Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 þessi skýring. Hún trúði i blindni á guðdómsmátt ltasputins. Og þess- vegna varð móðirin viljalaust verk- færi í höndum þess manns, sem hjelt lífinu i syni hennar. Með fæðingu þessa sonar hófst i rauninni píslarvætti keisarahjón- anna. Leikstofa drengsins var fóðr- uð mjúkum áklæðum, húsgögnin og leikföngin stoppuð og alt gert tii þess að drengurinn gæti ekki fengið skrámu, sem blætt gæti úr. Á fáum árum varð Rasputin mað- urinn, sem stjórnaði Rússlandi. — Hann rjeð gerðum drotningarinnar eri liún gerðum keisarans! Og þeg- ar þetta frjettist óx gremjan gegn keisarahjónunum. í heimsstyrjöld- inni rjeð Rasputin hvaða hershöfð- ingjar stjórnuðu hernum og þar með öllum hernaðinum, af Rússa hálfu. Hann sá alt ókomið i sýnum, og sagði drotningunni það, en hún aft- ur keisaranum, og þannig urðu sýn- ir Rasputins að keisaralegum fyrir- skipunum. í brjefum sínum til keis- arans, meðan hann var á vígstöðv- unum, skrifar drotningin, að Hann (þ. e. Rasputin) álíti, að herinn eigi að sækja fram þar og þar. Að Hann áliti, að rjett sje að víkja aðalher- stjóranum, Nikolai stórfursta frá, en zarinn taki sjálfur yfirherstjórn. -— Það varð líka. Og drotningin sendi manni sínuin til vígstöðvanna kamb, sem Rasputin hafði notað, flösku af Madeira, sem hann hafði smakkað á, og þetta átti að gefa keisaranum styrk til að gera það sem rjett var. Loks brast hin annálaða rússneska þolinmæði og tveir ungir menn af keisaraættinni gintu Rasputin heim til sín, skutu hann og fleygðu lík- inu i Nevafljótið. Þar fann lögreglan líkið þremur vikum síðar. Þeir þótt- ust hafa unnið þarft verk og margir aðrir hjeldu að nú mundu betri tím- ar koma i Rússlandi, þegar Rasputin væri á burtu. En drotningin þóttist vita betur. Því að guðsmaður hennar, Rasputin, hafði sannfært hana um, að það væri hann, sem lijeldi ríkinu sam- an. Hann hafði lofað henni, að ríkis- erfinginn skyldi lifa meðan hann ljfði sjálfur, og að zarinn skyldi ríkja meðan sín nyti við. Nú var hann dauður, myrtur af ættmenn- um zarins, og það mundi hefna sin. Drotningin bjóst við öllu illu. Hún Ijet reisa dýra kapellu á gröf Raspu- fins og lagði dýrustu dýrlingamynd- ir í kistu hans, að gjöf frá sjer, keisaranum og börnum þeirra, og bað fyrir Rasputin hvenær, sem hún komst höndum undir. — Loks þrumaði öskur byltingarinnar í eyr- um hennar. Spádómur Rasputins hafði rætst. Þegar byltingin braust út i Petro- grad var zarinn langt undan. Hann var á vígstöðvunum, en drotningin og öll börnin í keisaraliöllinni Tsar- koje Selo, um klukkustundar járn- brautarleið l'rá Petrograd. En drotn- ingin hafði ekki lengi fylgst með því, sem fram fór í Petrograd og ekki kært sig um það. Hún hafði annað fyrir stafni. Síðustu dagana fyrir byltinguna liafði hún ekki sjeð neinn ráðherr- anna, því að veikindi voru á heim- ih hennar. Dæturnar fjórar lágu í lungnabólgu, sem þær höfðu fengið upp úr mislingum, er lika höfðu slegið sjer á augun. Þær lágu með háan hita inni í dimmri stofu. En mest mæddi þó drotninguna hræðsl- an við það, að rikiserfinginn smitt- aðist. Og nú gat Rasputin ekki hjálp- að. Það var þetta, sem drotningin hugsaði eingöngu um. Protopopov innanríkisráðherra gat beðið á með- an. Og honum kom það vel. Frestur var á illu bestur, og leitt að segja drotningunni