Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.03.1940, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N BJEAÐUR SKÍTHÆLL CUMARGOLUNA lagöi inn um ^ gluggann, svo að gluggatjöldin brugðu á leik. Hún fór svalandi og hressandi um alla stofuna og út á ganginn. Brá þar á leik, bældi slífu slæðurnar á lijúkrunarkonunum og sópaði meðalalyktinni út í horn. Inni í stofunni — það var tveggja sænga stofa — lágu tvær konur og góndu upp í loflið. Stofan var máluð ijómahvít og á þilinu hjekk stór mynd al' gamalli skonnortu með rif- að segl. Granna konan, sem lá nær dyrun- um leit ekki á myndina, hún þekti hvern drátt i henni. A'nnar fóturinn á henni lafði niður undan lakinu. Henni fanst svo gott að láta goluna leika um hann. Feita konan í hinum endanum -— með grófu augnabrúnirnar -— liorfði hinsvegar í sífellu á skonnorluna á lreyðandi hafinu. Henni fansl upp- lifgun að litunum, þarná í tilbreyt- ingaleysinu. „Hvenær kemur maðurinn yðar?“ spurði sú digra. Sú granna reyndi að brosa. Að- eins ofurlitið. Fjögur ár á spítala örfa ekki beinlínis gletnina. „Hann kemur bráðum,“ sagði lnin. „Kanske... .“ Sú digra reis upp við dogg. „Það er ekki svo að skilja, að mjer komi það við, frú Lenny, og ekki skuluð þjer halda, að jeg sje að sletta mjer fram i annarra hag. En.. . . ef jeg væri gift manni, eins og manninum yðar, mundi jeg reka hann frá mjer undir eins. Það er ekki hundsgagn í honum. Nú hefi jeg legið lijerna í sjö mánuði og ekki liefir hann látið sjá sig enn. Og aðr- ir liafa sagt mjer, að hann hafi yfir- lcitt aldrei komið hjer inn í stofuna. Það eru fjögur ár — er það ekki?“ „Jú.“ Rödd frú Lenny var mild og blíð. „Fjögur ár. Langur tími.“ Sú digra dæsti. „Langur tími,“ át hún eftir.. „Það er leiðinlegt að alt- af skulu það vera viðkvæmustu kon- urnar, sem fá verstu mcnnina. Þið kunnið ekki að gera ykkur gildandi. Hafið þjer nokkra liugmynd um hvað hann hefst að, meðan þjer liggið hjerna? Hveir veit nema liann sje tekinn saman við aðra.“ Golan hvarf og gluggatjöldin hjengu hreyfingarlaus. „Það eina, sem hann liefir rænu á, er að senda brjef stöku sinnum. Afsakið að jeg segi það — en þjer eruð bandvitlaus.“ Magra konan svaraði ekki, hún lá grafkyr og góndi upp í loftið. Hún fitlaði við lakið með fingrunum, en einstakt tár rann niður kinnina og gerði gráan blett á koddaverið. Dr. Kenrich kom inn. Ilunn var altaf í góðu skapi. Hjúkrunarkona kom inn með vegghlíf og bak við hana fór læknirinn að tala við þá digru um frú Lenny. „Það er brjóstumkennanlegt.“ „Jeg vorkenni veslings konunni. Varð- mennirnir og þvotlakonurnar eru að pískra uni það. Og það er komin heil hneykslissaga á kreik um þetta lijerna á spítalanum." Hann tók umbúðirnar af feitum skankanum og hreinsaði sárið. „Svoleiðis menn eiga ekki skilið að eignast konu eins og hana frú Lenny,“ hjelt hann áfram. „Jeg var nýbyrjaður hjerna á deildinni þeg- ar hún kom. En hann hefir aldrei komið hingað að vitja um hana.“ Hann hristi liöfuðið. „Jeg er yfirleitt enginn ofstopa- maður,“ sagði hann loks, „en mjer skyldi vera það sönn ánægja, að lumbra á þeim bjeuðum skíthæl.