Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N jnMUC! Nú getum við fengið hana fyrir 1150 mörk höfum við þá ekki efni á því? Þau voru að enda við að renna niður risgrjóna-ábætinum eftir laug- ard'agsmatinn, þegar Annie kom mjög gætilega með þessa spurningu, sem ;ilis ekki kom Eric á óvart. Þau 1 öfðu nú talað um þessa íbúð sam- fett i tvo mánuði, og Annie hafði orðið svo liugfangin af henni, að hún hafði verið i sífeldum heim- sóknum ýmist hjá byggingameistar- anum eða hjá umsjónarmanni húss- ins til þess að þoka leigunni niður um jiau fimtíu mörk, sem með þurfti lil þess að hún yrði ekki ofvaxin efnum þeirra og kaupi Erics. Eric var nefnilega maður, sem hafði vaðið fyrir neðan sig. Hann var altaf með vasabókina á lofti og skrifaði nákvæmlega öll útgjöld sín og Annie, og á laugardögunum end- urskoðaði hann hvern einasta lið og gerði athugasemdir um það, sem honum fanst að hefði mátt spara. Smávegis og saklaus útgjöld — kvik- myndamiða, of mikið tóbak, eða glas af öli eða máske einlivern ó- þarfann, sem Annie hafði freistast til að kaujia, er hún sá hann í búð- argluggunum í Potzdammerstrasse. Nú megið þið ekki halda, að Eric Winther hafi verið súr og önugur naggur, sem hafi sí og æ verið að jaga konuna sína. Nei, þvert á móti. En þau máttu ekki eyða meiru en aflaðist. Þau voru bæði ung og lífs- glöð, höfðu verið gil't í þrjú ár, og vildu njóta lífsins eins og þau höfðu efni til — og ánægð voru þau — hann með starf sitt, sem umsjónar- maður i vátryggingafjelaginu „Uran- ia“ og náði umdæmi hans yfir Fried- richsstrasse, Leipzigerstrasse og Un- ter den Linden, en hún sem af- greiðslstúlka í stórri tískuverslun á Potzdammerplatz. Þegar þau slóu tekjum sínum saman varð þetta all- lífvænlegt. Þau áttu heima í einu norðvesturhverfinu við Berlín. Höfðu GAMLA UMDÆMIÐ sæmilega íbúð, en i samanburði við ibúðirnar í öllum nýju húsunum, sem bygð voru, var hún auðvitað fremur leiðinleg, og nú hafði Annie sett sjer jiað takmark, að komast í einhverja nýju íbúðina i stóru húsa- hverfunum, sem risu upp skamt frá bifreiðabrautinni miklu, sem lá frá Tiergarten til norðurs og vesturs. Sunnudaginn fóru þau enn einu sinni og skoðuðu íbúðina, sem ekki var búið að ganga frá, vógu salt á stigum og lausum gólfborðum upp á fimtu hæð, rifust svolitið um hvern- ig húsgögnin ættu að standa, mældu allar stærðir og skrifuðu loks undir leigusamning i skrifstofunni, sem var við bygginguna. Þegar þau hurfu að daglega lífinu á mánudagsmorgunn og tóku sjer sæti í almenningsvagninum, eins og þúsundir af öðru fólki, og óku frá norðvesturenda Friedrichsstrasse inn í óendanlega gatnaflækjuna, gat Eric ekki að því gert, að hann fann dá- lítið ti) sín þegar hann settist. Hon- um fanst hann vera orðinn sjálfs- eignarbóndi og eiga eitthvað verð- mætt. Svo niðursokkinn var hann í umhugsunina um fegurð nýju íbúð- arinnar, að hann gleymdi að lesa morgunblaðið sitt, én í stað þess horfði hann á hina farþegana, sem liann áður hafði aldrei hirt um að líta á, og stóð alveg á sama um, þó að hann hefði ekið með mörgum þeirra á hverjum virkum degi i þrjú ár. Hann kinkaði kolli til Körbitz tcbakskaupmannsins, sem einu sinni hafði keypt áhættutryggingu fyrir hundinn sinn hjá honuin — heilsaði innilega og sýndist ekki hetur en að Körbitz lyfti sjer i sætinu til svars. Eric sagði ekki neitt, en i hugan- um sagði hann Körbitz, að nú væri hann um það bil að liætta að aka i