þá
Sunny til fósturs, sex ára gamla, og
ólst hún upp sem ensk prinsessa i
Windsorhöll.
Og sem ensk prinsessa fjekk hún
dálitla lítilsvirðingu á öllu því, sem
gerðist á meginlandinu. Hún bar alls
ekki hlýjan hug til Þýskalands og
henni var meinilla við Vilhjálm
Þýskalandskeisara, frænda sinn, sem
líka var barnabarn Victoríu drotn-
ingar. Hann var ráðríkur og vildi
ráða gerðum Sunny. Og Sunny vildi
eins. Victoríu drotningu leiddist
þetta, því hana langaði til að hafa
gaman af barnabörnunum.
Örlögin, tilviljunin og stjórnmálin
komu nú til sögunnar. Elísabet prins-
essa af Hessen, eldri systir Sunny,
var gefin Sergiusi stórfursta, bróður
Alexanders Rússakeisara þriðja. Og
nokkru síðar fór Sunny til Rússlands
í orlofsferð til systur sinnar. Þar
hitti hún í fyrsta skifti Nikolai, rík-
iserfingjann. Og þá voru örlög henn-
ar og ógæfa Rússlands ráðin.
Sunny var orðin ijómandi falleg
slúlka. Nefið var að vísu í lengsta
lagi, en þó fallegt. hörundið Ijómandi
og bláu augun undir dökku hárun-
um unnu alla. Hún var hávaxin, mjúk
í hreyfingum, alúðleg og yndisþokki
i brosinu, en hið innra átti hún
járnvilja og ráðrík var hún, jafnframl
því sem hún var mjög trúhneigð.
Var þetta erfð frá ömmu hennar. en
hinsvegar hafði hún ekki erft dóm-
greind Victoríu gömlu, hyggjuvit
hennar, hagsýni og það liugboð, sem
mikilmennum er svo nauðsynlegt. Og
Sunny hin fagra hafði meðfæddan
galla, þvi að lnin hafði fengið blæð-
inguna að erfðum, sem kom fram á
syni hénnar þó að þessi sjukdómur
kæmi ekki fram á henni sjálfri. Og
hjónaband hennar varð henni ekki til
gæfu, þó maðurinn hennar elskaði
hana heitt og vildi alt fyrir hana gera,
Foreldrar hennar voru á móti ráða-
hagnum og sjálf átti hún í samvisku-
kvöl, út af því að verða að ganga af
trúnni og taka grisk-kaþólska trú.
Ríkiserfinginn fátalaði og feimni, sem
var svo ístöðlítill að hann gat naum-
ast horft á liersýningar, var „sterk-
ur eins og ljón og slægur eins og
naðra“ ]>egar unnusta hans átti i
hlut — að því er faðir hans sagði.
Það var ekki við lambið að leika
sjer þar sem Alexander III. var og
bann aftók ráðahaginn og neitaði
syni sinum um blessun sína. En loks
varð faðirinn þó að láta undan öðru,
sem sterkara var. Læknar hans til-
kyntu honum, að hann ætti ekki
nema nokkra mánuði ólifaða, og þá
Ijet zarinn undan. Og ríkiserfinginn
Ijet ekki á sjer standa og hjelt af
stað til Englands á keisaraskipinu
til þess að biðja Sunny formlega.
Hann dvaldi nokkrar vikur hjá
Börn keisarans, systurnar i rússneskum hirfíbúningi og rikiserfinginn i
einkennisbúningi. Myndin er tekin í byrjun heimsstyrjaldarinnar 1914.
Alice eða Snnny
um það leyti, sem
hún giftist.
unnustunni en hjelt svo heirn, að
sjúkrabeði föður síns.
Brjefin sem fóru á milli þeirra
Nikolai og Sunny meðan þau voru
trúlofuð, voru auðvitað geynid vand-
lega. Komust þau um siðir í liend-
ur sovjetstjórnarinnar og voru gef-
in út á prent.
Þar er m. a. hægt að sjá, hvernig
Sunny undir eins áður en hún gift-
ist„ er farin að gefa „Nick“ sínum
ráð um, hvernig hann eigi að haga
sjer gagnvart föður sínum, ráðherr-
ununi og öðrum höfðingjum.
Þessi brjef ná yfir stutt tímabil
aðeins. Dauði keisarans nálgaðist og
hann vill nú sjá brúði ríkiserfingsans
og gefa henni blessun sína. Sunny er
kvödd austur til Jalta á Krim, þar
sem keisarinn Iá. Og nú ferðast hún
yfir þverl ríkið, sem hún á að verða
drotning í. Ilún er stödd við dánar-
beð keisarans, ásamt ríkiserfingjan-
um og heyrir siðustu kjökrandi orð-
in hans: „Verið þið róleg. Jeg er
alveg rólegur.“
Áður en sorgarárið var úli hafði
Sunny tekið grísk-kaþólska trú, feng-
ið rússneska nafnið Alexandra og
gifst Nikulási keisara.
Þjóðin feldi sig ekki við, að brúð-
kaupið færi fram svona snemina.