“ Sú digra andvarpaði. „Slikum konum er ekki viðhjálj)- andi,“ sagði hún smeðjulega. „Hún elskar manninn — og þar með er alt sagt. Hann gæti gert hvað sem honum dettur í hug — og gerir víst lika — án þess að hún mundi segja nokkuð við því. Bara að fyrirgefa. En takið þjer til dæmis manninn minn,“ hún gat ekki staðist freist- inguna að gorta svolítið. „Hann kem- ur á hverjum einasta heimsóknar- líma. Hann hefir ekki brugðist mjer einn einasla dag. Og altaf kemur liann með eitthvað. Auðvilað gef jeg frú Lenny með mjer. Jeg sárkenni í brjósti um hana, aumingjann.“ Svona tjetu þau kaðalinn mylja það. Og allir töluðu um veslings frú Lenny og bjeaðan skíthælinn — manninn hennar. Allir þektu söguna og allir vorkendu auminga frú Len- ny. — ------ Þremur mánuðum síðar, þegar brjefið kom, lá sú digra enn á stof- unni. Frú Lenny var mikið veik. Þó að læknarnir segðu ekki neitt, gátu jafnvel blindir menn sjeð, að hún átti ekki nema nokkrar vikur ólifað. Það þótli tíðindum sæta um allan spítalann, er það frjéttist, hvað í brjefinu stóð. Mr. Lenny skrifaði að liann ætlaði að koma næsta miðviku- dag og — það var satt — mundi hafa um alla stiga og ganga á spítalanum. Frú Lenny hvíslaði þessari frjett að þeirri digru og úr því leið ekki á löngu þangað til það var komið um alia sliga og ganga á spítálanum. „Hafið Jjjer heyrt það, liún á skamt eftir ólifað.... Loksins hefir hann mannað sig upp og ætlar að heimsækja hana. . . . hefir með sjer málaflutningsmann. . . . Jiað er vegna undirskriftar hennar á arfleiðslu- skrána. . . . Það er svo sem auðvit- að, hversvegna skyldi hann gera það annars. Nú hefir hún legið lijer í fjögur ár og loksins þegar hún er komin að dauða, þá lætur liann svo lilið að koma. ... Þetta cr bjeaður skíthæll. . . . Já ekkert annað: bje- aður skíthæll.“ Miðvikudagurinn kom, og ltað var beinlínis furðulegt hve margir áttu erindi á sjúkrastofuna þann dag. AUa langaði til að sjá, hvernlg hanri liti út, l)essi margumtalaði maður, scm hlaut að vera úr steini og nieð hjarta úr klaka. Sú digra lá á hliðina og sneri bakinu fram. Hún var svo heiftar- arlega gröm, að hún vildi alls ekki lita á hann. Klukkan ellefu kom hann. Með honum var hár, gráhærður maður, sem fór undir eins út að glugganum og sneri að l)eim bakinu. Frú Lenny grjel í hljóði. Maður- inn hennar grjet líka. Hún hafði ekki af honum augun. Dr. Kenrich stóð við dyrnar og krepti hnefana. Það komu grettur í andlitið. Hunn sat við hliðina á konunni sinni og talaði við hana hvíslandi. Eftir dálitla stund tók hann upp vasaklút og Jierraði tárin af andlit- inu á henni. Þjáningin skein úr aug- unum á honum. Hái maðurinn gráhærði stóð út við gluggann og geispaði. Nú var aftur komin ofurlítil gola úti. Hann sneri sjer við og brosti lil þeirrar feitu í rúminu rjett hjá honum. Hún horfði þegjandi á liann um slund. ,Ætlið ])jer ekki að fara að ganga frá arfleiðsluskránni, málaflutnings- maður?“ sagði hún hæðilega. „Ann- ars getur hún loguast út af í hörnl- unum á ykkur.“ Sá gráhærði færði sig nær. „Um hvað eruð J)jer að rausa?“ spurði hann .„Hvaða arfleiðsluskrá?