þessum vagn-garmi. — Framvegis þegar hann færi á skrifstofuna, færi hann gangandi — kortjers leið gegn- umTiergarten, eftir að hann hefði drukkið morgunkaffið sitt undir sól- tjaldi á svölunum á fimtu hæð -— móti suðri. Því að vitanlega ætluðu þau að hafa sóltjald — gult með mjóum röndum, rauðum og hvít- um, eins og hann hafði sjeð hjá Wertheim — eða Haraldi. Sól og sumar, kæri Körbitz, og Annie fer hjerumbil sömu leiðina líka, gegnum Tiergarten, og svo dá- lítinn spöl niður eftir Budapester- strasse. — Kæri Iíörbitz, hvernig dettur yður i hug að búa áfram.... f horninu á móti sal píslin hún fröken Miiller, sem langaði svo ti) að hafa hann bróður sinn, sem var giftur og átti tvö börn, einhvers- staðar nærri sjer. Hún var nágranni Erics Winlhers. Ef hún hefði ekki setið svona langt undan,- mundi Winther hafa kallað til hennar: „Nú getur hann bróðir yðar fengið íbúð- ina okkar, ungfrú Miiller, því að við erum — eins og jeg var að segja hr. Körbitz — að flytja í nýja íbúð við Tiergarten. . . . finilu hæð.... sól- tjald. . . .“ Nú blasti við húsgagnaverslun á götuhorni svo að liugsanir hans tóku aðra rás, og hann fór að tala um gluggatjöld við Annie. Gluggatjöld- in urðu vitanlega að vera i stíl við íbúðina — nýmóðins, ineð litlu yf- irstykki, en ekki dregin út til hlið- anna. Já, og svo þurfti veggfóður á skrifstofuna. „Og nýja gólfábreiðu á dagstof- una“, skaut Annie inn í. Henni fanst ]ietta hentugt tækifæri til að láta djörfustu ósk sína i ljósi. Jafnvel þetta gat ekki ruglað Eric í rásinni í dag. „Ef jeg næ í tryggingu hjá útvarps- tækjaverksmiðju Grass áður en við flytjum, þá skaltu fá gólfábreiðu." \AT INTHERSHJÓNIN höfðu nú átt heima i nýju íbúðinni í hálf- an mánuð. Þau höfðu sparað dálítið i suinarleyfinu, legið i tjaldi í stað þess að leigja sjer sumarbústað, og Winther hafði fengið trygginguna hjá Grass, svo að þau höfðu fengið hæði gólfábreiðuna, gluggatjöldin, sóltjaldið og ljómandi fallegt mynda- veggfóður á skrifstofuna. „En nú verðum við að vera spar- söm um tíma, Aunie,“ sagði Eric eitt laugardagskvöldið, þegar þau höfðu gert upp vikuna, „sparisjóðs- bókin hefir gengið ískyggilega sam- an, og við verðum að hugsa um fram- tiðina.“ Hún kysti hann og lofaði honum að verða sparsöm. Þeim leið eins vel og þau væru í Paradís. En á mánudaginn gerðist atburður, sem kollvarpaði allri tilveru Wint- hers. Þegar að hann liafði kvatt konuna sina á horninu á Leipzigerstrasse tók hann á rás — hann var orðinn nokk- uð seinn fyrir. En hann kom sann- arlega nógu snemma. Á borðinu hjá lionum lá orðsending um að koma þegar í stað niður til skrifstofustjór- ans manns, sem Winther annars ekki sá nema við hátíðleg tækifæri, 1. d. fyrir jólin þegar hann gekk um allar skrifstofurnar og bauð gleðileg jól. Hvað gat skrifstofustjórinn viljað honum? Honum datl alt mögulegt og ó- mögulegt i liug. Það voru svo lítil líkindi til, að hann ætti kjarabætur i vændum, að ekki gat það verið er- indið — líklega fanst honum að hann ætli að skifta um umdæmi. Ef til vill útjaðarsembætti í verksmiðju- hverl'unum. Það var talið betra, maður hafði ef lil vill svolítið meira upp úr því, en eins og á stóð núna þá var hann ekki ginkeyptur fyrir breytingunni hann hafði hlakkað svo mikið til að ganga gegnum Tier- garten á morgnana með Annie. En erindið gat Hka verið viðvíkjandi einhverjum af skiftavinum hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.