Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1940, Qupperneq 11

Fálkinn - 08.03.1940, Qupperneq 11
F Á L K I N N 11 Kynbætur nytjajurta mannkynsins geta vafalaust talist jafngamlar akur- yrkjunni, Jjví að jafnvel við hina frumstæðu jarðrækt velja menn oft- sinnis útsæðið fyrir næsta ár af bestu og sterkustu plöntunum. En markvissar jurtakynbætur eru ungar að árum, enda hófst skilningur manna á þeim þáttum, er valda út- iiti og gæðum jurtanna, ekki fyr en þegar erfðafræðin varð vísindagrein um siðustu aldamót. Síðan hafa jurtakynbæturnar og erfðafræðin fylgst að og haldist i hendur í einu og öllu og vaxið og efist svo, að jiær geta talist víðfeðmari en nokkrar aðrar greinar grasafræðinnar nú. Ef við reynum að fylgjast með í ritum síðustu ára um jurtakynbæt- ur, rekum við fljótt augun i það, hve gífurlega þýðing þeirra i'yrir heims- búskapinn eykst ár hvert, og hve háar upphæðir fara til styrktar þeim árlega í ýmsum ríkjum heims. Og þá eigum við bágt með að bægja frá oss þeirri hugsun vísindamannsins, sem hjelt þvi fram siðastliðið ár í rili,að erfðafræðin og jurtakynbæt- urnar myndu þá öld, sem nú er að líða, valda umbyltingum, sem verði að minsta kosti jafnvíðtækar hag- fræðilega sjeð og iðnbylting síðustu aldar. En um leið verður okkur Jjóst, hve gífurlegir þeir erfiðleikar, sem jurta- kynbæturnar liafa við að stríða, eru, og live markvíst verður að vinna að hverju smáatriði, ef sigra skal þá erfiðleika með vel liepnuðum kyn- bótum. Oftsinnis getum við lesið um stórtækar iðnaðarframfarir, sem voru einungis mögulegar með' samvinnu fjölda vísindainanna ólíkra sviða árum saman. Slikt samstarf er al- gengt mjög meðal þeirra, er vinna að kynbótum jurtanna, þótt öll sjeu vandamálin flóknari þar en í heimi hinna dauðu vjela. Kynbótastofnanir víðsvegar i veröldinni strita árum saman við viðfangsefni, sem enginn veit, hvort nokkru sinni verða leyst. og gefa aldrei neinn arð í aðra hönd þess, er að verkinu vinnur. En sá hluti viðfangsefnanna, sem leysan- legur er, nægir þó margfaldlega til að breyta þjóðarbúskap hinna ýmsu londa í margfalt hetra horf en hann var, þegr verkið var liafið. Það, sem byrjað er með. Hið nauðsynlegasta fyrir þá, er vinna að jurtakynbótum, er nákvæm þekking á breytileika nytjajurtanna. Rannsóknir síðustu áratuga hafa leitt í Jjós, að flestar nytjajurtir sam- anstanda af aragrúa mislikra af- hrigða, sem menn liöfðu ekki minstu . hugmynd um áður fyrr. Og við nán- ari athugun á úlbreiðslu hinna ýmsu afbrigða hefir komið fram, að fjöl- breytni hverrar einstakrar tegundar t er mest á alltakmörkuðu svæði. Sovjet-vísindamaðurinn Vavilov, sem hefir manna mest fengist við kerfis- bundnar rannsóknir i þessum efn- um, kallar slíkt svæði „genmiðju“ jurtarinnar. Þetta svæði er að áliti hans og fjölda annara vísindamanna, sá staður, sem jurtin er ættuð frá, og þaðan hefir hún síðan dreifst með mönnunum um allar jarðir. Hver tegund er vissulega ættuð frá sinum sjerstaka stað, en á vissum svæðum er þó sjerlega mikið af slík- um „genmiðjum“, og þó aðallega i Suður-Mexíkó, Perú, Abessiniu, Kák- asus, LitluAsíu, Himalaja, Indlandi og Suðaustur-Kína. í þessum lönd- um eru líka til feiknin öll af öðrum viltum jurtum i gífurlegri fjöl- breytni. Og þar eru lika oftast til viltir nánustu ættingjar merkustu nytjajurta nútímans, en einmitt þeir geta oft liaft mikla þýðingu við kyn- bæturnar á vissum eiginleikum nytja jurtarinnar sjálfrar. Sú þjóð, sem mesta álierslu hefir lagt á rannsóknir á fjölbreytni hinna I J - Juríakynhæíur núfímans - eftir Áskel Löue ræktuðu plantna síðustu áratugina, eru Sovjetríkin, sem liafa safnað saman miljónum áður óþektra af- brigða og stofna til að nota við kyn- bæturnar. Sem dæmi er liægt að nefna liað, að sovjet-vísindamenn- irnir hafa safnað sarnan um 28,000 sýnishornum af ólíkum afbrigðum af hveiti, aðallega frá Abessiníu og löndunum vestan og norðan við Himalaja. Þekking vor á fjölbreylni jurt- anna hefir liví