“ „Nú, ])að er þá svona,“ hvæsti sú digra. „Ætlið þjer að leika sak- leysingja líka? Eins og ])að viti ekki hæði guð og menn hvað það þýðir, þegar eiginmennirnir koma með málaflutningsmenn að banabeði kon- unnar sinnar.“ Sá gráhærði hristi höfuðið. „Jeg er ekki málaflutningsmaður fremur en þjer,“ sagði hann lágt. „Jeg er fangavörður. Er hjerna til þess að hafa gát á manninum þarna. Hann fjekk leyfi til þess að koma hingað til l)ess að sjá konuna sína HRfEFflRELDflR FOCH UM FRIÐINN. „Le Matin“ hefir prentað upp hrafl úr viðtali, sem hlaðið átti við Foch marskálk árið 1921, er hann kom af afvopnunarráðstefn- unni i Wasliington. Blaðið spurði hann um álit hans á ástandinu, og Foch svaraði: — Það er ofur einfalt mál. Við höfum ekki samið þann frið, sem við áttum að semja. Þessvegna held- ur striðið áfram. Versalasamningur- inn er slæmur samningur, þvi að hvorki veitir hann Frökkum öryggi nje tryggingu fyrir skaðabótagreiðsl- unum. Rín á landamærunum gat orðið öryggi. Þar voru þau rjettu landamæri, landamæri, sem hægl var að verja með litlum tilkostnaði. Jeg hefi gert áætlun um ])að: Ein herdeild í Köln, ein í Mainz, ein í Koblenz og þrjár herdeildir á bak við. Með þessum 6 herdeildum skyldi jeg taka að mjer að verja landa- mærin, og þá gætum við senl (i herdeildir lieim. Foch hjelt áfram: — Jeg hefi sagl þetta, jeg liefi skrifað ráðherrum Clemenceaus um það: „Þið eyði- leggið sigurinn! Sá dagur mun koma, að menn sjá, hvað gert hefir verið og vakna í einu vetfangi. Jeg bý mig undir þann dómsdag með því að skrifa þetta brjef og geymi afrit af því“. „Le Matin“ bætir þessu við: Ör- lögin Ijetu þessa aðvörun verða á- rangurslausa. 18 árum síöar vakn- aði Frakkland í einu vetfangi en þá var stríðið komið. Flest frönsku herfylkin láta sjer duga að hafa hund eða kött eða annað ferfætt kvikindi með sjer sem verndarvætt, en fótgönguliðarnir í 88. lierfylki eru stærri upp á sig en svo. Einn hermaðurinn í fylkinu er leikhússtjóri og ein al' leikkonum hans hefir nú fallist á að verða „maskot“ herfylkisins. Þetta er kunn leikkona, sem heitir Alice Tissot. Undir eins og yfirvöldin höl'ðu leyft að liún yrði með herfylkinu, fór hún til vígstöðvanna, og nú öfunda allir hermenn 88. herfylkið. Sálfræðingarnir láta sjer nú ekki nægja að fitla við mannssálirnar, lieldur eru þeir farnir að rannsaka sálarlíf dýranna lika. Og árangurinn af þessum nýju vísindum er sann- arlega ekki lítill. Það er til dæmis sannað, að ung og óreynd dýr flýja fyrir óvinum sínum, þó að þau hafi aldrei sjeð þá áður. Andarung- unginn kafar undir eins og hann sjer hund. Þá hafa sálfræðingarnir og fundið, að hundsvitið er ekki annað en eðlishvöt. Að apinn hefir ágætt ininni, en geitin minnislaus. Að rotlurnar eru afar ratvísar. Að fiskarnir geta orðið hissa, geta reiðst og orðið flaumósa, en að fuglarnir eru sistarfandi. er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. í síðasta sinn. Hann fjekk fimm ára fangelsi fyrir að reyna að stela pen- ingum, sem hann ætlaði að nota til þess að koma konunni sinni til Suð- uríanda. Það hefði getað bjargað lienni. En það komst upp. Og þess- vegna liggur lnin hjerna.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.