Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 FALLEG BLÚSA, úr hvtu ullarefni. Hún er tilbreyting frá silkiblúsunni, sem mjög mikið hefir borið á undanfarið. ísaumur- inn, sem gerir sitt til þess að setja sinn svip á blúsuna, er enskur gata- saumur. ÖLLU MÁ NAFN GEFA. Við köllum þetta hatt, en það er i rauninni ekki annað en þjettvaf- inn hringur, sem er festur með böndum i hnakkanum. Hann er nógu klæðilegur! BALLKJÓLL úr hvitdröfnóttu efni. Kanturinn að neðan er myndaður með 15 smá lek- um. Við kjólinn er notaður jakki, sem er opinn að framan, svo að lek- aða stykkið njóti sín sem best. FERÐAKLÆUNAÐUR í GRETU GARBO-STÍL. Þessi klæðnaður er úr gráu grófu efni. Beltið og hálsklúturinn eru i rauðum lit. Slá, líkt þessu, ryðja sjer nú mjög til rúms, enda eru þau hentug og klæðileg, sjerstaklega há- vöxnu kvenfólki. VÍGBÚNAÐUR STÓRÞJÖÐANNA. Með friðarsamningunum í Versa- illes, sem Þýskaland, afvopnað og í svelti, neyddist til að undirskrifa 28. júní 1919, mistu Þjóðverjar um 1/8 af landi sínu og 1/10 af þjóð- inni. Við þetta bættust svo allar ný- lendurnar, 2.95 miljón ferkm. með 12.3 miljón ibúum, verslunarflotinn og hernaðarskaðabæturnar. Slyrjöldin, sem nú er skollin á, á rót sína að rekja til þeirra þýsku hjeraða, sem lögð voru til Póllands: Brandenburg, Pommern og Posen og ennfremur nokkurs liluta af Sehlesiu, samtals 29.800 ferkilómetra með 2.9 miljón ibúum, auk Danzig, sem er aðeins 1914 ferkílómetrar en hefir um 330.00 íbúa og af þeim eru 96% þýskir. Danzig var skilin frá Þýskalandi bæði stjórnarfars- lega og landfræðilega hverl ofan i vilja ibúanna. Hinn 9. nóvember 1920 var Danzig yfirlýst sem „frí- riki“ undir umsjón þjóðabandalags- ins, sem setti þar umsjónarmann. Tveir þriðju ibúanna eru Lúterstrú- ar en þriðjungur kaþólskur, en háð- ir trúflokkarnir telja sig Þjóðverja, og þeirri skoðun getur ekkert vald- hoð breytt. Áður en heimsstyrjöld- inni lauk: hafði pólski foringinn Dmovski krafist þess af Wilson for- seta, að Pólland fengi líka Austur- Prússland, því að þetta land mundi, er það yrði aðskiiið frá Þýskalandi með „póslku göngunum“, verða æ- varandi uppspretta eilífrar mis- klíðar milli Póllands og Þýskalands. Og þetta hefir nú komið fram á hryggilegasta hátt. Bandamenn hafa leitast við að fyrirbyggja, að Þýskaland gæti nokk- urntima orðið herveldi aftur. Sam- kvæmt Versalasamningunum mátt' Þýskaland ekki eignast meiri her- flota en 6 orustuskip 10000 smál., t> minni herskip, 12 tundurspilla og 12 torpedobáta. Og landherinn mátti ekki fara fram úr 100.000 manns. Þessi skerðing á sjálfsákvörðunar- rietti Þjóðverja um innanrikismál- el'ni var uppliafin af Hitler 16. iniars 1935, er hann lögleiddi almenna herskyldu, og 18. júní sama ár gerðu Þjóðverjar og Brétar með sjer sam- komulag um, að þýski herflotinn skyldi nema 35 smálestum fyrir hverjar hundrað enskar, en kafbát- arnir mættu vera jafn margir hjá báðum. Það liggur beint við að bera sam- an herafla stórveldanna, bæði á landi og sjó og í lofti, í sambandi við styrjöldina, sem nú er dunin yfir. Það er að vísu ekki heraflinn einn, sem ræður; það sýndi sig i ENGA MJÓLK Frctmh. af bls. 6. sinni á rjettu að standa, Reardon Hvernig gat yður dottið þetta í hug?