vaxið að miklum mun síðustu árin, þótt enn sje vafa- laust langt í land til fullkominnar þekkingar á því sviði vísindanna, enda eru flestar genmiðjurnar i löiídum ,sem eru sjerlega óað- gengileg, svo að enn geta leynst þar dýrmætir ættingjar þeirra plantna, er mannkynið lifir að mestu leyti á i dag. Þegar kynbæta skal einhverja nytjajurt, að einhverju leyti, er liest að byggja á öllum þeim afbrigðum, eða nánustu ættingjum hennar, sem þekt eru í veröldini. Og þannig geta ýmsir þeir stofnar eða afbrigði, sem eru algjörlega ónotliæf sjálf orðið að gagni, ef þau Jiafa að geyina ein- hverja góða eiginleika, sem liægt er að tengja við aðra góða eiginleika annara stofna, sem fáanlegir eru við upphaf verksins. Vísindin eru, sem stendur á þvi stigi, að þau vita talsvert, — en þó fjarri því nóg, — um fjölbreytni nytjajurtanna. Með aðstoð sjerfræði- bóka og tímarita um vísindalegar rannsóknir i grasafræði er öllum vís- indamönnum þessa sjerfræðisviðs gert unt að átta sig alveg á ölliun þeim aragrúa afbrigða, sem eru til innan sumra liinna ræktuðu plantna. En það nægir ekki að vita, að af- brigði vissrar jurtar með vissum eiginleika, — l. d. kartafla, sem þol- ir 12° G. frosl, án þess að fella blöð- in, — sje til einhversstaðar í heim- inum, og það getur oft verið mikl- um erfiðleikum bundið, að ná i sýnishorn þessa dýrmæta grips. Ef t. d. visindamaður, sem er búsettur i Norður-Evrópu, veit, að eitthvert kartöfluafbrigði, sem hann getur ekki án verið við kynbætur sínar, vex í Perú eða Bólivíu, er honum sjaldnast unt að fara í leiðangur til þessara landa. Oft cr þó hægt að fá hina umræddu plöntu senda frá vís- indamönnum erlendis, og ]ió oftast frá Sovjetrikjunum, þvi að þau hafa safnað til sín fleiri afbrigðum allra nytjajurtanna en nokkur öhnur þjóð veraldarinnar. Erfðavísindin binda kynbætur sín- ar á plöntunum ekki aðeins við þær tegundir, sem ræktaðar eru í land- inu sjálfu, heldur reyna þau auk |>ess, að gera sem flestar erlendar jurtir ræktanlegar við skiiyrði lofl- íagsins. í Noregi er t. d. reynt að gera sykurrófnarækt arðbæra nú, og i Svíþjóð og Þýskalandi er soja- baunin kynbætt á allan hugsanlegan hátt. Slikar kynbætur eru oft erfið- ar mjög, og ósjaldan er árangur þeirra seinfenginn. En eigi að siður eru þær mikilvægasta hlið jurtakyn- bótanna, að minsta kosti i hinum norðlægu löndum, og hve góður á- rangur þeirra getur oft orðið á lilutfallslega skömmum tíma, sjest best á dæmi sojabaunarinnar. Hin olíu- og eggjahvituríka soja- baun er einhver gagnlegasta nytja- jurt, sem til er, því að afurðir henn- ar eru nothæfar á svo óvenju fjöi- breytta vegu, bæði til manneldis og iðnaðar. í fyrstu var hún eingöngu ræktuð í Austur-Asíu, og fyrstu til- raunir með ræktun Jiennar í Evrópu á 17. öldinni mistókust algjörlega. Um aldamótin síðustu hófu svo ameriskar tilraunastöðvar kynbóta- tilraunir á sojabauninni með svo góðum árangri, að ræktun hennar í Bandaríkjunum einuni óx úr 200 fer- kilómetrum lands árið 1907 upp i 22.000 ferkílómetra árið 1935, og síðan liefir ræktun hennar aukisl með enn hraðari skrefum vestur þar. Askell Löve. Sökum þess, að syðri fylki Banda- ríkjanna liggja álíka norðarlega og þau iönd, sem sojabaunin er ættuð frá í Asíu, var frekar auðvelt að fa suma sofna hennar til að þrífast þar óbreyta. Og ineð víxlfrjóvgun milli þeirra og úrvali afkomendanna tókst síðan, að smáflytja ræktim sojabaunarinnar æ lengra norður á bóginn, og áður en varði var unt, að rækta hana i sumum iönduin Ev- rópu. Hin síðustu ár hefir tekist að kynbæta hana svo, að nú er hún ræktanleg, ef stríð brýst út, i Mið- Svíþjóð og Eystrasaltslöndunum, og ef til vill verður hún rætanleg á Islandi áður en langt um líður. Erfðavísindin gera líka æ meir tiiraun til að breyta viltum jurtum í ræktaðar nytjajurtir, eða gera eldri nytjajurtir nothæfar til annars en fyrr. Allir þekkja sögu sykurrófunn- ar, sem breytt var i nytjajurt i byrj- un 19 aldarinnar. Síðustu þrjá áratugina