Alexandra var kölluð sorgarbrúður-
in, en þó grunaði engan þá, hve
mikla ógæfu liún átti eftir að baka
liinni nýju ættjörð sinni.
Ógæfan byrjaði undir eins með
krýningunni. Hún fór fram i Moskva,
og ungi zarinn mælti svo fyrir, að
tilhögunin yrði nákvæmlega eins og
þegar faðir lians liafði verið krýndur.
Með þvi taldi hann öllu borgið. En
aðstæðurnar, m. a. samgöngurnar,
höfðu breyst á liðnum mannsaldri og
í stað G0.000 gesta við fyrri krýning-
una komu nú 200.000 bændur á á-
horfendapall almúgans, til þess að
taka á móti gjöfinni frá keisaralijón-
unum: blikkkrús með fangamarki
keisarans, fullri af brjóstsykri, og
svo hettuklútum. í þrengslunum sem
þarna urðu á krýningardaginn fór-
ust um 10.000 manns. Þeir tróðust
undir í stympingunum um gjafirnar.
Þeir sem stóðu fyrir athöfninni
j)orðu vitanlega ekki að láta keisara-
hjónin vita um þetta ferlega slys, live
stórkostlegt það hefði orðið. Þeim
var sagt, að „nokkrar manneskjur“
hefðu farist, og því síður var þeim
ráðið frá, að halda krýningarveisl-
una með dansleik á eftir. Sú íburðar-
mikla hátíð fór fram eftir áætlun,
meðan verið var að grafa hundruð
lika i næturmyrkrinu. En almúginn
ljet ekki blindast af hátíðaljósunum.
Hann andvarpaði og hafði á orði, að
stjórn, sem byrjaði svona illa, gæti
ekki endað vel.
Fyrsta barn drotningarinnar varð
.... dóttir. Þetta voru mikil von-
brigði. Og þessi vonbrigði komu fjör-
um sinnum í röð.... fjórar dætur.
Systir zarsins, sem gifst liafði um
líkt leyti og hann, eignaðist liins-
vegar eintóma syni. Þetta nægði til
þess að auka á kala drotningarinnar
lil keisarafjölskyldunnar, og hún
leyndi ekki þeim kala og ljet hann
bitna mest á keisaranum. Hún liafði
liann í vasanum og keisarinn unni
henni svo, að hann sætti sig við alt.
Von bráðar lenti liinn ungi og fá-
vísi zar, sem aðeins var auðugur að
keisaralegri hjegómagirni, er kona
lians sparaði ekki að ala á •— í striði
við Japana. Hann beið ósigur og í
feril liins tapaða stríðs kom, eins og
venja er til bylting, sem var drekt í
sínu eigin blóði. En í niðrun ósigurs-
ins og skelfingum byltingarinnar
rann upp gleðisól á keisaraheimilinu,
því að nú fæddist loks liinn lang-
jjráði ríkiserfingi. Keisarahjónin tóku
þennan atburð sem merki þess að
guð væri þeim náðugur. Sonurinn
var gjöf frá guði og þau skírðu hann
Alexei, sem þýðir guðs maður.
En Alexandra hafði ekki viljað
bíða aðgerðalaus eftir því að henni
fæddist sonur. Hún mun hafa hugs-
að sem svo, að guð hjálpaði þeim,
sem hjálpa sjer sjálfir, og þessvegna
hafði hún spurt ráða hjá fjölda
lækna, dáleiðslumanna og töfra-
manna — innlendra og útlendra —
og hafði keisarafjölskyldan hana að
háði og spotti fyrir þetta. Og nokkr-
um mánuðum áður en ríkiserfinginn
fæddist, hafði kona Nikolai stór-
fursta, sem var prinsessa frá Mont-
enegro og full hindurvitna, komið til
drotningarinnar með almúgamann
einn, bónda austan úr Síberíu, Gre-
gor Rasputin. að nafni. Rasputin
lofaði henni ])vi, alveg úreiðanlega,
að hún skyldi eignast son. Og það
rættist.
Barnið var ekki nema tólf daga
gamalt þegar það fjekk ákafa blóð-
rás frá naflanum, blóðrás, sem eng-
in fáanleg meðul gátu stöðvað. -—
Læknarnir komust að raun um, að
blóðið í barninu gat ekki storknað
eða hlaupið saman eins og venjulegt
blóð. Þeir urðu að tilkynna keisara-
hjónunum, að barnið hefði blæði-
sýki, og við henni væri engin ráð.
Drotningin ljet ])á sækja Rasputin.
Hann kom og rak prófessorana út
úr barnaherberginu. Svo lagði hann
liendur yfir barnið. Blæðingin hætti
undir eins og barninu batnaði. —
' Frófessorarnir yptu öxlum og gátu
ekki gefið neina skýringu. Þetta
voru heiðarlegir læknar en ekki
töframenn.
Rasputin sagði sjálfur, að hann
skipaði blóðinu að stöðvast, og þá
gerði það það. Drotningunni nægði