að alt væri með kyrr- um kjörum eftir að byltingin var orðin staðreynd, og skipun hafði verið gefin út um, að handtaka keisarann. Drotningin vissi þvi ekkert um byltinguna fyr en hún sá hana. Sá óðagotið í höllinni og að lífvörð- urinn og þjónarnir fóru að laumast á burt. Loks fregnaði hún, að bylt- ingin væri í algleymingi og sívax- andi, stjórnin máttlaus og herinn fylktist undir merki byltingarmanna. Það hræðilegasta var skeð, en ekki vissi hún neitt um örlög keisarans eri nþá. Hin varnarlausa drotning var þarna ein með fárveikar dætur sínar og mátti búast við árás bylt- ingarmanna þá og þegar. Hún sat uppi allar nætur og það sem óflúið var af fólkinu þorði ekki að koma inn til hennar. Eitt sinn opnaði hún dyrnar fram í salinn fyrir fram- an, þar sem hirðfrúr hennar liöfð- ust við. Þegar hún sá, hve óþægi- lega og ankannalega þær höfðu kom- ið sjer fyrir undir nóttina, brosti hún, þó augun væri þrútin af gráti og vökum, og sagði: „Þið hirðmeyj- ar kunnið ekki að taka til höndun- um. Amma mín, Vicloria drotning, kendi mjer að búa um rúm. Nú skal jeg .sýna ykkur!“ Og svo fór drotn- ingin að húa um þær. Sömu nóttina ók brautarlest keisarans fram og aftur í eirðarleysi — öðrumegin voru Þjóðverjar, hinumegin bylt- ingamenn, sem höfðu gefið lestinni skipun um að staðnæmast. Og zar- inn stöðvaði. Lestin fór inn á til- tekið liliðarspor, og þingmennirnir, sem komu með skrifaða yfirlýsingu þess efnis, að keisarinn segði af sjer riki fyrir sína hönd og sonar síns, ráku auðvelt erindi. Keisarinn skrif- aði undir, er hann hafði fengið yf- irlýsingu um það af vörum líflæknis sins, að sonur lians væri ólækn- andi. Þegar keisarinn kom til Tsar- koje Sele tveimur dögum siðar, var vörður byltingamanna um höllina, og þegar liliðið var opnað fyrir hif- reið hans var tilkynt um leið: Gefið Romanov ofursta rúm! — Keisarinn var ekki til framar. Ryltingin var kölluð „hin mikla óblóðuga“. Keisarafjölskyldan var nú á valdi byltingamanna, en leið vel. Hallargarðurinn var nógu stór til þess að hreyfa sig i, og keisarinn fór þegar að högga við, en þá á- nægju hafði hann aldrei getað veitt sjer áður. Síðdegis las hann hátt fyrir konu sína og á kvöldin spilaði liann domino við börnin. Tilvera hans var róleg eftir að byrðunum liafði verið ljett af herðum hans. Kerenski, sem var forseti bráða- byrgðastjórnarinnar og hafði umsjá n eð föngunum, hafði lofað að senda keisarafjölskylduna til Englands og var að semja við ensku stjórnina um það. En það strandaði á drotn- ingunni. Hún vildi alls ekki fara til Englands og eta náðarbrauð hjá frænda keisarans, enska konungin- um. Það var heilög skylda þeirra, að vera áfram i Rússlandi. Hann var krýndur keisari þjóðarinnar og bar ábyrgðina á henni o. s. frv. Keisararolan vissi hvorki út eða inn. Hann þráði að komast til Englands. En drotningin var eins og vant var, hárviss um, að hún hefði á rjettu að standa. Zarinn treysti forlögun- um og vonaði, að hann kæmist sem fvrst á burt úr Rússlandi. Þetta hefði bjar.gað fjölskyldunni frá lífláti, en vonin brast von bráðar. Enska stjórnin var ekkerl gin- keypt fyrir þessum gestum og dró samningana á langinn og nú var farið að tala um það í Rússlandi, að Járnbrautarklefiim, sem keisarinn var í, er hann afsal- affi sjer völdum. Alexei, rikiserfingi Rússlands. það gæti