Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Nr- 571. Adamson skiftir um ölgeymslnstaö. S k r í 11 u r. — Heyrið þjer, maður! Hvað hafið þjer gert við slifsnæluna yðar? — Altaf átt þú í hrakföllum jeg hefi alclrei vitað jafn athugalansan mann! Met. Mesti íþróttamaðurinn i skólanum lá veikur og læknir var sóttur til hans. — Þjer hafið 40 stiga hita, sagði læknirinn eftir skoðunina. —■ Jæja, læknir. En livað er heims- metið? — Aumingja maðurinn — jeg veit á hverju hann á von! — Ertu aldrei sammála honum mági þínum um nokkurn hlut. — Ójú, það kemur fyrir. Við vor- um sammála um l>að i gær, að „Queen Mary“ væri stórt skip. Hvernig gekk leiksýningaferðin? — Þú getur nú nærri. í einni vik- unni kom strákur og vildi skila að- göngumiðanum aftur, því að hann sagðist vera hræddur við að sitja einn á svölunum. Húsbóndinn hafði fengið sjer garð- holu og pantaði trjástilka úr gróðr- arstöðinni. Frúin var ekki meira en svo ánægð með valið og sagði: — Hjerna í verðlistanum stendur, að ]>eir beri ekki blóm fyr en eftir þrjú ár. — Jeg sá við því, svaraði hann. --- Jeg keypti þau eftir verðskrá frá 1930. — Þú mátt skammast þin, Gudda, að tæla hann Lalla frá mjer. Og jeg sem hafði sparað saman fullan sokk af peningum undir búskapinn. — Það hefi jeg gert líka, Manga! — Já, en jeg hefi miklu stærri lappir en þú. YNa/tV U/&NftllRNÍR Æfintýri í sumarieyfi. (Framhaldssaga með myndum). VII. DULARFULLU MENNIRNIR Á NÝJAN LEIK. 19) Drengjunum fansl heldur en ekki merkilegt, að heyra frásögn Pjeturs Söfren og einsettu sjer að rannsaka leyndardóma vatnsins nán- ar. Morguninn eftir hjóluðu þeir i kaupstaðinn og náðu sjer í ýmis- legt nauðsynlegt, svo sem fjalir og horð og fjórar stórar tunnur. Ur þessu ætluðu l>eir að búa sjer fleka. 20) Á heimleiðinni komu þeir við i krá og hrestu sig á sódavatni, en hittu þar dularfullu mennina tvo. Annar þeirra sneri sjer að drengj- unum, glotti neyðarlega og sagði: „Við ljekum laglega á lögregluna. Og ef þið viljið hlusta á heilræði þá er það það, að þið skuluð ekki vera að snuðra neitt í kringum okkur.“ Drengirnir svöruðu þessu engu, en hjóluðu áfram. 21) Timbrið og tunnurnar hafði verið flutt upp að vatni. Þar tjöld- uðu drengirnir svo og fóru að smíða flekann. Alt í einu kom Eiríkur hlaupandi. llann hafði staðið á bakkanum skamt frá og verið að kasta steinum út í vatnið. Ilann lir.fði horft á eftir steinunum og sá þá alt í einu stórt skrímsli glenna FJARLÆGÐARMÆLIR. Hverjum þeim, sem á Ijósmynda- vjel me.ð mismunandi fjarlægðar- stillingu, er nauðsynlegt að eiga fjarlægðarmælir, serii sýnir hve langt er að hlutnum, sem ljósmynda skal. Annars verður myndin ekki skýr. Þennan fjarlægðarmælir má búa lil á þennan hátt: Þið þurfið krossviðarplötu, 20 sm. á hvorn veg og oddmjóa blikk- ræmu. Ennfremur dálitla pipu, 3 nun. í þvermál, til þess að miða gegnum. Þið dragið línurnar V og L. á plötuna og markið síðan gráðu- hoga á hana, með skurðarpunkti línanna, sem miðdepli. Borið gat á breiðari endann á blikkræmunni og skrúfið hann með skrúfu i skurð- arpunktinn, þannig að blikkræman eða vísirinn geti hreyfst óhindrað Iram og til baka. Pípan er fest á róndina á fjölinni og pappaskífu smeygt upp á endann á pípunni, svo að hægra sje að miða gegnum hana. Svo er að finna mælitölurn- iii' á gráðuboganum. Teiknið mæli- strik, t. d. á götuna og merkið það með ákveðnum millibilum, 1 meter, 1 % m, 2 m., 2% meter, 3, 4, 5, (i, 7, og 8. Takið svo áhaldið og miðið því á eins metra strykið og merkið 1 meter á spjaldið, þar sem vísirinn hefir stöðvast við þá miðun, og svo lwerjá vegalengdina af annari, þang- að lil þið hafið fært öll merkin inn á skífuna. Þegar þið nú viljið vita, hve langt það er í burtu, sem þið ætlið að taka mynd af, þá miðið j)ið gegn- um pípuna á það, en miða neðst, eins og þið sjáið drenginn gera, sem miðar á fótin á litlu stúlkunni. Þá getið þið lesið fjarlægðina, af visirnum, þar sem hann stöðvast á gráðuboganum. Ef fjarlægðin er meiri en 8 metrar verðið þið að slumpa á hana, eða stilla ljósmynda- vjelina á óendanlegt. upp kjaftinn eftir einum steinin- um. Eiríkur og Páll fóru út á flek- an'um, en urðu einskis vísari og komu sjer svo saman um, að þetta hefði' ekki verið annað en ímvndun hjá Eiriki. En hafði Eiríkur nú ekki sjeð eitthvað samt? *fi Alll með islenskum skrpum' »fi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.