“ „Það var konan mín, sem kom mjer á sporið.“ Ákærandinn brosti. „Konan min ii.iálpar mjer stundum lika.“ Hann las miðann á ný áður cn hann lagði hann inn í skápinn. Þar stóðu fjögur orð: síðustu fjögur orð ekkjunnar. Þau ljeltu öllum grun af Moore. Ákærandinn las þau upphátt: „Enga mjólk í dag.“ „Þarna getið þjer sjeð,“ sagði Reardon. „Hún hafði ákveðið að deyja.“ síðustu styrjöld, að eigi var minna vert um peningana og aðdrætti vista og hráefna, en sjálf vopnin og liðið. En heraflinn er þó oftast talinn nokkur mælikvarði á úrslitin. Bretar og Frakkar áttu þennan herskipastól, er stríðið hófst: Orustuskip .............. 19 Orustubeitiskip .......... 3 Flugvjelaskip ........... 11 Beitiskip ............... 82 Tundurspilla ........... 233 Torpedobáta ............. 33 Kafháta ................ 132 Pólverjar áttu aðeins lítinn her- flota: 4 tundurspilla, 3 kafbáta, eitt tundurduflaskip, 2 fallbyssubáta, 4 duflaveiðiskip, 1 eftirlitsskip, 1 flutn- ingaskip og 5 gamla torpedobáta. Þeir eiga ekkert herskip með kanón- um yfir 15 cm. Það er þessvegna ekki hægt að segja, að floti þeirra hafi nokkra hernaðarlega þýðingu. Enda hefir það sýnt sig, að Þjóð- verjar voru fljótir að gera út af við hann. Þýskaland og Italía áttu þenna skipastól samtals: Orustuskip ............... 9 Flugvjelaskip ............ 1 Tundurspilla ............ 97 Torpedobáta ............ 152 Kafbáta ................ 168 Auk þess smærri skip, fallbyssu- báta og eftirlitsskip, duflveiðara, o. s. frv. — Tölur þessar sýna ljóslega, að ensk-franski flotinn er miklu stærri en sá þýsk-ítalski, en þó verður munurinn enn þeiri, ef farið er eftir smálestatölu, því að ensku og frönsku skipin eru miklu stærri. Og þar af leiðandi hafa þau fleiri fallbyssur og þykkari brynju. Floti Frakka og Breta er því alger ofjarl hinna, enda sennilegt, að þýski flotinn hætti sjer ekki út úr Eystrasalti — að undan- teknum kafbátunum — en þangað komast herskip Breta ekki. Ef ítalir færi i stríðið geta Frakkar og Bret- ar lokað flota þeirra inni i Mið- jarðarhafinu, við Gibraltar og Súcs. En Italir gætu hinsvegar gert þeim miklar skráveifur í Miðjarðarliafinu. Þeir geta lokað því um miðjuna. með vígbúnaði sínum á Sardíníu og ■ Norður-Afriku og gert Egiptum þröngt fyrir dyrum. Hinsvegar geta Bretar bannað ítölum samgöngur við Abessiníu. LANDHERINN. íbúatala Þýskalands er nú um 85 miljónir og þeir hafa tveggja ára herskýldu. Herinn var orðinn 720.000 manns, þegar stríðið hófst. Auk þess æft varalið, að minsta kosti ein miljón manna, og samkvæmt áætlun herstjórnarinnar átti því að fjölga um 350.000 manns á ári. Hjer við bætist vopnað lögreglulið, um 240.- 000 manns. Það er sagt, að þegar slriðið hófst hafi lið Þjóðverja und- ir vopnum verið milli 1% og 2 milj. manna. Siegfried-linan með öllum vesturlandamærunum að Frakklandi er talin óvinnandi og landamærin að Sviss eru líka ramlega víggirl. — Talið er að Þjóðverjar afi 5000 her- flugvjelar og 2000 til vara. ítalir eru 44 miljónir og 45 með Albaniu. Þar er herþjónustan í 18 Framh. á bls. Í4.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.