orðið hættulegt fyrir bylt- inguna, ef keisaranum yrði slept úr landi. Hefnigjarnar raddir lieimtuðu, að keisarinn yrði sendur til Síberíu. Og von bráðar varð æsingin gegn lceisarafjölskyldunni svo mikil, að Kerenski sá sjer ekki annað l'ært, en verða við kröfunum um Síberíu- úllegðina. í Tsarkoje Selo tóku allir þessum tíðindum með hrygð — nema drotn- ingin. — Hana hafði dreyint fyrir þessu og þótti það vita á gott. Hún stóð yfir, þegar farangrinum var pakkað saman og sýndi mikið hug- vit í því, að fela ýmsa dýrgripi sína, demanta og perlur, sem henni hafði verið skipað að láta af liendi. Hún saumaði fjölda af demöntum inn i fellingarnar á vattfóðruðuin milli- stökkum dætra sinna, bar feiti á demantsspennur í platínuumgerð og festi þær á skóna þeirra, svo engan grunaði, að þar væri um dýrgripi að ræða. Svo hjelt fjölskyldan af stað aust- ur til Síberíu og einn dag er hún var á siglingu norður eina Síberíu- ána fjekk drotningin að sjá fæðing- arstað Rasputins. Hann hafði spáð þessu — og alt kom fram, sem hann hafði spáð. Loks komusl þau til Tobolsk og var fengin íbúð í hjer- iðsstjóraliúsinu. Þetta var rúmgott, hlýtt og við- kunnanlegt hús og þar dvöldu þau sjö mánuði í næði. Kennari ríkis- erfingjans var hjá þeim og nokkur trygg hjú. Þarna var engin hungurs- neyð. Þau fengu óbreyttan, en holl- an miðdegisverð og börnin fengu mjólk, smjör og egg. Herforinginn, sem gætti þeirra var vingjarnlegur og nærgætinn, og varðmennirnir kurteisir. 1 garðinum uxu falleg grenitrje og börnin höfðu nóg svig- rúm til að leika sjer. Zarinn hjelt dagbók um veðrið og hve mikið hann sagaði á degi hverjum, og las hátt fyrir konu sína, er hún sat við sauma. Og hún var vongóð um betri tima. En tímarnir fóru versnandi. Lenin og Trotsky náðu völdum í höfuð- borginni og skírðu hana Leningrad og rauða hlóðöldin tók við af bylt- ingunni „miklu óblóðugu“. Og and- stæðingar byltingarinnar ljetu ekki sinn hlut. Koltsjak aðmiról varð um liríð vel ágengt í Siberíu. Keisara- fjölskyldan vonaði, að hann yrði bjargvættur hennar. En einn daginn barst lienni slæm frjett. Sendimaður var kominn frá Leningrad með skip- un um, að flytja keisarann þangað. Drotningin þóttist þegar vita, hvað á spitunni hjengi. Lenin vildi fá zarinn til þess að undirskrifa sjer- frið við Þýskaland. Hún ])orði ekki að láta keisarann fara einan. Þessir glæpamenn og svikarar skyldu ekki fá, að „misbrúka hönd hans“. Hún varð að vera með, lionuni til trausts og halds. Þau lögðu af stað í ljelegri sveita- kerru og ferðin var hin erfiðasta. — Á leiðinni gistu þau í þorpinu Pokrovskaja, heimkynni Rasputins og nú sá drotningin konu hans og dóttur. Rasputin hafði lofað henni ]jcssu, og henni var styrkur að það skyldi rætast. í Jekaterinburg við Ural var þeim bannað að halda lengra og hjeraðs- ráðið þar tók þau undir sína um- sjá. Þar var.þeim komið fyrir i litlu kaupmannshúsi og strangur vörður hafður á þeim. Þangað komu börn þeirra eftir fáeinar vikur. Varð- mennirnir mistu aldrei sjónar af J'eim. Þarna var lítið um vistir og fjölskyldan leið bæði hungur og kulda, og aðeins ein stúlka af fólk- inu, sem þau höfðu haft í Tobolsk, fjekk að vera hjá þeim þarna. Þau ftngu engar frjettir utan að og höfðu ekki hugmynd um, að her- Framh. á bls. Í4. t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.