Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1940, Síða 10

Fálkinn - 08.03.1940, Síða 10
10 FÁLKINN VNCSSVU kE/CNbURNIR í FISKARÍKI. Hjerna er dálítið, sem þið skuluð iesa hátt fyrir litlu systkinin ykkar. Þá lærið þið um leið ýmislegt, sem þið hafið gagn af um skrítna fiska, sem ekki eru beinlinis fríðir. SÆKÖTTURINN. (Hav,katten). — Uss, skelfing er þetta ljótur fiskur! Litii drengurinn, sem stóð við hliðina á henni mömmu sinni, og var að horfa á bráðlifandi sæ- költ, á sundi í stórum glerkassa, varð alvarlegur á svipinn. Og það var engin furða, því að vesalings skepnan var skelfing ljót. — Já, sagði mamma hans. — En þó er þessi fiskur alira meinlausasta skepna, og gerir hinum fiskunum i sjónum aldrei mein. En ef hann sjer humar eða krabba kemur ránseðlið upp í honum, og þá mölvar liann skelina á þeim, og ’jetur þá. BLÖÐRUFISKUR EÐA BJÁLFI. (Flagermusfisk — Klovnfisk). — Mamma, sagði litli drengurinn. — Ósköp eru þeir skrítnir, þessir svörtu fiskar þarna. — Hann tók í liandlegginn á henni mömmu sinni og dró hana með sjer að næstu gler- þrónni. — Þetta er blöðrufiskur, sagði hún. — Hann á heima í Ind- landshafinu. — En líttu á þessa litlu þarna. — Já, þessir fiskar heita bjálfar, enda líta þeir bjáifalega út. Þelta voru ósköp litlir fiskar, með rauðguluin og hvítiun röndum og voru að leika sjer innan um rauða kóralla og hvíta kalkdröngla, og skutu sjer stundum eins og örvar beint fyrir ginið á blöðkufiskunum. En þeir ljetu sem þeir sæju þá ekki. Nú færðist heldur en ekki fjör í kolkrabbann, sem var í næsta básn- um. Hann hafði legið sofandi á stein-nybbu og verið að dreyma að hann væri einhversstaðar langt úti í sjó. Hann glaðvaknaði og tók nú á rás í glerþrónni — altaf aftur á bak, því að kolkrabbarnir synda aft- ur á bak, en þá rakst hann á gler- vegginn, og flattist út eins og egg á pönnu. RAFMAGNSKEILAN. — Mamma, mamma hrópaði litli strákurinn, sem nú var kominn að næstu glerþró. — Skelfing eru veiði- kamparnir langir á þessum fiski. Þeir eru miklu stærri en á henni kisu okkar! — Þetta eru ekki veiði- kampar, sagði mamma hans þá, — lieldur eru það rafleiðslutaugar, og ef þú gætir komið við þá, mundir þú fá 'straumkipp, eins og þegar maður snertir á berum rafleiðsluþræði. — Tekurðu eftir því, að það er engín skepna í þessari þró nema rafmagns- keilan ein. Það er vegna þess, að ef aðrir fiskar væru með henni, mundi hún undir eins lama þá eða drepa, með raftækjunum sínum. — Mamma, hvað sagðirðu að fisk- urinn hjeti? — Hann heitir rafmagnskeila og lifir við strendur Afriku — — en nú sje jeg, að klukkan er orðin svo margt, að við verðum að flýta okkur heim. — Æ, mamma, það eru svo margir aðrir skrílnir fiskar hjerna- lautaði drengurinn. — Já, en nú verð- um við að fara, sagði mamma hans ákveðin, og tók í hendina á drengil- um. En, bætti liún við og brosti, — við skulum koma liingað bráðum aftur. Frægur ítalskur myndhöggvari, Conova að nafni, var að móta stand- mynd af Napoleon Buonaparte, sem nú stendur, úr bronsi, á torginu i Milano. Napoleon sat fyrir, og hafði alt á hornum sjer og sagði: — Allir ítalir eru skíthælar! Og myndhöggvarinn svaraði: — Buona parte, si — sem getur bæði þýtt: já, allur fjöldinn, en lika: Já, að minsta kosti Buonaparte. ~ — Hvern þykir þjer vænst um í heiminum, Óskar minn? — Hvernig geturðu spurt um það, Olga mín? — Ja, jeg meina vitanlega — næst sjálfum þjer. <V/V<V/V/V — Viltu ekki tána mjer tíu krón- ui', Jónas? — Hvenær ætlarðu að borga mjer þær aftur? — Þegar hann Óli lánar mjer tutt- ugu krónur. Manni nokkrum var gefinn kostur á að óska sjer þriggja óska. — Þá óska jeg þess fyrst, að jeg fái eins mikið af öli og jeg get drukkið. Og svo næst, að jeg fái eins mikið af lapskássu og jeg get í mig látið. Og svo í þriðja tagi oska jeg mjer að fá meira öl, þvi að maður verður þyrstur af laps- kássu. Gamall og ágjarn greifi gaf þjón- unum á heimilunum, sem hann kom á, aldrei vikskilding. Einu sinni sagði þjónn, sem var að hjálpa honum í frakkann frá því, að sig hefði dreymt, að hann hefði fengið tiu krónur lijá greifanum. — Það var nú fullriflegt, sagði hann, en látum það samt gott heita. Þjer getið haldið krónunum. Nr. 589. Adamsson er klókur. S k r í 11 u r. - Off þegar maður stendur tijer Blindingurinn: — Nú er jeg aö og vaniar eitt tíu aura frimerki, þá koma að Ottó frœnda. hefirðu það vilanlega ekki til ... . Ferðamaður kemur of seint til að ná lestipni: — Hvenær fer nœsta lest hjeðan, spyr hann stöðvarstjór- ann. —■ Eftir þrjá tíma. — Fer engin lest fyr. -7- Nei, hjerna á stöðinni fer al- drei nein lest á undan næstu lest- irini. — Ilann er svínheppinn, hann Teitur. — Jæja, hvað áttu við. — Fyrir tveimur árum var ekið yfir hann — beint fyrir framan dyrnar á spítatanum. Og um dag- inn gleypti hann ostru með stórri perlu í. Hann var skorinn á kvið- inn og það kom á daginn, að perl- an var svo dýrinæt að hún borgaði bæði uppskurðinn og jarðarförina. Það gleður mig, tengdasonur, að þú ert ekki kominn hingað til þess að biðja mig um lán. — Nei — jeg á ekki að borgn fyrstu afborgun af húsgögnunum fyr en eftir mánuð. Drekkið Egils-öl í I

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.