hefir ainer- ísk kynbótastöð nnnið að kynbót- um á viltum aðalbláberjum. Árang- urinn er nú þegar kominn á mark- aðinn, sem berjalyng, með mörgum sætum bláberjum, sem eru um 2,5 sm. í þvermál! Af belgjurtunum hef- ir tekist að gera allmargar viltar tegundir að gagnlegum fóðurjurtum siðustu áratugina. Úr venjulegum tvíbýlisnetlum hafa verið valdir stofnar með mjög löngum trefjum, sem notaðir eru í spunaiðnaðinum. Og auk þess skortir stóriðnað nútímans viltar plöntur, sem hafa að geyma viss hráefni, eins oð t. d. togleður. Strax og slík jurt finst, taka kyn- bótastöðvarnar til starfa af miklum móð og tvöfalda eða jafnvel marg- falda jurtirnar af þessuin efnum á skömmum tima. Á þennan hátt starfa stóriðnaður og jurtakynbætur hlið við hlið í ýmsum hinum suðlægari löndum jarðarinnar nú á timum. Aðferðir við kynbæturnar. Aðferðirnar við jurtakynbæturnar eru ennþá fyrst og fremst liinar þrautreyndu gömlu aðferðir, víxl- t'rjóvgun og allskyns úrval, en auk þeirra hafa liin síðari ár komið fram á sjónarsviðið fjöldi nýrra að- ferða, sem enn standa varla föstum fótum á velli vísindanna. Þær reglur, sem fara verður eft- ii, eru ólíkar, alt eftir þvi, hvort jurtin, er kynbæta skal, er sjálf- frjóvgari eða víxlfrjóvgari, eða hvort henni er fjöigað með fræum eður ei. All verkið er hæði flóknara og erl- iðara, ef um víxlfrjóvgara eins og rúg, maís og rófur er að ræða, lield- ur en hjá sjálffrjóvgunum cins og liveiti, höfrum og byggi. Síðustu tvo áratugina liafa menn því reynt að breyta sumum víxlfrjóvgurum í sjálffrjóvgara, þar á meðal rúg og rófum. Venjulegur rúgur er svo strangur vixlfrjóvgari, að hann myndar alJs engin eða aðeins örfá korn eftir sjálffrjóvgun. En ef nægi- Jega margar rúgplöntur eru einangr- aðar, finnast þó ætíð örfáar, sem gela sjálffrjóvgast, án þess að fjöldi kornanna í hverju axi minki að mun. Með gríðarstóruin tilraunum í fjölda mörg ár hafa t. d. Nilson- Ehle i Svalöf og Ossenl i Miinche- berg fengið fram nokkur ])úsund sjálffrjóvgandi innræktarstofna af rúg, sem ef til vill verða síðar meir lil að flytja allar kynbætur rúgsins yfir á sterkari og betri grundvöll en völ er á nú. Sumir þessara inn- ræktuðu slofna liafa að geyma verð- mæta eiginleika, og aðrir eiginleikar, eins og t. d. óvenju stór korn, hafa lcomið fram við víxlfrjóvgun sjer- stakra stofna, svo að vísindin gera sjer góðar vonir um prýðilega á- rangra við kynbætur rúgsins á þess- um grundvelli. Og nú þegar hefir verið hafið álíka verk við innrækt- un ýmissa annara vixlfrjóvgandi nytjajurta, og vafalaust verður tireyl ing þeira í sjálffrjóvgara eitl af að- alverkum kynbótastöðvanna næstu áratugina. Ef unt er að fjölga jurt án fræja með skiftingu, er það til mikils ljett- is fyrir jurtakynbæturnar, því að á þann liált er unt að fá að öllu leyti eins afkomendur frá einni og sömu plöntu, sem annars myndi ef til vill mynda fræ að miklu ljelegri ein- staklingnum. Með aðstoð skiftingar- innar er því hægt að nota miklu fleiri breytilegar samstæður Jieint, og þannig komast hjá öllu því tima- freka verki, er annars þarf til að fá fram kynlireina stofna. Síðustu árin hefir tekist, með aðstoð ýmissa efna, að fjölga með skiftingu ýms- iini þeim jurtum, sem áður fjölguðu sjer nær eingöngu með fræum, og vísindin gera sjer stórar vonir um nýtingu þessarar aðferða í stórum slí). Frh. Nýtísku málverk. Dabbi og Snabbi urðu samferða á málverkasýningu í Græningjavík. — Ljómandi er þetta fallegt lands- lag, sagði Dabbi. — Flón ertu! Þetta er mannsmynd. tautaði Snabbi. — Sjer er nú hver mannsmyndin. Sjerðu ekki jöklana þarna? — Sjer er nú hver jökulinn! I>cttn er hárið! — En skriðan þarna? —- Það er snjór. — Og blómin þarna? — Það er mislitt hálsbindi. En nú fanst Dabba taka i hnúkana. — Við skulum ekki vera að þrefí, um þetta. Við skulum kaupa mynda- skrána. Snablii fjelst á það. Þeir skoðuðu báðir og lásu, við nr. llfi: Stúlka með súrsíld!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.